Um 60 vistmenn í Breiðavík hafa sótt um sanngirnisbætur 1. desember 2010 06:00 Greitt úr málum Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vegna vistheimila, hefur leiðbeint fjölda manna við að útbúa umsóknir um bætur.fréttablaðið/gva Búist er við að um níutíu vistmenn á Breiðavíkurheimilinu krefjist bóta á grundvelli laga um sanngirnisbætur. Lögin voru samþykkt í maí. Í fyrri hluta október var í auglýsingum skorað á þá er dvöldu á Breiðavík á árunum 1952 til 1979 og urðu fyrir illri meðferð eða ofbeldi að lýsa kröfu um skaðabætur. Kröfufrestur er til 26. janúar. Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vegna vistheimila, hefur leiðbeint fjölda manna við að útbúa umsóknir um bætur frá því að hún tók til starfa undir lok september. „Ég er þegar búin að ganga frá um sextíu umsóknum og býst við að um það bil tíu bætist við hjá mér. Svo má reikna með að um tuttugu sendi sínar umsóknir beint til sýslumanns,“ segir Guðrún, en sýslumaðurinn á Siglufirði tekur afstöðu til krafna fyrir hönd ríkisins. 158 dvöldu á Breiðavíkurheimilinu á umræddu tímabili. 81 kom í viðtal við nefnd forsætisráðherra sem rannsakaði starfsemi þess. Talið er að 35 séu látnir. Guðrún segir ekki við því að búast að allir eftirlifandi sæki bætur. „Sumir vilja gleyma og ekkert aðhafast. Ég mun ekki hafa frumkvæði að því að hafa samband við menn. Það er misjafnt hvernig þeir vilja vinna úr þessum atburðum.“ Reiknað er með að sýslumaður úrskurði um bætur fljótlega í febrúar. Uni menn ekki úrskurði sýslumanns geta þeir vísað kröfu sinni til úrskurðarnefndar. Fá þeir lögfræðiaðstoð til að reka mál sitt fyrir nefndinni. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að 235 milljónum króna verði varið til sanngirnisbóta á næsta ári. Í lögum um bæturnar er gert ráð fyrir að fjárhæðir allt að tveimur milljónum króna greiðist út í einu lagi. Bætur umfram tvær milljónir og allt að fjórum milljónum greiðast einu og hálfu ári eftir fyrstu útborgun og bætur umfram fjórar milljónir þremur árum eftir fyrstu útborgun. Guðrún segir að þegar lokið verði við að innkalla og úrskurða um bætur vegna Breiðavíkurheimilisins fari sama ferli í gang vegna Heyrnleysingjaskólans og Kumbaravogs. bjorn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Búist er við að um níutíu vistmenn á Breiðavíkurheimilinu krefjist bóta á grundvelli laga um sanngirnisbætur. Lögin voru samþykkt í maí. Í fyrri hluta október var í auglýsingum skorað á þá er dvöldu á Breiðavík á árunum 1952 til 1979 og urðu fyrir illri meðferð eða ofbeldi að lýsa kröfu um skaðabætur. Kröfufrestur er til 26. janúar. Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vegna vistheimila, hefur leiðbeint fjölda manna við að útbúa umsóknir um bætur frá því að hún tók til starfa undir lok september. „Ég er þegar búin að ganga frá um sextíu umsóknum og býst við að um það bil tíu bætist við hjá mér. Svo má reikna með að um tuttugu sendi sínar umsóknir beint til sýslumanns,“ segir Guðrún, en sýslumaðurinn á Siglufirði tekur afstöðu til krafna fyrir hönd ríkisins. 158 dvöldu á Breiðavíkurheimilinu á umræddu tímabili. 81 kom í viðtal við nefnd forsætisráðherra sem rannsakaði starfsemi þess. Talið er að 35 séu látnir. Guðrún segir ekki við því að búast að allir eftirlifandi sæki bætur. „Sumir vilja gleyma og ekkert aðhafast. Ég mun ekki hafa frumkvæði að því að hafa samband við menn. Það er misjafnt hvernig þeir vilja vinna úr þessum atburðum.“ Reiknað er með að sýslumaður úrskurði um bætur fljótlega í febrúar. Uni menn ekki úrskurði sýslumanns geta þeir vísað kröfu sinni til úrskurðarnefndar. Fá þeir lögfræðiaðstoð til að reka mál sitt fyrir nefndinni. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að 235 milljónum króna verði varið til sanngirnisbóta á næsta ári. Í lögum um bæturnar er gert ráð fyrir að fjárhæðir allt að tveimur milljónum króna greiðist út í einu lagi. Bætur umfram tvær milljónir og allt að fjórum milljónum greiðast einu og hálfu ári eftir fyrstu útborgun og bætur umfram fjórar milljónir þremur árum eftir fyrstu útborgun. Guðrún segir að þegar lokið verði við að innkalla og úrskurða um bætur vegna Breiðavíkurheimilisins fari sama ferli í gang vegna Heyrnleysingjaskólans og Kumbaravogs. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira