Okkur skjátlaðist Guðmundur Andri Thorsson skrifar 13. desember 2010 09:42 Um það er þarflaust að þrefa: Okkur skjátlaðist. Við, þessi minnihluti landsmanna sem vildum ljúka Icesave-málinu um síðustu áramót, fá þetta út úr heiminum og halda áfram út úr kreppunni með hjálp annarra þjóða - okkur skjátlaðist, við paníkeruðum. Samningurinn sem nú liggur fyrir í Icesave-málinu er svo miklu hagstæðari en sá sem þá lá fyrir að um það er þarflaust að þrefa heldur ættum við að gleðjast og þakka þeim sem náðu fram svo miklu hagfelldari niðurstöðu - ekki síst forsetanum. Vera kann að á móti komi tjón vegna frosinna lánamarkaða - þótt ef til sé það lánafrost líka viss blessun því að engar virkjanaframkvæmdir hafa fyrir vikið orðið og engin lán verið tekin í ámóta hálfvitagang - og forsendur hafa breyst en það breytir engu: Okkur skjátlaðist. Hvers vegna tók maður þessa afstöðu? Manni fannst þetta vera áhættuhegðun, dans á hengifluginu, ofmat á eigin stöðu og glannaskapur að hætti útrásarvíkinga, sem maður tengdi einmitt við forsetann. Öll forsaga málsins glapti manni sýn. Maður hafði hyldjúpa vantrú á íslenskum lagaspekingum og öllum þeirra fráleitu og keyptu lögfræðiálitum. Og maður var með hálfgert ógeð á þeim hugsunarhætti að íslenskur banki gæti með ríkisábyrgð látið greipar sópa um sparifé fólks í útlöndum, peninga líknarfélaga og sveitarfélaga og síðan bara sagt: Úpps! Tryggingarsjóðurinn sem okkur bar að koma á fót er tómur! Æ-æ. Verst fyrir ykkur... Maður hugsaði: við getum ekki átt þjóðarhagsmuni okkar undir dómgreind þeirra manna sem bjuggu þessi ósköp til. Fyrir vikið yfirsást manni að íslenska þjóðin hafði vissan málstað í þessu máli, lagalegan og siðferðilegan. Hún hafði að vísu fengið sitt sparifé tryggt þegar bankarnir féllu með neyðarlögum en það var hins vegar engin sanngirni í því fólgin að láta hana sitja eina uppi með skaðann af Icesave-reikningunum: þótt allt eftirlit hafi brugðist þegar þeir voru stofnaðir, eftirlit kjörinna trúnaðarmanna þjóðarinnar, þá var skaðinn hér einfaldlega svo yfirþyrmandi.Leikur með fjöreggið Icesave var leikur með fjöregg þjóðarinnar. Af einbeittu gáleysi var Landsbankamönnum leyft að stofna innlánsreikninga í Englandi fyrst og síðan Hollandi með fáránlegum yfirboðum á vöxtum, enda höfðu aðrar lánaleiðir lokast bankanum þegar hér var komið sögu. Manni fannst að það þyrfti að hreinsa nafn Íslands. Manni þótti sem Landsbankamenn hefðu dregið í svaðið það góða orð sem þá fór enn af Íslendingum, þökk sé því íslenska fólki sem lifað hefur og starfað víða um heim á umliðnum áratugum við góðan orðstír þrátt fyrir allt. Þetta góða nafn var markvisst notað í Icesave-herferðum Landsbankans með þeim afleiðingum að manni þótti ríða á að sýnt væri fram á að Íslendingar væru ekki samviskulausir kennitöluflakkarar heldur vildu standa við skuldbindingar sínar. Þetta var ekki þrælslund heldur löngun til að sýna fram á að Íslendingar væru siðaðar manneskjur sem hægt væri að eiga samskipti og viðskipti við. Maður hafði áhyggjur af framtíð landsins myndi það lokast - maður hafði áhyggjur af börnum sínum og því að þegar fram liðu stundir yrði Ísland einangrað og fátækt land þar sem réðu grillur um eigið ágæti og mikilvægi: eitt allsherjar Urðarsel. Icesave er afurð Sjálfstæðisflokksins sem afhenti vildarmönnum á silfurfati banka sem tók þá sex ár að setja í þrot með óvenju miklum tilþrifum. Í Icesave-deild bankans starfaði gjörvöll ungliðadeild Sjálfstæðisflokksins og það voru helstu innherjar flokksins sem gerðu fyrsta og versta Icesave-samninginn. Þegar Sjálfstæðismenn tóku svo í stjórnarandstöðu að æpa um að við þyrftum ekkert að borga lét maður sér fátt um slíkt skrum finnast. En þá gleymdi maður því að Íslendingar áttu sér málstað jafnvel þótt Icesave-peningar hefðu flætt um íslenskt þjóðlíf og átt sinn þátt í að viðhalda falskri kaupgetu með glórulausri lánastarfsemi til fólks sem engar forsendur hafði til að geta borgað af lánunum í eðlilegu árferði. Hér varð kerfishrun. Og eins og sá ágæti söngvari og tollari, Guðbjörn Guðbjörnsson, minnir á í nýlegu bloggi þá viðurkenndi sjálfur fjármálaráðherra Hollands, Wouter Bros í ræðu þann 3. mars 2009, að tilskipun ESB um innlánstryggingar ætti ekki við í slíkum tilvikum. Þetta skiptir máli. Þó að íslenskur almenningur hafi „notið góðs" af Icesave-peningum þá má það heita ljóst að þjóðin hafði ekki forsendur til að átta sig á því hvers konar starfsemi fór fram innan Landsbankans og ber ekki siðferðilega ábyrgð á henni. Það gera hins vegar menn sem enn ganga lausir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Um það er þarflaust að þrefa: Okkur skjátlaðist. Við, þessi minnihluti landsmanna sem vildum ljúka Icesave-málinu um síðustu áramót, fá þetta út úr heiminum og halda áfram út úr kreppunni með hjálp annarra þjóða - okkur skjátlaðist, við paníkeruðum. Samningurinn sem nú liggur fyrir í Icesave-málinu er svo miklu hagstæðari en sá sem þá lá fyrir að um það er þarflaust að þrefa heldur ættum við að gleðjast og þakka þeim sem náðu fram svo miklu hagfelldari niðurstöðu - ekki síst forsetanum. Vera kann að á móti komi tjón vegna frosinna lánamarkaða - þótt ef til sé það lánafrost líka viss blessun því að engar virkjanaframkvæmdir hafa fyrir vikið orðið og engin lán verið tekin í ámóta hálfvitagang - og forsendur hafa breyst en það breytir engu: Okkur skjátlaðist. Hvers vegna tók maður þessa afstöðu? Manni fannst þetta vera áhættuhegðun, dans á hengifluginu, ofmat á eigin stöðu og glannaskapur að hætti útrásarvíkinga, sem maður tengdi einmitt við forsetann. Öll forsaga málsins glapti manni sýn. Maður hafði hyldjúpa vantrú á íslenskum lagaspekingum og öllum þeirra fráleitu og keyptu lögfræðiálitum. Og maður var með hálfgert ógeð á þeim hugsunarhætti að íslenskur banki gæti með ríkisábyrgð látið greipar sópa um sparifé fólks í útlöndum, peninga líknarfélaga og sveitarfélaga og síðan bara sagt: Úpps! Tryggingarsjóðurinn sem okkur bar að koma á fót er tómur! Æ-æ. Verst fyrir ykkur... Maður hugsaði: við getum ekki átt þjóðarhagsmuni okkar undir dómgreind þeirra manna sem bjuggu þessi ósköp til. Fyrir vikið yfirsást manni að íslenska þjóðin hafði vissan málstað í þessu máli, lagalegan og siðferðilegan. Hún hafði að vísu fengið sitt sparifé tryggt þegar bankarnir féllu með neyðarlögum en það var hins vegar engin sanngirni í því fólgin að láta hana sitja eina uppi með skaðann af Icesave-reikningunum: þótt allt eftirlit hafi brugðist þegar þeir voru stofnaðir, eftirlit kjörinna trúnaðarmanna þjóðarinnar, þá var skaðinn hér einfaldlega svo yfirþyrmandi.Leikur með fjöreggið Icesave var leikur með fjöregg þjóðarinnar. Af einbeittu gáleysi var Landsbankamönnum leyft að stofna innlánsreikninga í Englandi fyrst og síðan Hollandi með fáránlegum yfirboðum á vöxtum, enda höfðu aðrar lánaleiðir lokast bankanum þegar hér var komið sögu. Manni fannst að það þyrfti að hreinsa nafn Íslands. Manni þótti sem Landsbankamenn hefðu dregið í svaðið það góða orð sem þá fór enn af Íslendingum, þökk sé því íslenska fólki sem lifað hefur og starfað víða um heim á umliðnum áratugum við góðan orðstír þrátt fyrir allt. Þetta góða nafn var markvisst notað í Icesave-herferðum Landsbankans með þeim afleiðingum að manni þótti ríða á að sýnt væri fram á að Íslendingar væru ekki samviskulausir kennitöluflakkarar heldur vildu standa við skuldbindingar sínar. Þetta var ekki þrælslund heldur löngun til að sýna fram á að Íslendingar væru siðaðar manneskjur sem hægt væri að eiga samskipti og viðskipti við. Maður hafði áhyggjur af framtíð landsins myndi það lokast - maður hafði áhyggjur af börnum sínum og því að þegar fram liðu stundir yrði Ísland einangrað og fátækt land þar sem réðu grillur um eigið ágæti og mikilvægi: eitt allsherjar Urðarsel. Icesave er afurð Sjálfstæðisflokksins sem afhenti vildarmönnum á silfurfati banka sem tók þá sex ár að setja í þrot með óvenju miklum tilþrifum. Í Icesave-deild bankans starfaði gjörvöll ungliðadeild Sjálfstæðisflokksins og það voru helstu innherjar flokksins sem gerðu fyrsta og versta Icesave-samninginn. Þegar Sjálfstæðismenn tóku svo í stjórnarandstöðu að æpa um að við þyrftum ekkert að borga lét maður sér fátt um slíkt skrum finnast. En þá gleymdi maður því að Íslendingar áttu sér málstað jafnvel þótt Icesave-peningar hefðu flætt um íslenskt þjóðlíf og átt sinn þátt í að viðhalda falskri kaupgetu með glórulausri lánastarfsemi til fólks sem engar forsendur hafði til að geta borgað af lánunum í eðlilegu árferði. Hér varð kerfishrun. Og eins og sá ágæti söngvari og tollari, Guðbjörn Guðbjörnsson, minnir á í nýlegu bloggi þá viðurkenndi sjálfur fjármálaráðherra Hollands, Wouter Bros í ræðu þann 3. mars 2009, að tilskipun ESB um innlánstryggingar ætti ekki við í slíkum tilvikum. Þetta skiptir máli. Þó að íslenskur almenningur hafi „notið góðs" af Icesave-peningum þá má það heita ljóst að þjóðin hafði ekki forsendur til að átta sig á því hvers konar starfsemi fór fram innan Landsbankans og ber ekki siðferðilega ábyrgð á henni. Það gera hins vegar menn sem enn ganga lausir.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun