Eurovision: Íslendingar þurfa að halda næstu keppni 28. maí 2010 03:00 Hera Björk Þórhallsdóttir er umsetin af fjölmiðlafólki á Eurovisionkeppninni í Ósló. Hún segir að Eurovision-keppnin verði haldin á Íslandi á næsta ári. Fréttablaðið/EÁ Þjóðin mun eflaust sitja límd fyrir framan sjónvarpið á laugardagskvöldið þegar úrslitakvöld Eurovision fer fram í Telenor-höllinni. Eflaust voru margir með öndina í hálsinum á þriðjudaginn þegar níu lönd af tíu voru komin áfram í úrslitin. Hera segist sjálf hafa verið alveg pollróleg og hún hefði ekki kosið að hafa þetta á neinn annan hátt. „Það hefði ekki alveg verið nógu töff. Sú staðreynd, að við vorum síðust, er bara vitnisburður um að okkur hafi gengið svolítið vel og orðið á götunni hérna úti er að við höfum unnið okkar riðil. Auðvitað vorum við ægilega ánægð en vorum líka meðvituð um að þessi möguleiki væri alltaf fyrir hendi, að við sætum eftir," segir Hera. En þótt Hera sjálf hafi verið róleg verður ekki sagt hið sama um manninn hennar. Halldór Eiríksson var nánast lamaður af stressi, að sögn Heru. „Hann missti eiginlega bara máttinn fyrir neðan mitti og sat bara," útskýrir Hera og hlær. Sú nýbreytni var höfð á að varpa myndum af keppendum áður en ljósin kviknuðu á stóra sviðinu. Hera segist hafa verið að vinka syni sínum sem sat heima í stofu og síðasta hugsun hennar var, taktu þig saman í andlitinu, stelpa. „Maður heyrði bara hrópin og köllin, áfram Ísland og ég varð bara hrærð," segir Hera. Athygli hefur vakið hversu vel samstilltur íslenski hópurinn er, góður andi svífur yfir vötnum svo eftir er tekið. Hera segir að þar vegi reynslan af svona keppnum þungt. „Ég hef lært það sem bakraddasöngkona í þessum tveimur skiptum sem ég hef tekið þátt að það skiptir öllu máli að vera með fólk sem heldur ró sinni, tekur ekki leiðindaskrif inn á sig og er bara prófessionalt í alla staði," segir söngkonan. Laugardagskvöldið ætlar Hera síðan að gera eftirminnilegt. „Mesta stressið er kannski búið, að komast í úrslitin. Ég hef alveg dásamlega tilfinningu fyrir kvöldinu og ég hef fulla trú á laginu. Ef ég hefði hana ekki þá hefur enginn hana. Ég held að Íslendingar þurfi hreinlega að búa sig undir þá staðreynd að næsta Eurovision-keppni verði haldin heima." freyrgigja@frettabladid.is Eurovision Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
Þjóðin mun eflaust sitja límd fyrir framan sjónvarpið á laugardagskvöldið þegar úrslitakvöld Eurovision fer fram í Telenor-höllinni. Eflaust voru margir með öndina í hálsinum á þriðjudaginn þegar níu lönd af tíu voru komin áfram í úrslitin. Hera segist sjálf hafa verið alveg pollróleg og hún hefði ekki kosið að hafa þetta á neinn annan hátt. „Það hefði ekki alveg verið nógu töff. Sú staðreynd, að við vorum síðust, er bara vitnisburður um að okkur hafi gengið svolítið vel og orðið á götunni hérna úti er að við höfum unnið okkar riðil. Auðvitað vorum við ægilega ánægð en vorum líka meðvituð um að þessi möguleiki væri alltaf fyrir hendi, að við sætum eftir," segir Hera. En þótt Hera sjálf hafi verið róleg verður ekki sagt hið sama um manninn hennar. Halldór Eiríksson var nánast lamaður af stressi, að sögn Heru. „Hann missti eiginlega bara máttinn fyrir neðan mitti og sat bara," útskýrir Hera og hlær. Sú nýbreytni var höfð á að varpa myndum af keppendum áður en ljósin kviknuðu á stóra sviðinu. Hera segist hafa verið að vinka syni sínum sem sat heima í stofu og síðasta hugsun hennar var, taktu þig saman í andlitinu, stelpa. „Maður heyrði bara hrópin og köllin, áfram Ísland og ég varð bara hrærð," segir Hera. Athygli hefur vakið hversu vel samstilltur íslenski hópurinn er, góður andi svífur yfir vötnum svo eftir er tekið. Hera segir að þar vegi reynslan af svona keppnum þungt. „Ég hef lært það sem bakraddasöngkona í þessum tveimur skiptum sem ég hef tekið þátt að það skiptir öllu máli að vera með fólk sem heldur ró sinni, tekur ekki leiðindaskrif inn á sig og er bara prófessionalt í alla staði," segir söngkonan. Laugardagskvöldið ætlar Hera síðan að gera eftirminnilegt. „Mesta stressið er kannski búið, að komast í úrslitin. Ég hef alveg dásamlega tilfinningu fyrir kvöldinu og ég hef fulla trú á laginu. Ef ég hefði hana ekki þá hefur enginn hana. Ég held að Íslendingar þurfi hreinlega að búa sig undir þá staðreynd að næsta Eurovision-keppni verði haldin heima." freyrgigja@frettabladid.is
Eurovision Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira