Gáfu bönkum meira frelsi en EES krafðist 15. apríl 2010 03:00 Jón Baldvin Hannibalsson og Davíð ODDsson Frá og með því að aðild Íslands að EES var samþykkt árið 1993 í starfstíð svokallaðrar Viðeyjarstjórnar Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks hefur Alþingi gert margvíslegar breytingar á lögum um starfsemi fjármálafyrirtækja. Margar þeirra voru ekki nauðsynlegar fyrir aðild að EES. Stjórnvöld gáfu íslensku bönkunum miklu meira starfsfrelsi en skylt var samkvæmt samningunum um evrópska efnahagsvæðið, segir rannsóknarnefnd Alþingis. Þetta jók áhættuna og gerði bankana vanbúna að mæta kreppu. Starfsheimildir íslensku viðskiptabankanna voru rýmkaðar mun meira en aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu útheimti. Rannsóknarnefnd Alþingis segir að þótt Íslendingar hafi, vegna aðildarinnar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), innleitt tilskipanir Evrópusambandsins um fjármálamarkaðinn hafi þeim ekki verið bannað að setja, eða viðhalda, strangari reglur um fjármálafyrirtæki heima fyrir. Þetta svigrúm hafi hins vegar ekki verið nýtt. Fyrst og fremst réði þar það pólitíska sjónarmið að draga þyrfti úr séríslenskum ákvæðum og bæta samkeppnisstöðu íslenskra fjármálafyrirtækja á EES-svæðinu. „Áherslan var ekki á hvort tilefni væri til og heimildir væru innan ramma tilskipana Evrópusambandsins (ESB) til að taka mið af þeim aðstæðum á Íslandi sem væru sérstakar,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem bendir á að þar hafi bæði verið um að ræða atriði sem snertu áhrif þessarar starfsemi í íslensku viðskiptalífi og þeirrar „hættu að náin hagsmunatengsl og samþjöppun eignarhalds leiddi til kerfislægrar áhættu og hagsmunaárekstra“. Nefndin skoðaði sérstaklega sjö atriði sem breyttust varðandi fjármálafyrirtæki í kjölfar aðildarinnar að EES. Þetta eru auknar heimildir til fjárfesta í ótengdum atvinnurekstri, til lánafyrirgreiðslu til stjórnenda, til að fjárfesta í fasteignafélögum, til að veita lán til kaupa á eigin hlutum, minni kröfur til rekstrarfyrirkomulags verðbréfafyrirtækja, auknar heimildir til að reka vátryggingafélög og í sjöunda lagi auknar heimildir til að fara með hlut í öðrum lánastofnunum. Rannsóknarnefndin bendir á að samkvæmt lágmarkskröfum tilskipana ESB hafi Íslandi ekki verið skylt að að auka starfsheimildir bankanna á þennan hátt. Heimildirnar hafi verulega aukið áhættu í bankakerfinu. Nefnt er að í apríl 2008 voru 46 prósent af útlánum bankanna til eignarhaldsfélaga og að bankarnir hafi ekki tryggt stöðu sína eins vel og þeim var unnt varðandi þessi lán ef til vanskila kæmi. „Sérstaka athygli vekur að frelsi lánastofnana til að stunda áhættusamari fjárfestingar var aukið umtalsvert á þessu tímabili og þá meðal annars með því að heimila viðskiptabanka án þess að svigrúmi til aukinnar áhættutöku hafi um leið fylgt fullnægjandi aðhald og kröfur um eigið fé,“ segir í skýrslu nefndarinnar. „Meðal annars af þeim sökum voru fjármálafyrirtækin illa í stakk búin til að mæta þeim erfiðleikum sem komu upp á alþjóðlegum fjármálamörkuðum árið 2008.“ gar@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Stjórnvöld gáfu íslensku bönkunum miklu meira starfsfrelsi en skylt var samkvæmt samningunum um evrópska efnahagsvæðið, segir rannsóknarnefnd Alþingis. Þetta jók áhættuna og gerði bankana vanbúna að mæta kreppu. Starfsheimildir íslensku viðskiptabankanna voru rýmkaðar mun meira en aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu útheimti. Rannsóknarnefnd Alþingis segir að þótt Íslendingar hafi, vegna aðildarinnar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), innleitt tilskipanir Evrópusambandsins um fjármálamarkaðinn hafi þeim ekki verið bannað að setja, eða viðhalda, strangari reglur um fjármálafyrirtæki heima fyrir. Þetta svigrúm hafi hins vegar ekki verið nýtt. Fyrst og fremst réði þar það pólitíska sjónarmið að draga þyrfti úr séríslenskum ákvæðum og bæta samkeppnisstöðu íslenskra fjármálafyrirtækja á EES-svæðinu. „Áherslan var ekki á hvort tilefni væri til og heimildir væru innan ramma tilskipana Evrópusambandsins (ESB) til að taka mið af þeim aðstæðum á Íslandi sem væru sérstakar,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem bendir á að þar hafi bæði verið um að ræða atriði sem snertu áhrif þessarar starfsemi í íslensku viðskiptalífi og þeirrar „hættu að náin hagsmunatengsl og samþjöppun eignarhalds leiddi til kerfislægrar áhættu og hagsmunaárekstra“. Nefndin skoðaði sérstaklega sjö atriði sem breyttust varðandi fjármálafyrirtæki í kjölfar aðildarinnar að EES. Þetta eru auknar heimildir til fjárfesta í ótengdum atvinnurekstri, til lánafyrirgreiðslu til stjórnenda, til að fjárfesta í fasteignafélögum, til að veita lán til kaupa á eigin hlutum, minni kröfur til rekstrarfyrirkomulags verðbréfafyrirtækja, auknar heimildir til að reka vátryggingafélög og í sjöunda lagi auknar heimildir til að fara með hlut í öðrum lánastofnunum. Rannsóknarnefndin bendir á að samkvæmt lágmarkskröfum tilskipana ESB hafi Íslandi ekki verið skylt að að auka starfsheimildir bankanna á þennan hátt. Heimildirnar hafi verulega aukið áhættu í bankakerfinu. Nefnt er að í apríl 2008 voru 46 prósent af útlánum bankanna til eignarhaldsfélaga og að bankarnir hafi ekki tryggt stöðu sína eins vel og þeim var unnt varðandi þessi lán ef til vanskila kæmi. „Sérstaka athygli vekur að frelsi lánastofnana til að stunda áhættusamari fjárfestingar var aukið umtalsvert á þessu tímabili og þá meðal annars með því að heimila viðskiptabanka án þess að svigrúmi til aukinnar áhættutöku hafi um leið fylgt fullnægjandi aðhald og kröfur um eigið fé,“ segir í skýrslu nefndarinnar. „Meðal annars af þeim sökum voru fjármálafyrirtækin illa í stakk búin til að mæta þeim erfiðleikum sem komu upp á alþjóðlegum fjármálamörkuðum árið 2008.“ gar@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira