Lífið

Angelina á enga vini

Angelina Jolie.MYND/Cover Media
Angelina Jolie.MYND/Cover Media

Angelina Jolie á ekki margar vinkonur eða vini sem hún leitar til. Ef hún þarf á vini að halda þá er unnusti hennar, leikarinn Brad Pitt, til staðar fyrir hana.

Leikkonan, sem er stödd í Pakistan, viðurkennir að hlutverk hennar er einmanalegt því hún á fáa vini sem hún getur treyst.

Angelina Jolie er velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna og heimsækir flóðasvæðin í Pakistan þar sem hún vekur athygli á ástandinu og reynir að hafa áhrif.

Angelina og Brad eiga sex börn en hún þolir ekki að vera í burtu frá fjölskyldunni.

„Ég tala við fjölskylduna þegar ég þarf á því að halda," sagði Angelina spuð hvernig hún tekst á við einveruna á ferðlögum líkt og þessu.

„En ég viðurkenni að ég á ekki marga vini sem ég get rætt við. Hann (Brad) er í rauninni eina manneskjan sem ég tala við."

Þrátt fyrir söknuðinn þá eru börnin í góðum höndum. Áður en Angelina lagði af stað í þessa ferð lagði hún mikla áherslu á að útskýra tilganginn fyrir börnunum.

Lífið á Vísi er best geymda leyndarmálið á Facebook. Spjall, spádómar og stjörnumerkjapælingar.


Tengdar fréttir

Íslendingur vinnur náið með Angelinu

Jón Björvinsson starfar sem kvikmyndatökumaður og ljósmyndari um allan heim meðal annars á vegum Flóttamannastofnunarinnar. Hann starfar náið með leikkonunni Angelinu Jolie eins og sjá má

Angelina Jolie heimsótti flóðasvæðin í Pakistan

Angelina Jolie velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna heimsótti flóðasvæðin í Pakistan í dag og vottaði þeim sem eiga um sárt að binda vegna náttúruhamfaranna virðingu sína.

Agnarsöfnuður gerir allt vitlaust

Undanfarna daga hefur maður gengið undir manns hönd við að fá bandarískan kirkjusöfnuð til að hætta við að brenna kóraninn næstkomandi laugardag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×