Tiger Woods langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. maí 2010 11:30 Tiger Woods brosti ekki mikið á 18.holunni á degi tvö. Mynd/AP Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn í Quail Hollow mótinu á PGA-mótaröðinni og fær því ekki þátttökurétt á tveimur síðustu keppnisdögunum. Tiger lék á níu höggum yfir pari og var mjög langt frá því að ná niðurskurðinum sem var miðaður við eitt högg yfir par. Tiger hafði aðeins fimm sinnum áður mistekist að komast í gegnum niðurskurð á atvinnumannaferlinum en hann átti skelfilegan annan dag. Það má segja að leikur Tiger hafi hrunið á síðustu níu holunum þar sem að hann tapaði sjö höggum og lék holurnar níu á 43 höggum. Tiger lenti meðal annars í því að þríputta tvær holur í röð og fá skolla á þeim báðum, hann fékk líka þrjá skolla í röð og tvo skramba í röð. Tiger hafði ekki leikið verri hring síðan árið 2002. „Þetta fór bara svona," sagði Tiger Woods við blaðamenn eftir hringinn. „Hvað sem þetta var þá var þetta ekki nógu gott. Þú verður samt bara að skilja þetta eftir á vellinum. Þetta var slæmur dagur en sem betur fer er nýtt mót í næstu viku," sagði Tiger. Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn í Quail Hollow mótinu á PGA-mótaröðinni og fær því ekki þátttökurétt á tveimur síðustu keppnisdögunum. Tiger lék á níu höggum yfir pari og var mjög langt frá því að ná niðurskurðinum sem var miðaður við eitt högg yfir par. Tiger hafði aðeins fimm sinnum áður mistekist að komast í gegnum niðurskurð á atvinnumannaferlinum en hann átti skelfilegan annan dag. Það má segja að leikur Tiger hafi hrunið á síðustu níu holunum þar sem að hann tapaði sjö höggum og lék holurnar níu á 43 höggum. Tiger lenti meðal annars í því að þríputta tvær holur í röð og fá skolla á þeim báðum, hann fékk líka þrjá skolla í röð og tvo skramba í röð. Tiger hafði ekki leikið verri hring síðan árið 2002. „Þetta fór bara svona," sagði Tiger Woods við blaðamenn eftir hringinn. „Hvað sem þetta var þá var þetta ekki nógu gott. Þú verður samt bara að skilja þetta eftir á vellinum. Þetta var slæmur dagur en sem betur fer er nýtt mót í næstu viku," sagði Tiger.
Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira