Körfubolti

NBA: Arenas, Turkoglu og Richardson til Orlando

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gilbert Arenas er farinn til Orlando.
Gilbert Arenas er farinn til Orlando. Mynd/AP

Það bárust stórtíðindi úr NBA-deildinni í körfubolta í kvöld en Orlando Magic hefur fengið þá Gilbert Arenas, Hedo Turkoglo og Jason Richardson til liðs við félagið.

Vandræðagemlingurinn Arenas kemur frá Washington og þeir Turkoglu og Richardson frá Phoenix Suns.

Rashard Lewis fór til Washington í skiptunum og Orlando sendi þá Vince Carter, Mickael Pietrus og Marcin Gortat til Phoenix.

Orlando fékk einnig Earl Clark frá Phoenix en liðið hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum og eru dottnir úr efsta sæti í það fjórða í Austurdeildinni þar sem að Miami og Boston hafa verið sjóðandi heit á sama tíma.

Turkoglu, sem er tyrkneskur landsliðsmaður, lék áður með Orlando áður en hann fór til Toronto Raptors fyrir tveimur árum en hann staldraði stutt við i Kanada eða í eitt ár.

Richardson og Arenas voru samherjar hjá Golden State Warriors og þeir ættu því að ná vel saman það sem eftir er keppnistímabilsins.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×