Fengu milljónir að láni hjá Milestone 27. apríl 2010 06:00 Nýir eigendur skiptu um menn í brúnni hjá Sjóvá. Hér eru þeir Þór Sigfússon, þá verðandi forstjóri, Karl Wernersson, Helgi Bjarnason aðstoðarforstjóri og Þorgils Óttar Mathiesen, fráfarandi forstjóri tryggingarfélagsins.Fréttablaðið/e.ól Sjö fyrrverandi stjórnendur Íslandsbanka og einn framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra fengu 564 milljóna króna lán hjá Milestone Import Export Ltd. til kaupa á hlutabréfum í Glitni í maí árið 2005. Í rannsóknarskýrslu Alþingis er vakin athygli á hugsanlegum hagsmunaárekstrum tengdum lánveitingunum. Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone og Þáttar International, sat á þessum tíma í stjórn bankans. Þá hafði stjórn bankans samþykkt, rúmum mánuði áður en lánin voru veitt, að selja 66 prósenta hlut bankans í tryggingafélaginu Sjóvá-Almennum fyrir 17,5 milljarða króna. Íslandsbanki hélt eftir afganginum. Ári síðar keypti Milestone allan hlut bankans fyrir 9,5 milljarða króna. Samtals lánaði Íslandsbanki fyrir rúmum helmingi kaupverðsins. Þrír stjórnenda bankans sátu jafnframt í áhættunefnd Glitnis og fjölluðu um lánamál Milestone Import Export. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram að upphaflega hafi verið áformað að Íslandsbanki fjármagnaði hlutabréfakaup stjórnendanna en frá því fallið vegna umræðu um málið í fjölmiðlum. Hlutabréfakaupin munu þó hafa verið gengin í gegn áður en fjármögnun þeirra var tryggð að fullu. Stjórn bankans leitaði því hófanna hjá öðrum fjármálafyrirtækjum. Úr varð að Kaupþing fjármagnaði áttatíu prósent kaupverðsins og rann það til einkahlutafélags í eigu áttmenninganna. Fjárfestingarfélagið Milestone Import Export Ltd. lánaði það sem upp á vantaði. Lánin voru á markaðsvöxtum með álagi. Engar tryggingar voru fyrir lánunum. Sjö stjórnenda, sem keyptu bréfin á markaðsvirði og seldu aftur þremur mánuðum síðar, högnuðust um rúmar þrjú hundruð milljónir króna. Bjarni Ármannsson, þá forstjóri Íslandsbanka, hagnaðist um 184 milljónir króna en hinir um 31 milljón hver. Steinunn H. Guðbjartsdóttir í slitastjórn Glitnis, sagði þetta eitt þeirra mála sem séu í skoðun í tengslum við fall bankans haustið 2008. Hægt verði að leita nokkur ár aftur í tímann. Telji slitastjórnin hugsanleg brot hafa verið framin takmarkast möguleikar hennar til aðgerða við gjaldþrotalög. jonab@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Sjö fyrrverandi stjórnendur Íslandsbanka og einn framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra fengu 564 milljóna króna lán hjá Milestone Import Export Ltd. til kaupa á hlutabréfum í Glitni í maí árið 2005. Í rannsóknarskýrslu Alþingis er vakin athygli á hugsanlegum hagsmunaárekstrum tengdum lánveitingunum. Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone og Þáttar International, sat á þessum tíma í stjórn bankans. Þá hafði stjórn bankans samþykkt, rúmum mánuði áður en lánin voru veitt, að selja 66 prósenta hlut bankans í tryggingafélaginu Sjóvá-Almennum fyrir 17,5 milljarða króna. Íslandsbanki hélt eftir afganginum. Ári síðar keypti Milestone allan hlut bankans fyrir 9,5 milljarða króna. Samtals lánaði Íslandsbanki fyrir rúmum helmingi kaupverðsins. Þrír stjórnenda bankans sátu jafnframt í áhættunefnd Glitnis og fjölluðu um lánamál Milestone Import Export. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram að upphaflega hafi verið áformað að Íslandsbanki fjármagnaði hlutabréfakaup stjórnendanna en frá því fallið vegna umræðu um málið í fjölmiðlum. Hlutabréfakaupin munu þó hafa verið gengin í gegn áður en fjármögnun þeirra var tryggð að fullu. Stjórn bankans leitaði því hófanna hjá öðrum fjármálafyrirtækjum. Úr varð að Kaupþing fjármagnaði áttatíu prósent kaupverðsins og rann það til einkahlutafélags í eigu áttmenninganna. Fjárfestingarfélagið Milestone Import Export Ltd. lánaði það sem upp á vantaði. Lánin voru á markaðsvöxtum með álagi. Engar tryggingar voru fyrir lánunum. Sjö stjórnenda, sem keyptu bréfin á markaðsvirði og seldu aftur þremur mánuðum síðar, högnuðust um rúmar þrjú hundruð milljónir króna. Bjarni Ármannsson, þá forstjóri Íslandsbanka, hagnaðist um 184 milljónir króna en hinir um 31 milljón hver. Steinunn H. Guðbjartsdóttir í slitastjórn Glitnis, sagði þetta eitt þeirra mála sem séu í skoðun í tengslum við fall bankans haustið 2008. Hægt verði að leita nokkur ár aftur í tímann. Telji slitastjórnin hugsanleg brot hafa verið framin takmarkast möguleikar hennar til aðgerða við gjaldþrotalög. jonab@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira