Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar 23. október 2025 09:30 Þegar frelsið reynist flóknara en fangelsið Þegar einstaklingur lýkur afplánun ætti nýr kafli að hefjast, en oftar en ekki stendur hann frammi fyrir samfélagi sem er ekki tilbúið að taka á móti honum. Þrátt fyrir að hafa tekið út sína refsingu bíður fólk oft í tómarúmi eftir fangelsisvist: án atvinnu, án stuðnings og án raunverulegra tækifæra. Kerfið sem ætti að stuðla að endurhæfingu virðist í mörgum tilfellum viðhalda útilokun. Sem nemandi í félagsfræði við Menntaskólann við Sund ákvað ég að tileinka lokaverkefnið mitt viðkvæmu og mikilvægu málefni – lífi einstaklinga eftir afplánun. Ég vildi varpa ljósi á áskoranir sem fólk stendur frammi fyrir þegar það reynir að aðlagast samfélaginu á ný, og kanna hvernig við sem samfélag getum stutt betur við þau. Til að öðlast dýpri skilning tók ég viðtal við Guðmund Inga Þóroddsson, fyrrum fanga og formann Afstöðu, og framkvæmdi einnig rafræna könnun meðal almennings. Niðurstöðurnar leiddu í ljós alvarlegar hindranir sem standa í vegi fyrir raunverulegri endurhæfingu – og minna okkur öll á að frelsið eitt og sér dugar ekki til. Einangrun og fordómar í stað tækifæra Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að félagsleg einangrun, stimplun og skortur á raunverulegum stuðningi eru helstu hindranir í vegi fyrrum fanga sem reyna að hefja nýtt líf. Um 46% þátttakenda í könnuninni töldu að samfélagið tæki frekar illa á móti fyrrum föngum. Aðeins 1% taldi að tekið væri vel á móti þeim. Guðmundur lýsir því hvernig lífið innan fangelsis er mótandi, þar sem einstaklingur er sviptur sjálfræði og þarf ekki að taka eigin ákvarðanir. Þegar frelsið kemur til baka fylgir því yfirþyrmandi ábyrgð og óöryggi. „Það er eins og að losna úr leikskóla og þurfa að reka fyrirtæki daginn eftir,“ segir hann. Þessi lýsing endurspeglar hversu mikilvægt er að stuðningur fylgi einstaklingum út úr fangelsi, ekki aðeins í fyrstu viku heldur langtímabundið. Samfélagslegt taumhald og stimplun Fræðilegur grunnur rannsóknarinnar byggir m.a. á stimplunarkenningum og álagskenningum. Þær sýna að þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“er erfitt að losna við hann. Þetta getur valdið vítahring þar sem einstaklingar einangrast, missa tengsl og treysta síður á opinber kerfi, sem aftur eykur líkur á endurteknum brotum. Álagskenningar sýna hvernig einstaklingar, sem skortir lögmætar leiðir til að ná markmiðum sínum, kunna að leita í aðra farvegi, jafnvel aftur í afbrot. Þegar atvinnuleysi, húsnæðisskortur og fordómar leggjast saman er erfitt að fóta sig, jafnvel með mikinn vilja til þess. Menntun og ráðgjöf sem lausn Þrátt fyrir að það séu til úrræði eins og meðferðir og námsmöguleikar, sýna niðurstöður að þau eru oft illa aðgengilegir og nýtast aðeins fáum. Mikilvægt er að bjóða sérsniðinn einstaklingsmiðaðan stuðning, ekki bara almenna þjónustu sem virkar illa fyrir hópa sem glíma við áföll, stimplun og áratuga einangrun. Þegar spurt var hvað myndi hjálpa mest, svöruðu flestir „ráðgjöf“og „félagslegur stuðningur“. Menntun og atvinnumöguleikar komu einnig sterk inn. Þetta samsvarar reynslu Guðmundar, sem hóf háskólanám í fangelsi og segir menntun hafa verið lykilþáttur í hans bata og samfélagslegri endurkomu. Hver ber ábyrgðina? Rúmlega 75% þátttakenda töldu að samfélagið bæri einhverja ábyrgð á að hjálpa fólki eftir afplánun. Þetta er mikilvægt. Of lengi hefur áherslan verið á einstaklinginn sjálfan, að hann þurfi bara að „taka sig á“. En þegar kerfið sjálft byggir upp hindranir, fordóma og útilokun, þá er erfitt að gera það einn. Við þurfum að horfa á endurhæfingu sem sameiginlegt verkefni, þar sem bæði kerfi, stofnanir og við sem einstaklingar tökum þátt í að skapa betri skilyrði fyrir fólk sem vill breyta lífi sínu. Við þurfum nýja sýn Fangelsi eru ekki aðeins staður refsingar, heldur ættu þau að vera vettvangur breytinga. En ef samfélagið lokar á endurkomu einstaklinga sem hafa lokið sinni refsingu, með fordómum, atvinnuleysi og félagslegri útskúfun, þá svíkjum við bæði einstaklingana og okkur sjálf. Í stað þess að spyrja: „Á hann skilið annað tækifæri? “ ættum við að spyrja: „Hvernig getum við komið í veg fyrir að fleiri verði fórnarlömb glæpa? “ Það hlýtur að vera betra fyrir bæði þá sem brjóta af sér og samfélagið í heild þar sem glæpir, endurkoma í fangelsi og brotaþolendur verða færri? Við höfum val. Annað hvort viðhöldum við refsigleði og útilokun, eða við byggjum upp samfélag þar sem fólk fær raunverulega annað tækifæri. Hvað ætlar þú að gera? Höfundur er nremandi í félagsfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Þegar frelsið reynist flóknara en fangelsið Þegar einstaklingur lýkur afplánun ætti nýr kafli að hefjast, en oftar en ekki stendur hann frammi fyrir samfélagi sem er ekki tilbúið að taka á móti honum. Þrátt fyrir að hafa tekið út sína refsingu bíður fólk oft í tómarúmi eftir fangelsisvist: án atvinnu, án stuðnings og án raunverulegra tækifæra. Kerfið sem ætti að stuðla að endurhæfingu virðist í mörgum tilfellum viðhalda útilokun. Sem nemandi í félagsfræði við Menntaskólann við Sund ákvað ég að tileinka lokaverkefnið mitt viðkvæmu og mikilvægu málefni – lífi einstaklinga eftir afplánun. Ég vildi varpa ljósi á áskoranir sem fólk stendur frammi fyrir þegar það reynir að aðlagast samfélaginu á ný, og kanna hvernig við sem samfélag getum stutt betur við þau. Til að öðlast dýpri skilning tók ég viðtal við Guðmund Inga Þóroddsson, fyrrum fanga og formann Afstöðu, og framkvæmdi einnig rafræna könnun meðal almennings. Niðurstöðurnar leiddu í ljós alvarlegar hindranir sem standa í vegi fyrir raunverulegri endurhæfingu – og minna okkur öll á að frelsið eitt og sér dugar ekki til. Einangrun og fordómar í stað tækifæra Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að félagsleg einangrun, stimplun og skortur á raunverulegum stuðningi eru helstu hindranir í vegi fyrrum fanga sem reyna að hefja nýtt líf. Um 46% þátttakenda í könnuninni töldu að samfélagið tæki frekar illa á móti fyrrum föngum. Aðeins 1% taldi að tekið væri vel á móti þeim. Guðmundur lýsir því hvernig lífið innan fangelsis er mótandi, þar sem einstaklingur er sviptur sjálfræði og þarf ekki að taka eigin ákvarðanir. Þegar frelsið kemur til baka fylgir því yfirþyrmandi ábyrgð og óöryggi. „Það er eins og að losna úr leikskóla og þurfa að reka fyrirtæki daginn eftir,“ segir hann. Þessi lýsing endurspeglar hversu mikilvægt er að stuðningur fylgi einstaklingum út úr fangelsi, ekki aðeins í fyrstu viku heldur langtímabundið. Samfélagslegt taumhald og stimplun Fræðilegur grunnur rannsóknarinnar byggir m.a. á stimplunarkenningum og álagskenningum. Þær sýna að þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“er erfitt að losna við hann. Þetta getur valdið vítahring þar sem einstaklingar einangrast, missa tengsl og treysta síður á opinber kerfi, sem aftur eykur líkur á endurteknum brotum. Álagskenningar sýna hvernig einstaklingar, sem skortir lögmætar leiðir til að ná markmiðum sínum, kunna að leita í aðra farvegi, jafnvel aftur í afbrot. Þegar atvinnuleysi, húsnæðisskortur og fordómar leggjast saman er erfitt að fóta sig, jafnvel með mikinn vilja til þess. Menntun og ráðgjöf sem lausn Þrátt fyrir að það séu til úrræði eins og meðferðir og námsmöguleikar, sýna niðurstöður að þau eru oft illa aðgengilegir og nýtast aðeins fáum. Mikilvægt er að bjóða sérsniðinn einstaklingsmiðaðan stuðning, ekki bara almenna þjónustu sem virkar illa fyrir hópa sem glíma við áföll, stimplun og áratuga einangrun. Þegar spurt var hvað myndi hjálpa mest, svöruðu flestir „ráðgjöf“og „félagslegur stuðningur“. Menntun og atvinnumöguleikar komu einnig sterk inn. Þetta samsvarar reynslu Guðmundar, sem hóf háskólanám í fangelsi og segir menntun hafa verið lykilþáttur í hans bata og samfélagslegri endurkomu. Hver ber ábyrgðina? Rúmlega 75% þátttakenda töldu að samfélagið bæri einhverja ábyrgð á að hjálpa fólki eftir afplánun. Þetta er mikilvægt. Of lengi hefur áherslan verið á einstaklinginn sjálfan, að hann þurfi bara að „taka sig á“. En þegar kerfið sjálft byggir upp hindranir, fordóma og útilokun, þá er erfitt að gera það einn. Við þurfum að horfa á endurhæfingu sem sameiginlegt verkefni, þar sem bæði kerfi, stofnanir og við sem einstaklingar tökum þátt í að skapa betri skilyrði fyrir fólk sem vill breyta lífi sínu. Við þurfum nýja sýn Fangelsi eru ekki aðeins staður refsingar, heldur ættu þau að vera vettvangur breytinga. En ef samfélagið lokar á endurkomu einstaklinga sem hafa lokið sinni refsingu, með fordómum, atvinnuleysi og félagslegri útskúfun, þá svíkjum við bæði einstaklingana og okkur sjálf. Í stað þess að spyrja: „Á hann skilið annað tækifæri? “ ættum við að spyrja: „Hvernig getum við komið í veg fyrir að fleiri verði fórnarlömb glæpa? “ Það hlýtur að vera betra fyrir bæði þá sem brjóta af sér og samfélagið í heild þar sem glæpir, endurkoma í fangelsi og brotaþolendur verða færri? Við höfum val. Annað hvort viðhöldum við refsigleði og útilokun, eða við byggjum upp samfélag þar sem fólk fær raunverulega annað tækifæri. Hvað ætlar þú að gera? Höfundur er nremandi í félagsfræði.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun