Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir, Katrín Sigurðardóttir, Laufey Elísabet Gissurardóttir, Steinunn Bergmann og Þóra Leósdóttir skrifa 23. október 2025 13:00 Stundin er runnin upp! Þann 24. október eru 50 ár liðin frá kvennafrídeginum 1975 en þá þustu konur þessa lands út á göturnar, kröfðust launajafnréttis og að störf þeirra, launuð jafnt sem ólaunuð yrðu metin að verðleikum. Hvaða árangur hefur náðst? Konur hafa að jafnaði 20% minni tekjur en karlar og þær eru líklegri til að vera í hlutastörfum til að geta sinnt ólaunuðum og ósýnilegum heimilis- og umönnunarstörfum innan fjölskyldunnar. Ævitekjur kvenna eru því mun minni en karla – þar munar um tugi milljóna króna. Heilbrigðisstéttir innan BHM hafa alla jafna 4-6 ára háskólamenntun að baki. Verulegur hluti námsins er verklegur og fer fram á vettvangi stofnana og fyrirtækja sem sinna félags- og heilbrigðisþjónustu. Að loknu námi er krafist starfsleyfis frá Embætti landlæknis og um heilbrigðisstarfsfólk gilda sérstök lög ólíkt mörgum öðrum fagstéttum. Það má því segja að heilbrigðisstéttir hafi ríkari skyldur í störfum sínum en almennt gerist – og þó nú væri. Nýleg skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, um virði háskólamenntunar sýnir, svo ekki verður um villst að fagfólk í heilbrigðisgreinum fær ekki laun í samræmi við menntun. Þetta er gömul saga og ný. Gömlu fréttirnar eru líka þær að kvennastéttirnar, svonefndar einkeypisstéttir fá lægstu launin. Þar virka engin markaðslögmál og lítið sem ekkert hefur breyst. Það að launa hefðbundnar kvennastéttir til jafns á við karlastéttir er pólitísk ákvörðun og tæknileg útfærsla. Viðhorfin virðast vega þungt í þessum efnum – er það þess vegna sem leiðrétting launa gengur svona hægt? Háskólamenntaðar konur þéna almennt á við karla með stúdentspróf yfir starfsævina, sem endurspeglar vanmat á námi og mikilvægi starfanna sem um ræðir. Kvennastéttirnar halda nefnilega uppi velferðarkerfunum! Afleiðingin er sú að ungt fólk sér ekki hag í að mennta sig til starfa í félags- og heilbrigðiskerfinu. Það er skortur á fagmenntuðu heilbrigðisstarfsfólki og með hækkandi aldri þjóðarinnar mun eftirspurnin aukast til muna. Það er ekki nóg að innleiða fjarheilbrigðisþjónustu og aðrar tæknilausnir til að svara þjónustuþörfinni – það hefur nefnilega sýnt sig að mannlegi þátturinn og fagmennskan þarf að fylgja. Þetta sýna rannsóknir, til dæmis þegar um ýmis konar velferðartækni er að ræða. Kerfin okkar eru ósjálfbær eins og staðan er í dag. Við erum stödd í velferðarkreppu og við vitum það öll, stjórnvöld vita það líka en virðast loka augum og eyrum. Hvað hyggjast stjórnvöld gera til að auka aðsókn í nám í heilbrigðisgreinum? Það er bæði mönnunarvandi og nýliðunarvandi í mörgum af þessum fagstéttum. Það er deginum ljósara að laun og kjör þurfa að endurspegla ábyrgð, álag og ríkar kröfur um faglega færni. Þekkt er að stöðug upplifun af vanmati á virði starfa heilbrigðisstarfsfólks eykur hættu á heilsubresti og kulnun í vinnunni. Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir formaður Félags lífeindafræðinga Katrín Sigurðardóttir formaður Félags geislafræðinga Laufey Elísabet Gissurardóttir formaður Þroskaþjálfafélags Íslands Steinunn Bergmann formaður Félagsráðgjafafélags Íslands Þóra Leósdóttir formaður Iðjuþjálfafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Stundin er runnin upp! Þann 24. október eru 50 ár liðin frá kvennafrídeginum 1975 en þá þustu konur þessa lands út á göturnar, kröfðust launajafnréttis og að störf þeirra, launuð jafnt sem ólaunuð yrðu metin að verðleikum. Hvaða árangur hefur náðst? Konur hafa að jafnaði 20% minni tekjur en karlar og þær eru líklegri til að vera í hlutastörfum til að geta sinnt ólaunuðum og ósýnilegum heimilis- og umönnunarstörfum innan fjölskyldunnar. Ævitekjur kvenna eru því mun minni en karla – þar munar um tugi milljóna króna. Heilbrigðisstéttir innan BHM hafa alla jafna 4-6 ára háskólamenntun að baki. Verulegur hluti námsins er verklegur og fer fram á vettvangi stofnana og fyrirtækja sem sinna félags- og heilbrigðisþjónustu. Að loknu námi er krafist starfsleyfis frá Embætti landlæknis og um heilbrigðisstarfsfólk gilda sérstök lög ólíkt mörgum öðrum fagstéttum. Það má því segja að heilbrigðisstéttir hafi ríkari skyldur í störfum sínum en almennt gerist – og þó nú væri. Nýleg skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, um virði háskólamenntunar sýnir, svo ekki verður um villst að fagfólk í heilbrigðisgreinum fær ekki laun í samræmi við menntun. Þetta er gömul saga og ný. Gömlu fréttirnar eru líka þær að kvennastéttirnar, svonefndar einkeypisstéttir fá lægstu launin. Þar virka engin markaðslögmál og lítið sem ekkert hefur breyst. Það að launa hefðbundnar kvennastéttir til jafns á við karlastéttir er pólitísk ákvörðun og tæknileg útfærsla. Viðhorfin virðast vega þungt í þessum efnum – er það þess vegna sem leiðrétting launa gengur svona hægt? Háskólamenntaðar konur þéna almennt á við karla með stúdentspróf yfir starfsævina, sem endurspeglar vanmat á námi og mikilvægi starfanna sem um ræðir. Kvennastéttirnar halda nefnilega uppi velferðarkerfunum! Afleiðingin er sú að ungt fólk sér ekki hag í að mennta sig til starfa í félags- og heilbrigðiskerfinu. Það er skortur á fagmenntuðu heilbrigðisstarfsfólki og með hækkandi aldri þjóðarinnar mun eftirspurnin aukast til muna. Það er ekki nóg að innleiða fjarheilbrigðisþjónustu og aðrar tæknilausnir til að svara þjónustuþörfinni – það hefur nefnilega sýnt sig að mannlegi þátturinn og fagmennskan þarf að fylgja. Þetta sýna rannsóknir, til dæmis þegar um ýmis konar velferðartækni er að ræða. Kerfin okkar eru ósjálfbær eins og staðan er í dag. Við erum stödd í velferðarkreppu og við vitum það öll, stjórnvöld vita það líka en virðast loka augum og eyrum. Hvað hyggjast stjórnvöld gera til að auka aðsókn í nám í heilbrigðisgreinum? Það er bæði mönnunarvandi og nýliðunarvandi í mörgum af þessum fagstéttum. Það er deginum ljósara að laun og kjör þurfa að endurspegla ábyrgð, álag og ríkar kröfur um faglega færni. Þekkt er að stöðug upplifun af vanmati á virði starfa heilbrigðisstarfsfólks eykur hættu á heilsubresti og kulnun í vinnunni. Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir formaður Félags lífeindafræðinga Katrín Sigurðardóttir formaður Félags geislafræðinga Laufey Elísabet Gissurardóttir formaður Þroskaþjálfafélags Íslands Steinunn Bergmann formaður Félagsráðgjafafélags Íslands Þóra Leósdóttir formaður Iðjuþjálfafélags Íslands
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun