Körfubolti

NBA í nótt: Kobe heitur í sigri Lakers

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kobe Bryant í leiknum í nótt.
Kobe Bryant í leiknum í nótt. Mynd/AP

LA Lakers vann Washington, 103-89, í NBA-deildinni í nótt þar sem Kobe Bryant skoraði tólf stig í röð í þriðja leikhluta.

Lakers stakk af á þeim leikkafla þar sem liðið skoraði sautján stig gegn aðeins tveimur frá Washington. Alls skoraði Bryant sextán af 24 stigum sínum í þriðja leikhlutanum.

Bryant klikkaði reyndar á þremur vítaskotum í röð þegar brotið var á honum utan þriggja stiga línunnar. Hann sagði að það hefði aldrei áður gerst á hans ferli í körfubolta.

Það kveikti þó heldur betur í honum þar sem að Bryant setti niður þrjá þrista síðar í leikhlutanum og fór svo aftur á vítalínuna þar sem hann setti niður öll þrjú vítaköstin sem hann fékk.

Pau Gasol var með sextán stig og sjö stoðsendingar fyrir Lakers og Lamar Odom átján stig og tíu fráköst. Shannon Brown var með setán stig.

Nick Young var stigahæstur hjá Washington með 21 stig.

Charlotte vann Toronto, 97-91. Nazr Mohammed var með átján stig og átta fráköst fyrir Charlotte.

Denver vann Orlando, 111-94, þar sem Carmelo Anthony fór á kostum og skoraði 35 stig og tók ellefu fráköst.

Philadelphia vann New Jersey, 82-77. Spencer Hawes var með átján stig fyrir Philadelphia en þetta var fyrsti útisigur liðsins í síðustu níu leikjum.

Houston vann Sacramento, 118-105. Luis Scola var með 23 stig og tíu fráköst fyrir Houston þó svo að hann hafi hvílt í fjórða leikhluta.

Detroit vann Atlanta, 103-80. Richard Hamilton skoraði 24 stig fyrir Detroit.

Golden State vann Minnesota, 108-99. Monta Ellis skoraði 34 stig fyrir Golden State og Reggie Williams 26. Golden State hafði tapað sjö leikjum í röð fyrir þennan.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×