Innlent

Rannsóknarnefnd gefur ekkert upp um andmælakostinn

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Rannsóknarnefnd Alþingis gefur ekki upp hvenær þeim sem fjallað er um í skýrslu nefndarinnar og talið er að hafi orðið á mistök eða orðið uppvísir af mistökum í starfi verður gefinn kostur á að andmæla því sem sagt er um þá.

 

 

Formaður nefndarinnar segir þó að þeim verði gefinn kostur á því áður en skýrslan kemur út en það verður eftir tæpar fjórar vikur.

 

Skýrsla rannsóknarnefndarinnar á að koma út 1. febrúar. Megin hlutverk nefndarinnar er að safna saman upplýsingum um staðreyndir í bankahruninu. Eitt hlutverk hennar er einnig að fara yfir hvort að hún meti sem svo að einhver þeirra sem fjallað er um í skýrslunni hafi brotið af sér, en þá er verið að tala um meiriháttarbrot.

 

Í lögum um nefndina kemur fram að eftir að búið er að afla gagna eigi nefndin að gera þeim sem ætla má að orðið hafi á mistök eða hafi orðið uppvís að vanrækslu í starfi skriflega grein fyrir afstöðu sinni. Nefndin eigi líka að gefa viðkomandi hæfilegan frest til að gera athugasemd við skýrsluna.

 

Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að nefndin gæfi ekki upplýsingar um hvort að einhverjum hefði þegar verið gefinn kostur á þessu en það yrði gert.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×