Höfuðpaurinn talinn hafa hirt féð sem svikið var út 30. september 2010 05:45 Gæsluvarðhald Einn af fimm manns sem voru leiddir fyrir dómara í gær vegna kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um framlengingu á gæsluvarðhaldi. Frettabladid/Valli Steingrímur Þór Ólafsson, sem handtekinn var í Venesúela á mánudag, er grunaður um að hafa fengið í hendur þær 270 milljónir króna, sem sviknar voru út í virðisaukaskattsmálinu, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Rannsókn lögreglu beinist meðal annars að því hvort hann hafi skipulagt fjársvikin. Í húsleit sem lögregla gerði samhliða handtöku sex einstaklinga, tveggja kvenna og fjögurra karlmanna, fundust 500 þúsund krónur í peningum og á tólfta kíló af hassi. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins fundust fíkniefnin og fjármunirnir heima hjá pari sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á fjársvikamálinu. Talið er að Steingrímur hafi átt efnin. Steingrímur hvarf héðan af landi brott rétt áður en upp komst um virðisaukaskattsvikin og handtökurnar fóru fram. Alþjóðadeild hjá embætti ríkislögreglustjóra lýsti eftir honum að fenginni ákvörðun dómsmálaráðuneytisins og að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hjá Interpol var hann eftirlýstur vegna gruns um eiturlyfjasmygl, skjalafjals, peningaþvætti og skattsvik, að því er fram kemur á vef lögreglunnar í Venesúela. Steingrímur var handtekinn á Santiagó Marínó flugvelli á eyjunni Margarita, þegar hann ætlaði að fara þaðan til Frankfurt í Þýskalandi. Hann hafði þá dvalið í Venesúela í fimmtán daga. Fjölmiðlar þar í landi sögðu frá handtöku Steingríms, birtu nafn hans og myndir af honum. Hann er 36 ára að aldri. Virðisaukaskattsvikin fóru fram í nafni tveggja félaga, H94 ehf. og Ólafsson heildverslunar. Smári Sigurðsson hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra segir ómögulegt að segja hversu langan tíma taki að fá manninn framseldan frá Venesúela, en miðað við hve vel samskipti lögregluyfirvalda landanna hafi gengið eigi hann ekki von á því að það taki langan tíma. Maðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi ytra, að sögn Smára, og munu lögreglumenn frá embætti ríkislögreglustjóra sækja hann þegar þar að kemur. Gæsluvarðhald yfir fimm manns, þremur körlum og tveimur konum var framlengt til 8. október í gær. Áður hafði gæsluvarðhald yfir starfsmanni hjá Ríkisskattstjóra verið framlengt til sama tíma. jss@frettabladid.is trausti@frettabladid.is Fréttir VSK-málið Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Steingrímur Þór Ólafsson, sem handtekinn var í Venesúela á mánudag, er grunaður um að hafa fengið í hendur þær 270 milljónir króna, sem sviknar voru út í virðisaukaskattsmálinu, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Rannsókn lögreglu beinist meðal annars að því hvort hann hafi skipulagt fjársvikin. Í húsleit sem lögregla gerði samhliða handtöku sex einstaklinga, tveggja kvenna og fjögurra karlmanna, fundust 500 þúsund krónur í peningum og á tólfta kíló af hassi. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins fundust fíkniefnin og fjármunirnir heima hjá pari sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á fjársvikamálinu. Talið er að Steingrímur hafi átt efnin. Steingrímur hvarf héðan af landi brott rétt áður en upp komst um virðisaukaskattsvikin og handtökurnar fóru fram. Alþjóðadeild hjá embætti ríkislögreglustjóra lýsti eftir honum að fenginni ákvörðun dómsmálaráðuneytisins og að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hjá Interpol var hann eftirlýstur vegna gruns um eiturlyfjasmygl, skjalafjals, peningaþvætti og skattsvik, að því er fram kemur á vef lögreglunnar í Venesúela. Steingrímur var handtekinn á Santiagó Marínó flugvelli á eyjunni Margarita, þegar hann ætlaði að fara þaðan til Frankfurt í Þýskalandi. Hann hafði þá dvalið í Venesúela í fimmtán daga. Fjölmiðlar þar í landi sögðu frá handtöku Steingríms, birtu nafn hans og myndir af honum. Hann er 36 ára að aldri. Virðisaukaskattsvikin fóru fram í nafni tveggja félaga, H94 ehf. og Ólafsson heildverslunar. Smári Sigurðsson hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra segir ómögulegt að segja hversu langan tíma taki að fá manninn framseldan frá Venesúela, en miðað við hve vel samskipti lögregluyfirvalda landanna hafi gengið eigi hann ekki von á því að það taki langan tíma. Maðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi ytra, að sögn Smára, og munu lögreglumenn frá embætti ríkislögreglustjóra sækja hann þegar þar að kemur. Gæsluvarðhald yfir fimm manns, þremur körlum og tveimur konum var framlengt til 8. október í gær. Áður hafði gæsluvarðhald yfir starfsmanni hjá Ríkisskattstjóra verið framlengt til sama tíma. jss@frettabladid.is trausti@frettabladid.is
Fréttir VSK-málið Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira