Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur boðað til blaðamannafundar klukkan hálf sex í dag.
Friðrik Smári Björgvinsson yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar staðfestir í samtali við Vísi að efni fundarins er vegna nýjustu framvindu í rannsókn á morðinu á Hannesi Þór Helgasyni.
Fjallað verður um fundinn á Vísi og í kvöldfréttum Stöðvar 2.