Fengu milljónir að láni hjá Milestone 27. apríl 2010 06:00 Nýir eigendur skiptu um menn í brúnni hjá Sjóvá. Hér eru þeir Þór Sigfússon, þá verðandi forstjóri, Karl Wernersson, Helgi Bjarnason aðstoðarforstjóri og Þorgils Óttar Mathiesen, fráfarandi forstjóri tryggingarfélagsins.Fréttablaðið/e.ól Sjö fyrrverandi stjórnendur Íslandsbanka og einn framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra fengu 564 milljóna króna lán hjá Milestone Import Export Ltd. til kaupa á hlutabréfum í Glitni í maí árið 2005. Í rannsóknarskýrslu Alþingis er vakin athygli á hugsanlegum hagsmunaárekstrum tengdum lánveitingunum. Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone og Þáttar International, sat á þessum tíma í stjórn bankans. Þá hafði stjórn bankans samþykkt, rúmum mánuði áður en lánin voru veitt, að selja 66 prósenta hlut bankans í tryggingafélaginu Sjóvá-Almennum fyrir 17,5 milljarða króna. Íslandsbanki hélt eftir afganginum. Ári síðar keypti Milestone allan hlut bankans fyrir 9,5 milljarða króna. Samtals lánaði Íslandsbanki fyrir rúmum helmingi kaupverðsins. Þrír stjórnenda bankans sátu jafnframt í áhættunefnd Glitnis og fjölluðu um lánamál Milestone Import Export. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram að upphaflega hafi verið áformað að Íslandsbanki fjármagnaði hlutabréfakaup stjórnendanna en frá því fallið vegna umræðu um málið í fjölmiðlum. Hlutabréfakaupin munu þó hafa verið gengin í gegn áður en fjármögnun þeirra var tryggð að fullu. Stjórn bankans leitaði því hófanna hjá öðrum fjármálafyrirtækjum. Úr varð að Kaupþing fjármagnaði áttatíu prósent kaupverðsins og rann það til einkahlutafélags í eigu áttmenninganna. Fjárfestingarfélagið Milestone Import Export Ltd. lánaði það sem upp á vantaði. Lánin voru á markaðsvöxtum með álagi. Engar tryggingar voru fyrir lánunum. Sjö stjórnenda, sem keyptu bréfin á markaðsvirði og seldu aftur þremur mánuðum síðar, högnuðust um rúmar þrjú hundruð milljónir króna. Bjarni Ármannsson, þá forstjóri Íslandsbanka, hagnaðist um 184 milljónir króna en hinir um 31 milljón hver. Steinunn H. Guðbjartsdóttir í slitastjórn Glitnis, sagði þetta eitt þeirra mála sem séu í skoðun í tengslum við fall bankans haustið 2008. Hægt verði að leita nokkur ár aftur í tímann. Telji slitastjórnin hugsanleg brot hafa verið framin takmarkast möguleikar hennar til aðgerða við gjaldþrotalög. jonab@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Sjö fyrrverandi stjórnendur Íslandsbanka og einn framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra fengu 564 milljóna króna lán hjá Milestone Import Export Ltd. til kaupa á hlutabréfum í Glitni í maí árið 2005. Í rannsóknarskýrslu Alþingis er vakin athygli á hugsanlegum hagsmunaárekstrum tengdum lánveitingunum. Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone og Þáttar International, sat á þessum tíma í stjórn bankans. Þá hafði stjórn bankans samþykkt, rúmum mánuði áður en lánin voru veitt, að selja 66 prósenta hlut bankans í tryggingafélaginu Sjóvá-Almennum fyrir 17,5 milljarða króna. Íslandsbanki hélt eftir afganginum. Ári síðar keypti Milestone allan hlut bankans fyrir 9,5 milljarða króna. Samtals lánaði Íslandsbanki fyrir rúmum helmingi kaupverðsins. Þrír stjórnenda bankans sátu jafnframt í áhættunefnd Glitnis og fjölluðu um lánamál Milestone Import Export. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram að upphaflega hafi verið áformað að Íslandsbanki fjármagnaði hlutabréfakaup stjórnendanna en frá því fallið vegna umræðu um málið í fjölmiðlum. Hlutabréfakaupin munu þó hafa verið gengin í gegn áður en fjármögnun þeirra var tryggð að fullu. Stjórn bankans leitaði því hófanna hjá öðrum fjármálafyrirtækjum. Úr varð að Kaupþing fjármagnaði áttatíu prósent kaupverðsins og rann það til einkahlutafélags í eigu áttmenninganna. Fjárfestingarfélagið Milestone Import Export Ltd. lánaði það sem upp á vantaði. Lánin voru á markaðsvöxtum með álagi. Engar tryggingar voru fyrir lánunum. Sjö stjórnenda, sem keyptu bréfin á markaðsvirði og seldu aftur þremur mánuðum síðar, högnuðust um rúmar þrjú hundruð milljónir króna. Bjarni Ármannsson, þá forstjóri Íslandsbanka, hagnaðist um 184 milljónir króna en hinir um 31 milljón hver. Steinunn H. Guðbjartsdóttir í slitastjórn Glitnis, sagði þetta eitt þeirra mála sem séu í skoðun í tengslum við fall bankans haustið 2008. Hægt verði að leita nokkur ár aftur í tímann. Telji slitastjórnin hugsanleg brot hafa verið framin takmarkast möguleikar hennar til aðgerða við gjaldþrotalög. jonab@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira