Sverrir Jakobsson: Iðrun og endurmat Sverrir Jakobsson skrifar 20. apríl 2010 06:00 Útgáfa skýrslu rannsóknarnefndar alþingis um bankahrunið mánudaginn 12. apríl er stórviðburður í íslenskri stjórnmálasögu. Hún er það ekki endilega vegna þess að allt sem stendur í skýrslunni komi fólki á óvart eða sé nýmæli. En skýrslan gefur ómetanlega innsýn í pólitíska menningu og viðskipti á Íslandi undanfarinn áratug. Ekki er lengur hægt að efast um skaðsemi þeirrar stefnu sem rekin var í íslensku viðskiptalífi allt frá einkavæðingu bankanna og fram að hruni. Á hinn bóginn er óvíst að almenn samstaða væri um það ef ekki hefði verið fyrir hrunið. Efnahagshrunið veldur því að nú blasir við að kerfið var rotið og að tilraunin með fyrirmyndarsamfélag frjálshyggjunnar á Íslandi bar feigðina í sér frá upphafi. Jafnframt er skýrslan áfellisdómur yfir pólitískri menningu á Íslandi á veltiárunum eftir einkavæðingu bankanna. Fljótlega eftir einkavæðingu bankanna árið 2002 hafði myndast breið samstaða um ýmsar pólitískar kreddur. Fyrir alþingiskosningar 2003 kepptust stærstu flokkarnir, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Samfylking, til dæmis við að lofa sem mestum skattalækkunum. Í skýrslunni viðurkennir Geir H. Haarde fv. forsætisráðherra að það hafi verið meðal afdrifaríkustu hagstjórnarmistaka áratugarins að efna þetta loforð. En þessi málflutningur féll bönkunum vel í geð. Þeir veittu peningum óspart til þessara flokka og styrktu frambjóðendur þeirra í prófkjörum. Fjórði flokkurinn, Vinstrihreyfingin-grænt framboð, fór hins vegar aðra leið. Í fyrsta lagi gagnrýndi hann bæði einkavæðinguna og framkvæmd hennar og hafnaði frjálshyggjukreddum hinna flokkanna. Í öðru lagi setti VG sér þær reglur að hvorki flokkurinn né frambjóðendur hans gátu tekið við milljónastyrkjum frá bönkunum og öðrum stórfyrirtækjum. Þess vegna eru engir vinstrigrænir á listanum yfir styrkþega bankanna. Munurinn felst í ólíkri, pólitískri menningu innan flokkanna þar sem einungis einn viðhafði þá siði sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Þess vegna voru íslensk stjórnmál ekki spillt í gegn; stjórnmálaflokkar gátu kosið að taka ekki þátt í peningavæðingu stjórnmálanna og sumir gerðu það. Í kjölfar skýrslunnar eru gallar á pólitískri menningu á Íslandi orðnir augljósir og athyglin hefur mjög beinst að einstaklingum; bæði þeim sem báru ábyrgð á pólitískum mistökum en líka þeim sem létu flækja sig í fjárhagslegt net bankanna og krosseignatengdra fyrirtækja þeirra. Öflug krafa er uppi um að þessi og hinn eigi að víkja og sumir vilja helst skipta út öllum stjórnmálamönnum fyrir nýtt og syndlaust fólk. En vandi íslenskra stjórnmála fyrir hrunið var kerfislægur en ekki persónubundinn. Það leysir ekki vandann að kúlulánþegi segi af sér þingmennsku því að næsti varamaður er líklega kúlulánþegi líka. Sumir flokkar aðhylltust einfaldlega ákveðna aðferðafræði í samskiptum við bankanna og rekstur fyrirtækja. Þess vegna er t.d. sá sjálfstæðismaður vandfundinn sem ekki hefur einhver tengsl við þau fyrirtæki sem koma fyrir í skýrslunni. Þó að sextán sjálfstæðismenn segi af sér þingsæti koma aðrir sextán í staðinn sem hafa til þess umboð frá þjóðinni. Þess vegna er lausnin ekki endilega mannaskipti heldur nýtt hugarfar. Það er einmitt það sem vantar hjá Sjálfstæðisflokknum; að hann hafi gert markvissa tilraun til að sýna fram á sú stefna sem hann boðar núna sé eitthvað annað en sá hrunadans sem lýst er í rannsóknarskýrslu alþingis. Að segja að fólk hafi brugðist en ekki stefnan dugar ekki því að rannsóknarskýrslan er samfelldur áfellisdómur yfir hugmyndafræði flokksins og stefnu hans í framkvæmd undanfarinn áratug. Á hinn bóginn örlar á slíku endurmati hjá Samfylkingunni. Það kom að einhverju leyti fram í iðrunarræðu Ingibjargar Sólrúnar á flokksráðsfundinum á laugardaginn en þó enn frekar í grein hennar í seinasta hefti Tímariti máls og menningar. Það hefur líka komið fram í ummælum Jóhönnu Sigurðardóttur og Össurar Skarphéðinssonar að undanförnu, þar sem Blairismanum er hafnað. Það verða að teljast tíðindi þar sem „hin nútímalega jafnaðarstefna" sem felst í meginatriðum á allar helstu kreddur frjálshyggjunnar hefur verið ein af grunnstoðum Samfylkingarinnar allt frá stofnun flokksins. Að vísu dugar hér ekki Samfylkingunni að skipta um slagorð; gera verður þá kröfu að stefnubreytingarinnar sjái líka stað í landsfundarsamþykktum flokksins og verkum hans í ríkisstjórn. Raunveruleg stefnubreyting af því tagi væri töluvert meira virði en afsagnir fjölmargra þingmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Útgáfa skýrslu rannsóknarnefndar alþingis um bankahrunið mánudaginn 12. apríl er stórviðburður í íslenskri stjórnmálasögu. Hún er það ekki endilega vegna þess að allt sem stendur í skýrslunni komi fólki á óvart eða sé nýmæli. En skýrslan gefur ómetanlega innsýn í pólitíska menningu og viðskipti á Íslandi undanfarinn áratug. Ekki er lengur hægt að efast um skaðsemi þeirrar stefnu sem rekin var í íslensku viðskiptalífi allt frá einkavæðingu bankanna og fram að hruni. Á hinn bóginn er óvíst að almenn samstaða væri um það ef ekki hefði verið fyrir hrunið. Efnahagshrunið veldur því að nú blasir við að kerfið var rotið og að tilraunin með fyrirmyndarsamfélag frjálshyggjunnar á Íslandi bar feigðina í sér frá upphafi. Jafnframt er skýrslan áfellisdómur yfir pólitískri menningu á Íslandi á veltiárunum eftir einkavæðingu bankanna. Fljótlega eftir einkavæðingu bankanna árið 2002 hafði myndast breið samstaða um ýmsar pólitískar kreddur. Fyrir alþingiskosningar 2003 kepptust stærstu flokkarnir, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Samfylking, til dæmis við að lofa sem mestum skattalækkunum. Í skýrslunni viðurkennir Geir H. Haarde fv. forsætisráðherra að það hafi verið meðal afdrifaríkustu hagstjórnarmistaka áratugarins að efna þetta loforð. En þessi málflutningur féll bönkunum vel í geð. Þeir veittu peningum óspart til þessara flokka og styrktu frambjóðendur þeirra í prófkjörum. Fjórði flokkurinn, Vinstrihreyfingin-grænt framboð, fór hins vegar aðra leið. Í fyrsta lagi gagnrýndi hann bæði einkavæðinguna og framkvæmd hennar og hafnaði frjálshyggjukreddum hinna flokkanna. Í öðru lagi setti VG sér þær reglur að hvorki flokkurinn né frambjóðendur hans gátu tekið við milljónastyrkjum frá bönkunum og öðrum stórfyrirtækjum. Þess vegna eru engir vinstrigrænir á listanum yfir styrkþega bankanna. Munurinn felst í ólíkri, pólitískri menningu innan flokkanna þar sem einungis einn viðhafði þá siði sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Þess vegna voru íslensk stjórnmál ekki spillt í gegn; stjórnmálaflokkar gátu kosið að taka ekki þátt í peningavæðingu stjórnmálanna og sumir gerðu það. Í kjölfar skýrslunnar eru gallar á pólitískri menningu á Íslandi orðnir augljósir og athyglin hefur mjög beinst að einstaklingum; bæði þeim sem báru ábyrgð á pólitískum mistökum en líka þeim sem létu flækja sig í fjárhagslegt net bankanna og krosseignatengdra fyrirtækja þeirra. Öflug krafa er uppi um að þessi og hinn eigi að víkja og sumir vilja helst skipta út öllum stjórnmálamönnum fyrir nýtt og syndlaust fólk. En vandi íslenskra stjórnmála fyrir hrunið var kerfislægur en ekki persónubundinn. Það leysir ekki vandann að kúlulánþegi segi af sér þingmennsku því að næsti varamaður er líklega kúlulánþegi líka. Sumir flokkar aðhylltust einfaldlega ákveðna aðferðafræði í samskiptum við bankanna og rekstur fyrirtækja. Þess vegna er t.d. sá sjálfstæðismaður vandfundinn sem ekki hefur einhver tengsl við þau fyrirtæki sem koma fyrir í skýrslunni. Þó að sextán sjálfstæðismenn segi af sér þingsæti koma aðrir sextán í staðinn sem hafa til þess umboð frá þjóðinni. Þess vegna er lausnin ekki endilega mannaskipti heldur nýtt hugarfar. Það er einmitt það sem vantar hjá Sjálfstæðisflokknum; að hann hafi gert markvissa tilraun til að sýna fram á sú stefna sem hann boðar núna sé eitthvað annað en sá hrunadans sem lýst er í rannsóknarskýrslu alþingis. Að segja að fólk hafi brugðist en ekki stefnan dugar ekki því að rannsóknarskýrslan er samfelldur áfellisdómur yfir hugmyndafræði flokksins og stefnu hans í framkvæmd undanfarinn áratug. Á hinn bóginn örlar á slíku endurmati hjá Samfylkingunni. Það kom að einhverju leyti fram í iðrunarræðu Ingibjargar Sólrúnar á flokksráðsfundinum á laugardaginn en þó enn frekar í grein hennar í seinasta hefti Tímariti máls og menningar. Það hefur líka komið fram í ummælum Jóhönnu Sigurðardóttur og Össurar Skarphéðinssonar að undanförnu, þar sem Blairismanum er hafnað. Það verða að teljast tíðindi þar sem „hin nútímalega jafnaðarstefna" sem felst í meginatriðum á allar helstu kreddur frjálshyggjunnar hefur verið ein af grunnstoðum Samfylkingarinnar allt frá stofnun flokksins. Að vísu dugar hér ekki Samfylkingunni að skipta um slagorð; gera verður þá kröfu að stefnubreytingarinnar sjái líka stað í landsfundarsamþykktum flokksins og verkum hans í ríkisstjórn. Raunveruleg stefnubreyting af því tagi væri töluvert meira virði en afsagnir fjölmargra þingmanna.