Handteknir vegna gruns um hryðjuverk 21. desember 2010 00:30 Í stoke Lögreglukona fer inn í eitt húsanna sem leitað var í í borginni Stoke vegna meintu hryðjuverkamannanna í gær. nordicphotos/afp Tólf menn voru handteknir í Bretlandi snemma morguns í gær. Mennirnir eru grunaðir um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir í landinu. Mennirnir eru á aldrinum 17 til 28 ára, fimm eru frá Cardiff, fjórir frá Stoke og þrír frá London. Fregnir herma að einhverjir hinna handteknu séu frá Bangladess. Allir voru þeir handteknir á eða við heimili sín, nema einn sem var handtekinn í Birmingham. Þeir voru handteknir af óvopnuðum lögreglumönnum, sem þykir benda til þess að ekki hafi verið talið líklegt að mennirnir myndu fremja árásir á næstunni. Lögregla hefur litlar upplýsingar gefið um málið og segir rannsókn þess á frumstigi. Fylgst hafði verið með mönnunum í nokkrar vikur og í tilkynningu kemur fram að nauðsynlegt hafi verið talið fyrir þjóðaröryggi að handtaka mennina nú. Ekki er talið að þeir tengist hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi fyrir skemmstu, en árásarmaðurinn hafði búið í Englandi. Í kjölfar þeirrar árásar var því haldið fram að al Kaída stæði fyrir mörgum árásum á evrópsk og bandarísk skotmörk í kringum jólin. Þessu hafa yfirvöld í Bretlandi og Þýskalandi hafnað. - þeb Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Tólf menn voru handteknir í Bretlandi snemma morguns í gær. Mennirnir eru grunaðir um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir í landinu. Mennirnir eru á aldrinum 17 til 28 ára, fimm eru frá Cardiff, fjórir frá Stoke og þrír frá London. Fregnir herma að einhverjir hinna handteknu séu frá Bangladess. Allir voru þeir handteknir á eða við heimili sín, nema einn sem var handtekinn í Birmingham. Þeir voru handteknir af óvopnuðum lögreglumönnum, sem þykir benda til þess að ekki hafi verið talið líklegt að mennirnir myndu fremja árásir á næstunni. Lögregla hefur litlar upplýsingar gefið um málið og segir rannsókn þess á frumstigi. Fylgst hafði verið með mönnunum í nokkrar vikur og í tilkynningu kemur fram að nauðsynlegt hafi verið talið fyrir þjóðaröryggi að handtaka mennina nú. Ekki er talið að þeir tengist hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi fyrir skemmstu, en árásarmaðurinn hafði búið í Englandi. Í kjölfar þeirrar árásar var því haldið fram að al Kaída stæði fyrir mörgum árásum á evrópsk og bandarísk skotmörk í kringum jólin. Þessu hafa yfirvöld í Bretlandi og Þýskalandi hafnað. - þeb
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira