Ólafur Stefánsson er Íþróttamaður ársins annað árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2010 18:45 Ólafur Stefánsson var í kvöld útnefndur Íþróttamaður ársins 2009. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Ólafur Stefánsson var í kvöld útnefndur Íþróttamaður ársins 2009 af Samtökum Íþróttafréttamanna en Ólafur tók við viðurkenningu sinni við viðhöfn á Grand Hótel Reykjavík. Þetta er annað árið í röð sem Ólafur fær sæmdarheitið Íþróttamaður ársins en hann hefur alls fengið þennan heiður fjórum sinnum á frábærum ferli sínum. Ólafur fékk alveg eins og í fyrra fullt hús í kjörinu og var með 193 fleiri atkvæði í kjörinu en Eiður Smári Guðjohnsen sem varð í öðru sæti. Þóra Björg Helgadóttir kom síðan í þriðja sæti með 23 færri atkvæði en Eiður Smári. Þrjár konur voru meðal fimm hæstu í kjörinu og er þetta aðeins í þriðja skiptið (líka 2000 og 2004) þar sem konur eru í meirihluta meðal fimm efstu í kjörinu. Ólafur kvaddi spænska liðið Ciudad Real með frábærum hætti á árinu með því að vinna bæði spænska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu annað árið í röð. Ólafur hafði leikið með Ciudad-liðinu frá árinu 2002 og vann alls sextán stóra titla með félaginu. Ólafur sá til þess öðrum fremur með frábærri frammistöðu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar að Ciudad náði að vinna upp fimm marka forskot þýska liðsins Kiel frá því í fyrri úrslitaleiknum. Ciudad vann seinni leikinn 33-27 á heimavelli eftir 34-39 tap í fyrri leiknum í Kiel. Ólafur skoraði 8 mörk í úrslitaleiknum og var borinn á höfuðstól í lok hans sem hetja spænska liðsins. Hann skoraði alls 14 mörk í úrslitaleikjunum tveimur en þetta var í fjórða skiptið sem hann vann Meistaradeild Evrópu þar af í þriðja sinn á fjórum árum með spænska liðinu. Ólafur hefur leikið stórt hlutverk með nýja liði sínu, Rhein Neckar Löwen, á þessu tímabili og er sem stendur þriðji markahæsti leikmaður liðsins í deildinni. Ólafur tók sér frí frá landsliðinu á árinu 2009 en hefur nú gefið kost á sér á nýjan leik og verður í stóru hlutverki með liðinu á Evrópumótinu í Austurríki sem hefst eftir tvær vikur. Hér fyrir niður smá finna lokastöðuna í kjöri Samtaka Íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins. Það fengu alls 30 íþróttamenn atkvæði í kjörinu og koma þeir úr fimmtán íþróttagreinum.Kjör íþróttamanns ársins 2009:Nítján meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna tóku þátt. Það var því mest hægt að hljóta 380 stig í kjörinu.1.sæti Ólafur Stefánsson (handbolti) 380 stig 2. Eiður Smári Guðjohnsen (knattspyrna) 187 3. Þóra Björg Helgadóttir (knattspyrna) 164 4. Helena Sverrisdóttir (körfubolti) 104 5. Helga Margrét Þorsteinsdóttir (frjálsar íþróttir) 98 6. Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) 86 7. Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti) 78 8. Jakob Jóhann Sveinsson (sund) 63 9. Björgvin Páll Gústavsson (handbolti) 55 10. Hólmfríður Magnúsdóttir (knattspyrna) 50 11. Hermann Hreiðarsson (knattspyrna) 34 12. Róbert Gunnarsson (handbolti) 14 13. Ásdís Hjálmsdóttir (frjálsar íþróttir) 12 14. Katrín Jónsdóttir (knattspyrna) 12 15. Eyþór Þrastarson (íþróttir fatlaðra) 6 16. Auðunn Jónsson (lyftingar) 5 17. Snorri Steinn Guðjónsson (handbolti) 5 18.-19. Ólafur Björn Loftsson (golf) 4 18.-19. Kristján Örn Sigurðsson (knattspyrna) 4 20. Jakob Örn Sigurðarson (körfubolti) 4 21. Berglind Íris Hansdóttir (handbolti) 4 22.-23. Viktor Kristmannsson (fimleikar) 3 22.-23. Guðmundur Stephensen (borðtennis) 3 24. Þormóður Jónsson (júdó) 3 25.-27. Sölvi Geir Ottesen Jónsson (knattspyrna) 2 25.-27. Björgvin Björgvinsson (skíði) 2 25.-27. Tinna Helgadóttir (badminton) 2 28.-30. Ragnheiður Ragnarsdóttir (sund) 1 28.-30. Sigurður Sigurðarson (hestaíþróttir) 1 28.-30. Ásgeir Sigurgeirsson (skotfimi) 1 Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Ólafur Stefánsson var í kvöld útnefndur Íþróttamaður ársins 2009 af Samtökum Íþróttafréttamanna en Ólafur tók við viðurkenningu sinni við viðhöfn á Grand Hótel Reykjavík. Þetta er annað árið í röð sem Ólafur fær sæmdarheitið Íþróttamaður ársins en hann hefur alls fengið þennan heiður fjórum sinnum á frábærum ferli sínum. Ólafur fékk alveg eins og í fyrra fullt hús í kjörinu og var með 193 fleiri atkvæði í kjörinu en Eiður Smári Guðjohnsen sem varð í öðru sæti. Þóra Björg Helgadóttir kom síðan í þriðja sæti með 23 færri atkvæði en Eiður Smári. Þrjár konur voru meðal fimm hæstu í kjörinu og er þetta aðeins í þriðja skiptið (líka 2000 og 2004) þar sem konur eru í meirihluta meðal fimm efstu í kjörinu. Ólafur kvaddi spænska liðið Ciudad Real með frábærum hætti á árinu með því að vinna bæði spænska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu annað árið í röð. Ólafur hafði leikið með Ciudad-liðinu frá árinu 2002 og vann alls sextán stóra titla með félaginu. Ólafur sá til þess öðrum fremur með frábærri frammistöðu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar að Ciudad náði að vinna upp fimm marka forskot þýska liðsins Kiel frá því í fyrri úrslitaleiknum. Ciudad vann seinni leikinn 33-27 á heimavelli eftir 34-39 tap í fyrri leiknum í Kiel. Ólafur skoraði 8 mörk í úrslitaleiknum og var borinn á höfuðstól í lok hans sem hetja spænska liðsins. Hann skoraði alls 14 mörk í úrslitaleikjunum tveimur en þetta var í fjórða skiptið sem hann vann Meistaradeild Evrópu þar af í þriðja sinn á fjórum árum með spænska liðinu. Ólafur hefur leikið stórt hlutverk með nýja liði sínu, Rhein Neckar Löwen, á þessu tímabili og er sem stendur þriðji markahæsti leikmaður liðsins í deildinni. Ólafur tók sér frí frá landsliðinu á árinu 2009 en hefur nú gefið kost á sér á nýjan leik og verður í stóru hlutverki með liðinu á Evrópumótinu í Austurríki sem hefst eftir tvær vikur. Hér fyrir niður smá finna lokastöðuna í kjöri Samtaka Íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins. Það fengu alls 30 íþróttamenn atkvæði í kjörinu og koma þeir úr fimmtán íþróttagreinum.Kjör íþróttamanns ársins 2009:Nítján meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna tóku þátt. Það var því mest hægt að hljóta 380 stig í kjörinu.1.sæti Ólafur Stefánsson (handbolti) 380 stig 2. Eiður Smári Guðjohnsen (knattspyrna) 187 3. Þóra Björg Helgadóttir (knattspyrna) 164 4. Helena Sverrisdóttir (körfubolti) 104 5. Helga Margrét Þorsteinsdóttir (frjálsar íþróttir) 98 6. Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) 86 7. Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti) 78 8. Jakob Jóhann Sveinsson (sund) 63 9. Björgvin Páll Gústavsson (handbolti) 55 10. Hólmfríður Magnúsdóttir (knattspyrna) 50 11. Hermann Hreiðarsson (knattspyrna) 34 12. Róbert Gunnarsson (handbolti) 14 13. Ásdís Hjálmsdóttir (frjálsar íþróttir) 12 14. Katrín Jónsdóttir (knattspyrna) 12 15. Eyþór Þrastarson (íþróttir fatlaðra) 6 16. Auðunn Jónsson (lyftingar) 5 17. Snorri Steinn Guðjónsson (handbolti) 5 18.-19. Ólafur Björn Loftsson (golf) 4 18.-19. Kristján Örn Sigurðsson (knattspyrna) 4 20. Jakob Örn Sigurðarson (körfubolti) 4 21. Berglind Íris Hansdóttir (handbolti) 4 22.-23. Viktor Kristmannsson (fimleikar) 3 22.-23. Guðmundur Stephensen (borðtennis) 3 24. Þormóður Jónsson (júdó) 3 25.-27. Sölvi Geir Ottesen Jónsson (knattspyrna) 2 25.-27. Björgvin Björgvinsson (skíði) 2 25.-27. Tinna Helgadóttir (badminton) 2 28.-30. Ragnheiður Ragnarsdóttir (sund) 1 28.-30. Sigurður Sigurðarson (hestaíþróttir) 1 28.-30. Ásgeir Sigurgeirsson (skotfimi) 1
Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira