Af og frá að pólitíkin hafi tekið völdin 29. september 2010 03:00 Ólína Þorvarðardóttir Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir af og frá að pólitíkin hafi tekið völdin í atkvæðagreiðslunum. „Fyrir mitt leyti geri ég náttúrulega skýran greinarmun á hreinni pólitískri ábyrgð annars vegar og ráðherra-ábyrgð hins vegar. Auðvitað felst pólitísk ábyrgð í ráðherraábyrgð en hún er þá bundin við þá málaflokka sem ráðherrarnir sinna og þau ráðuneyti sem þeir taka að sér. Það er einmitt þess vegna sem ég felst á niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis að ákæra Geir Haarde, Árna M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson, flokksbróður minni." Spurð hvers vegna hún hafi hlíft Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í atkvæðagreiðslunni segir hún: „Hún var utanríkisráðherra og hennar ábyrgð sem flokksformaður og oddviti Samfylkingarinnar er hvergi skilgreind í lögunum og þá ábyrgð verður hún að axla annars staðar og öðruvísi. Hún hefur náttúrulega gert það. Hún hefur beðið sína kjósendur og þá sem treystu henni til verka fyrirgefningar opinberlega eins og eftirminnilegt og frægt er orðið. Hún hætti við að bjóða sig fram fyrir síðustu kosningar og er ekki inni á þingi núna og er ekki í neinum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn." Ólína segir umhugsunarefni hvort það sé réttlát niðurstaða að Geir skuli einn vera ákærður. „Þetta er kannski ekki æskilegasta niðurstaðan en hún er í raun og veru ekkert órökrétt því miklu valdi fylgir mikil ábyrgð. Hann var æðsti ráðamaður þjóðarinnar á þessum tíma, eins og skipstjóri á skútu sem fer síðastur frá borði þegar skútan sekkur." Ólína segist ekki hafa orðið vör við neinn þrýsting frá Vinstri grænum. „Þvert á móti fannst mér þau sýna okkur þá tillitsemi að ræða þetta ekki, allavega ekki við okkur almenna þingmenn. Ég skal ekkert segja um það hvað gerðist við ríkisstjórnarborðið." - th Fréttir Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir af og frá að pólitíkin hafi tekið völdin í atkvæðagreiðslunum. „Fyrir mitt leyti geri ég náttúrulega skýran greinarmun á hreinni pólitískri ábyrgð annars vegar og ráðherra-ábyrgð hins vegar. Auðvitað felst pólitísk ábyrgð í ráðherraábyrgð en hún er þá bundin við þá málaflokka sem ráðherrarnir sinna og þau ráðuneyti sem þeir taka að sér. Það er einmitt þess vegna sem ég felst á niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis að ákæra Geir Haarde, Árna M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson, flokksbróður minni." Spurð hvers vegna hún hafi hlíft Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í atkvæðagreiðslunni segir hún: „Hún var utanríkisráðherra og hennar ábyrgð sem flokksformaður og oddviti Samfylkingarinnar er hvergi skilgreind í lögunum og þá ábyrgð verður hún að axla annars staðar og öðruvísi. Hún hefur náttúrulega gert það. Hún hefur beðið sína kjósendur og þá sem treystu henni til verka fyrirgefningar opinberlega eins og eftirminnilegt og frægt er orðið. Hún hætti við að bjóða sig fram fyrir síðustu kosningar og er ekki inni á þingi núna og er ekki í neinum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn." Ólína segir umhugsunarefni hvort það sé réttlát niðurstaða að Geir skuli einn vera ákærður. „Þetta er kannski ekki æskilegasta niðurstaðan en hún er í raun og veru ekkert órökrétt því miklu valdi fylgir mikil ábyrgð. Hann var æðsti ráðamaður þjóðarinnar á þessum tíma, eins og skipstjóri á skútu sem fer síðastur frá borði þegar skútan sekkur." Ólína segist ekki hafa orðið vör við neinn þrýsting frá Vinstri grænum. „Þvert á móti fannst mér þau sýna okkur þá tillitsemi að ræða þetta ekki, allavega ekki við okkur almenna þingmenn. Ég skal ekkert segja um það hvað gerðist við ríkisstjórnarborðið." - th
Fréttir Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira