Lög og reglur í vegi einföldustu verkefna 30. nóvember 2010 06:00 Ólafur Örn Haraldsson Þunglamaleg lög og flókið regluverk koma í veg fyrir að hægt sé að bregðast við niðurníðslu á fjölförnum ferðamannastöðum með skjótum og skilvirkum hætti. Tvö ár tekur að fá tilskilin leyfi til minnstu verka, ef engar tafir verða. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, bendir á þetta. Hann segir að þó að enginn vilji hroðvirknisleg vinnubrögð við uppbyggingu við helstu náttúruperlur þjóðarinnar sé full ástæða til að bregðast við alvarlegum vanda sem upp sé kominn. „Það þarf ekki fullmótaða framtíðarstefnu til að taka til í kringum sig. Verkefnin blasa við öllum sem vilja sjá. Það þarf að hefjast handa og sleppa fundarhöldunum.“ Umhverfis- og iðnaðarráðuneytið efndu til málþings um náttúruvernd og ferðaþjónustu nýlega í kjölfar svartrar skýrslu Umhverfisstofnunar um ástand friðlýstra svæða á Íslandi. Í skýrslunni er dregið fram að mörg friðlýst svæði, og þar á meðal þekktustu náttúruperlur þjóðarinnar, muni tapa verndargildi sínu ef ekki verði brugðist við. „Það verður að hefjast handa en lög og reglur standa í vegi fyrir einföldustu verkefnum,“ segir Ólafur. Frá Þingvöllum Yfir 300 þúsund gestir sækja Þingvelli á ári. Þjóðgarðurinn, sem er á heimsminjaskrá, hefur sama og engar tekjur af komu þeirra.fréttablaðið/pjetur „Hér er um að ræða skipulags- og byggingarlög og náttúruverndarlög og flókið regluverk með sínum umsagnar- og kæruferlum. Það verður annaðhvort að endurskoða lögin og regluverkið eða gera undanþágur til að klára þau verk sem eru mest aðkallandi.“ Ólafur segir ekki um flókin eða dýr verkefni að ræða í mörgum tilfellum. Því sé oft öfugt farið. „Bregðast þarf við ástandi sem allir eru sammála um að sé óþolandi en það er ekki hægt með litlum fyrirvara eins og mál standa. Það tekur um tvö ár að koma í gegn framkvæmd frá því að skipulagsferli hefst og er þá ekki gert ráð fyrir töfum sem fylgja til dæmis kæruferli,“ segir Ólafur. Hann vill að ríkið setji á fót fimm ára áætlun með það að markmiði að leysa bráðasta vandann í þjóðgörðum og við aðra mikilvæga ferðamannastaði. Þá verði gjaldtaka vart umflúin þar sem lítil von sé að ríkið setji fjármuni í málaflokkinn eins og sakir standa. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mun leggja fram frumvarp til laga í vetur um stofnun Framkvæmdasjóðs ferðaþjónustunnar. Hins vegar er umdeilt hvort og hvernig standa skuli að gjaldtöku til að afla sjóðnum fjár. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Þunglamaleg lög og flókið regluverk koma í veg fyrir að hægt sé að bregðast við niðurníðslu á fjölförnum ferðamannastöðum með skjótum og skilvirkum hætti. Tvö ár tekur að fá tilskilin leyfi til minnstu verka, ef engar tafir verða. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, bendir á þetta. Hann segir að þó að enginn vilji hroðvirknisleg vinnubrögð við uppbyggingu við helstu náttúruperlur þjóðarinnar sé full ástæða til að bregðast við alvarlegum vanda sem upp sé kominn. „Það þarf ekki fullmótaða framtíðarstefnu til að taka til í kringum sig. Verkefnin blasa við öllum sem vilja sjá. Það þarf að hefjast handa og sleppa fundarhöldunum.“ Umhverfis- og iðnaðarráðuneytið efndu til málþings um náttúruvernd og ferðaþjónustu nýlega í kjölfar svartrar skýrslu Umhverfisstofnunar um ástand friðlýstra svæða á Íslandi. Í skýrslunni er dregið fram að mörg friðlýst svæði, og þar á meðal þekktustu náttúruperlur þjóðarinnar, muni tapa verndargildi sínu ef ekki verði brugðist við. „Það verður að hefjast handa en lög og reglur standa í vegi fyrir einföldustu verkefnum,“ segir Ólafur. Frá Þingvöllum Yfir 300 þúsund gestir sækja Þingvelli á ári. Þjóðgarðurinn, sem er á heimsminjaskrá, hefur sama og engar tekjur af komu þeirra.fréttablaðið/pjetur „Hér er um að ræða skipulags- og byggingarlög og náttúruverndarlög og flókið regluverk með sínum umsagnar- og kæruferlum. Það verður annaðhvort að endurskoða lögin og regluverkið eða gera undanþágur til að klára þau verk sem eru mest aðkallandi.“ Ólafur segir ekki um flókin eða dýr verkefni að ræða í mörgum tilfellum. Því sé oft öfugt farið. „Bregðast þarf við ástandi sem allir eru sammála um að sé óþolandi en það er ekki hægt með litlum fyrirvara eins og mál standa. Það tekur um tvö ár að koma í gegn framkvæmd frá því að skipulagsferli hefst og er þá ekki gert ráð fyrir töfum sem fylgja til dæmis kæruferli,“ segir Ólafur. Hann vill að ríkið setji á fót fimm ára áætlun með það að markmiði að leysa bráðasta vandann í þjóðgörðum og við aðra mikilvæga ferðamannastaði. Þá verði gjaldtaka vart umflúin þar sem lítil von sé að ríkið setji fjármuni í málaflokkinn eins og sakir standa. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mun leggja fram frumvarp til laga í vetur um stofnun Framkvæmdasjóðs ferðaþjónustunnar. Hins vegar er umdeilt hvort og hvernig standa skuli að gjaldtöku til að afla sjóðnum fjár. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira