Yljandi jólaglöggskaffi 1. janúar 2010 00:01 Sonja Björk Grant. Fátt er betra á kaldri aðventunni en sopi af heitum drykk. Sonja Björk Grant hjá Kaffismiðjunni kann uppskrift að jólakaffi með hrásykri og negulnöglum. Sonja segir jólakaffið í anda jólaglöggs en það er hins vegar ættað frá Mexíkó. "Það er skemmtilegt og ögrandi verkefni að útbúa jóladrykki í anda kaffiræktunarlandanna. En þau lönd gefa okkur nýja sýn á samsetningu mismunandi hráefna." Kaffismiðjan sem Sonja er annar eigandi að hefur búið til jóladrykk í tilefni aðventunnar og hugmyndin á bak við hann er að hægt sé að gera hann heima hjá sér. Hún segir kaffidrykkinn hafa ferðast upp í sumarbústað og jafnvel upp á hálendið en hann er upplagður fyrir vinafagnaði sem og notalega stund yfir jólakortsskrifum. Kaffidrykkurinn er einnig mjög góður kaldur.- kg Jóladrykkir Jólafréttir Mest lesið Súkkulaðikransatoppar Jól Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Gleymir að kaupa jólatré Jól Óþarfi að flækja málin Jól Hráfæðissæla með jarðarberjakremi og ferskum berjum Jólin Sálmur 81 - Guðs kristni í heimi Jól Fyrir þá sem hafa tíu þumalfingur Jól Jólahald bræðranna á Kollaleiru Jól Gyðingakökur Jól Amerískar smákökur Jól
Fátt er betra á kaldri aðventunni en sopi af heitum drykk. Sonja Björk Grant hjá Kaffismiðjunni kann uppskrift að jólakaffi með hrásykri og negulnöglum. Sonja segir jólakaffið í anda jólaglöggs en það er hins vegar ættað frá Mexíkó. "Það er skemmtilegt og ögrandi verkefni að útbúa jóladrykki í anda kaffiræktunarlandanna. En þau lönd gefa okkur nýja sýn á samsetningu mismunandi hráefna." Kaffismiðjan sem Sonja er annar eigandi að hefur búið til jóladrykk í tilefni aðventunnar og hugmyndin á bak við hann er að hægt sé að gera hann heima hjá sér. Hún segir kaffidrykkinn hafa ferðast upp í sumarbústað og jafnvel upp á hálendið en hann er upplagður fyrir vinafagnaði sem og notalega stund yfir jólakortsskrifum. Kaffidrykkurinn er einnig mjög góður kaldur.- kg
Jóladrykkir Jólafréttir Mest lesið Súkkulaðikransatoppar Jól Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Gleymir að kaupa jólatré Jól Óþarfi að flækja málin Jól Hráfæðissæla með jarðarberjakremi og ferskum berjum Jólin Sálmur 81 - Guðs kristni í heimi Jól Fyrir þá sem hafa tíu þumalfingur Jól Jólahald bræðranna á Kollaleiru Jól Gyðingakökur Jól Amerískar smákökur Jól