Davíð Oddsson hótaði Tryggva Þór Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 12. apríl 2010 19:15 Bankastjórar Seðlabankans sýndu af sér verulega vanrækslu og viðhöfðu ótæk vinnubrögð við þjóðnýtingu Glitnis, að mati rannsóknarnefndarinnar. Davíð Oddsson seðlabankastjóri hótaði efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar, kvaðst skyldu persónulega sjá til þess að Tryggva yrði ólíft á Íslandi það sem eftir væri - ef honum tækist ekki að sannfæra Geir Haarde um þjóðnýtingu Glitnis. Rannsóknarskýrslan fer ítarlega yfr atburðarásina Glitnishelgina í lok september 2008 þegar ákveðið var að þjóðnýta Glitni. Kaflinn er áfellisdómur yfir vinnubrögðum Seðlabankans þessa helgi: meðal annars hafi rannsókn á stöðu Glitnis verið ófullnægjandi,og Seðlabankinn ekki beitt heimild sem hann þó hafði - til að fara inn í Glitni og sækja sér upplýsingar. Davíð og fleiri töldu sig ekki hafa haft heimild til þess - því hafnar rannsóknarnefndin. Niðurstaða nefndarinnar: Seðlabankinn hafði ekki næga yfirsýn yfir stöðu Glitnis - og þar með ekki forsendur til að meta hvort hin afdrifaríka ákvörðun um þjóðnýtingu væri skynsamleg leið. Þessi vinnubrögð - kallar nefndin "verulega vanrækslu af hálfu bankastjórnar Seðlabankans." Tveimur dögum eftir að málið var frágengið - barst hins vegar Seðlabankanum yfirlit úr lánabók Glitnis yfir 30 stærstu skuldara bankans. Davíð segir þá svo frá: „Ég varð nú eiginlega fyrir „sjokki" þarna daginn eftir ... þá sé ég að eigandi bankans virðist í þeim tölum skulda 170 milljarða... Þá er forstjóri Fjármálaeftirlitsins staddur í bankanum og mér varð svo mikið um þetta að ég hljóp niður ... og sýndi honum þessar tölur, þar sem var sko Baugur, Gaumur og FL-Group og Landic Property ... þá sagði forstjóri Fjármálaeftirlitsins: „Þú misskilur þetta, þetta eru ekkert sömu aðilarnir." Þá lamdi ég nú fast í borðið og sagði: „Þú talar ekki svona við mig drengur." Þá gagnrýnir nefndin harðlega að engin skrifleg gögn voru til taks fyrir talsmenn Glitnis á sunnudagskvöldinu - þegar þeim var tilkynnt um 75% kaup ríkis á bankanum. Það kallar nefndin "ótæk vinnubrögð" af hálfu Seðlabankans. Þótt nefndin telji nú - að Seðlabankinn hafi í raun í illa undirbúnu flaustri tekið þessa afdrifaríku ákvörðun - var Davíð svo sannfærður um þjóðnýtingarleiðina - að hann var tilbúinn á sunnudagskvöldinu að beita öllum brögðum til að fá efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar - Tryggva Þór Herbertsson sem leist illa á hugmyndina - til að tala máli hennar. Þeir eiga einkasamtal inn á skrifstofu Davíðs, og segir Tryggvi svo frá fundinum: „Ég var rétt byrjaður, þá trylltist hann, sagði að ég væri að grafa undan tillögum hans og sagði: „Þarna situr forsætisráðherra frammi og skelfur eins og lauf í vindi og getur ekki tekið ákvörðun. ... Ef þetta gengur ekki fram mun ég persónulega sjá til þess að þér verði ólíft á Íslandi það sem eftir er." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Bankastjórar Seðlabankans sýndu af sér verulega vanrækslu og viðhöfðu ótæk vinnubrögð við þjóðnýtingu Glitnis, að mati rannsóknarnefndarinnar. Davíð Oddsson seðlabankastjóri hótaði efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar, kvaðst skyldu persónulega sjá til þess að Tryggva yrði ólíft á Íslandi það sem eftir væri - ef honum tækist ekki að sannfæra Geir Haarde um þjóðnýtingu Glitnis. Rannsóknarskýrslan fer ítarlega yfr atburðarásina Glitnishelgina í lok september 2008 þegar ákveðið var að þjóðnýta Glitni. Kaflinn er áfellisdómur yfir vinnubrögðum Seðlabankans þessa helgi: meðal annars hafi rannsókn á stöðu Glitnis verið ófullnægjandi,og Seðlabankinn ekki beitt heimild sem hann þó hafði - til að fara inn í Glitni og sækja sér upplýsingar. Davíð og fleiri töldu sig ekki hafa haft heimild til þess - því hafnar rannsóknarnefndin. Niðurstaða nefndarinnar: Seðlabankinn hafði ekki næga yfirsýn yfir stöðu Glitnis - og þar með ekki forsendur til að meta hvort hin afdrifaríka ákvörðun um þjóðnýtingu væri skynsamleg leið. Þessi vinnubrögð - kallar nefndin "verulega vanrækslu af hálfu bankastjórnar Seðlabankans." Tveimur dögum eftir að málið var frágengið - barst hins vegar Seðlabankanum yfirlit úr lánabók Glitnis yfir 30 stærstu skuldara bankans. Davíð segir þá svo frá: „Ég varð nú eiginlega fyrir „sjokki" þarna daginn eftir ... þá sé ég að eigandi bankans virðist í þeim tölum skulda 170 milljarða... Þá er forstjóri Fjármálaeftirlitsins staddur í bankanum og mér varð svo mikið um þetta að ég hljóp niður ... og sýndi honum þessar tölur, þar sem var sko Baugur, Gaumur og FL-Group og Landic Property ... þá sagði forstjóri Fjármálaeftirlitsins: „Þú misskilur þetta, þetta eru ekkert sömu aðilarnir." Þá lamdi ég nú fast í borðið og sagði: „Þú talar ekki svona við mig drengur." Þá gagnrýnir nefndin harðlega að engin skrifleg gögn voru til taks fyrir talsmenn Glitnis á sunnudagskvöldinu - þegar þeim var tilkynnt um 75% kaup ríkis á bankanum. Það kallar nefndin "ótæk vinnubrögð" af hálfu Seðlabankans. Þótt nefndin telji nú - að Seðlabankinn hafi í raun í illa undirbúnu flaustri tekið þessa afdrifaríku ákvörðun - var Davíð svo sannfærður um þjóðnýtingarleiðina - að hann var tilbúinn á sunnudagskvöldinu að beita öllum brögðum til að fá efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar - Tryggva Þór Herbertsson sem leist illa á hugmyndina - til að tala máli hennar. Þeir eiga einkasamtal inn á skrifstofu Davíðs, og segir Tryggvi svo frá fundinum: „Ég var rétt byrjaður, þá trylltist hann, sagði að ég væri að grafa undan tillögum hans og sagði: „Þarna situr forsætisráðherra frammi og skelfur eins og lauf í vindi og getur ekki tekið ákvörðun. ... Ef þetta gengur ekki fram mun ég persónulega sjá til þess að þér verði ólíft á Íslandi það sem eftir er."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira