Veruleg vandræði Valdísar Hjalti Þór Hreinsson skrifar 24. júlí 2010 09:30 Valdís á vellinum í gær. Mynd/Valur Jónatansson Það var þungt hljóð í ríkjandi Íslandsmeistara eftir annan hringinn í Kiðjabergi í gær. Valdís Þóra Jónsdóttir spilaði hringinn á 83 höggum, tólf yfir pari vallarins. „Það gengur bara ekki neitt upp hjá mér,“ sagði Valdís, sem fékk meðal annars tvo tvöfalda skolla. Hún er samtals á átján höggum á yfir pari. „Ég var að slá virkilega illa en ef ég á að taka eitthvað eitt út þá eru það púttin. Það duttu einfaldlega engin pútt hjá mér,“ sagði Valdís sem vissi ekkert af hverju svona illa gengi. Hún játti því að það væri líklega það versta, að vita ekki hvað væri að. Hún viðurkenndi einnig að aðstæður, sem voru virkilega erfiðar í gær, hafi ekki hjálpað til. „En það þýðir ekkert að skýla sér á bakvið það,“ segir Valdís sem er átta höggum á eftir Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. „Þetta er ekkert búið og það getur allt gerst. Ég verð að fara að setja einhver pútt í en ég ætla bara að keyra þetta í gang,“ sagði Valdís ákveðin. Ólafía er með sömu forystu og eftir fyrsta daginn, þrjú högg. Hún endaði hringinn á sínum eina fugli í gær og er tíu höggum yfir pari eftir 36 holur. Berglind Björnsdóttir úr GR er áfram í öðru sætinu en hún lék eins og Ólafía á átta höggum yfir pari í gær. Nína Björk Geirsdóttir lék best í rokinu í gær, á sex höggum yfir pari. Hún er þar með komin upp í þriðja sætið. Golf Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Það var þungt hljóð í ríkjandi Íslandsmeistara eftir annan hringinn í Kiðjabergi í gær. Valdís Þóra Jónsdóttir spilaði hringinn á 83 höggum, tólf yfir pari vallarins. „Það gengur bara ekki neitt upp hjá mér,“ sagði Valdís, sem fékk meðal annars tvo tvöfalda skolla. Hún er samtals á átján höggum á yfir pari. „Ég var að slá virkilega illa en ef ég á að taka eitthvað eitt út þá eru það púttin. Það duttu einfaldlega engin pútt hjá mér,“ sagði Valdís sem vissi ekkert af hverju svona illa gengi. Hún játti því að það væri líklega það versta, að vita ekki hvað væri að. Hún viðurkenndi einnig að aðstæður, sem voru virkilega erfiðar í gær, hafi ekki hjálpað til. „En það þýðir ekkert að skýla sér á bakvið það,“ segir Valdís sem er átta höggum á eftir Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. „Þetta er ekkert búið og það getur allt gerst. Ég verð að fara að setja einhver pútt í en ég ætla bara að keyra þetta í gang,“ sagði Valdís ákveðin. Ólafía er með sömu forystu og eftir fyrsta daginn, þrjú högg. Hún endaði hringinn á sínum eina fugli í gær og er tíu höggum yfir pari eftir 36 holur. Berglind Björnsdóttir úr GR er áfram í öðru sætinu en hún lék eins og Ólafía á átta höggum yfir pari í gær. Nína Björk Geirsdóttir lék best í rokinu í gær, á sex höggum yfir pari. Hún er þar með komin upp í þriðja sætið.
Golf Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira