Körfubolti

John Wall valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wall er hér með David Stern í nótt.
Wall er hér með David Stern í nótt.

Bakvörðurinn John Wall frá Kentucky-háskólanum var í nótt valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar. Það var Washington Wizards sem nýtti sér fyrsta valrétt til þess að velja leikmanninn efnilega.

Leikmenn frá Kentucky voru annars afar vinsælir í valinu en fimm leikmenn frá skólanum voru á meðal þeirra 30 fyrstu sem voru valdir. Það hefur aldrei áður gerst.

Kentucky-liðið var ótrúlegan vel mannað í vetur en náði samt ekki að komast í Final Four í háskólaboltanum.

"Það hefur verið pressa á mér síðan ég var valinn númer eitt í framhaldsskóla. Þetta verður enn ein áskorunin," sagði Wall brattur eftir valið.

Wall er fyrsti leikmaðurinn frá Kentucky sem er valinn fyrstur og hann fær það verðuga verkefni að koma í púðurfylltan búningsklefa Wizards og reyna að breyta málum þar.

Philadelphia 76ers valdi bakvörðinn Evan Turner frá Ohio State annan í valinu og framherjinn Derrick Favors var valinn þriðji. Hann fer til New Jersey Nets.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×