Fjöldi framboða kom öllum í opna skjöldu - fréttaskýring 19. október 2010 05:00 Ástráður Haraldsson. Hvernig verður staðið að kynningu á frambjóðendum og kosningakerfinu til stjórnlagaþings? Mun fleiri skiluðu inn framboðum til stjórnlagaþings en nokkurn óraði fyrir. Framboðsfrestur rann út á hádegi í gær og á síðustu metrunum bættust um 350 frambjóðendur í hópinn. Alls hafa um 500 skilað inn framboði. „Þetta kom okkur algjörlega í opna skjöldu," segir Þórhallur Vilhjálmsson, aðallögfræðingur Alþingis og ritari landskjörstjórnar. Landskjörstjórn mun vinna að því næstu daga að keyra saman meðmælalista frambjóðenda og fara yfir þá að öðru leyti til að kanna hvort á þeim séu ágallar eða hvort einhverja meðmælendur sé að finna á fleiri en einum lista. Því verki skal lögum samkvæmt vera lokið á hádegi á fimmtudag. Þórhallur segir að sú tímasetning muni standast, en jafnvel þurfi að bæta við starfsfólki í ljósi fjöldans. „Þetta setur okkur í svolítið skrítna stöðu. Þetta er töluvert umfangsmeira verk en við áttum von á." Komi ágallar í ljós gefast frambjóðendum tveir dagar til að bæta úr þeim, eða fram á laugardag. Því er ólíklegt að endanlegur fjöldi frambjóðenda liggi fyrir fyrr en eftir helgi. Þá mun landskjörstjórn gefa hverjum frambjóðanda númer og að lokum birta listann með öllum gildum framboðum. Frestur til þess rennur út 3. nóvember. Það kemur síðan í hlut dómsmálaráðuneytisins að útbúa kynningarefni fyrir frambjóðendur. Hjalti Zóphóníasson skrifstofustjóri segir að þótt fjöldi frambjóðenda hafi komið flatt upp á fólk í ráðuneytinu eigi ekki að verða mikið vandamál að útbúa slíkt efni. Frambjóðendur hafi verið beðnir um að skila inn stuttri kynningu á sjálfum sér og erindi sínu á þingið, og bæklingurinn muni byggja á þeim kynningum. Bæklingurinn verður tilbúinn áður en utankjörstaðakosning hefst 10. nóvember, og verður þá dreift í takmörkuðu upplagi til sýslumanna og utanríkisþjónustunnar. Hann fer svo í almenna dreifingu á öll heimili þegar nær dregur kosningunni. „Það má ekki dreifa þessu of snemma, þá fer þetta bara í tunnuna," útskýrir Hjalti. Annað sem þarf að útskýra fyrir fólki er kosningakerfið og hvernig skal greiða atkvæði. Kerfið er nýtt fyrir Íslendingum, á ensku heitir það „single transferable vote", en íslensk þýðing er ekki til. Kerfið er hugsað til að atkvæði kjósenda fullnýtist sem allra best. Landskjörstjórn mun hafa umsjón með að kynna almenningi kerfið, og fer það kynningarátak af stað um eða eftir mánaðamót. „Það verður auðvitað að tryggja að fólk skilji þetta en það er ekki búið að ákveða í nákvæmum smáatriðum hvernig staðið verður að því," segir Ástráður Haraldsson, formaður landskjörstjórnar, en í dómsmálaráðuneytinu er í skoðun að útbúa sérstakt kynningarmyndband fyrir kerfið. Kosið verður til stjórnlagaþings 27. nóvember. Það mun síðan taka til starfa í síðasta lagi í febrúar á næsta ári. Fréttir Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Hvernig verður staðið að kynningu á frambjóðendum og kosningakerfinu til stjórnlagaþings? Mun fleiri skiluðu inn framboðum til stjórnlagaþings en nokkurn óraði fyrir. Framboðsfrestur rann út á hádegi í gær og á síðustu metrunum bættust um 350 frambjóðendur í hópinn. Alls hafa um 500 skilað inn framboði. „Þetta kom okkur algjörlega í opna skjöldu," segir Þórhallur Vilhjálmsson, aðallögfræðingur Alþingis og ritari landskjörstjórnar. Landskjörstjórn mun vinna að því næstu daga að keyra saman meðmælalista frambjóðenda og fara yfir þá að öðru leyti til að kanna hvort á þeim séu ágallar eða hvort einhverja meðmælendur sé að finna á fleiri en einum lista. Því verki skal lögum samkvæmt vera lokið á hádegi á fimmtudag. Þórhallur segir að sú tímasetning muni standast, en jafnvel þurfi að bæta við starfsfólki í ljósi fjöldans. „Þetta setur okkur í svolítið skrítna stöðu. Þetta er töluvert umfangsmeira verk en við áttum von á." Komi ágallar í ljós gefast frambjóðendum tveir dagar til að bæta úr þeim, eða fram á laugardag. Því er ólíklegt að endanlegur fjöldi frambjóðenda liggi fyrir fyrr en eftir helgi. Þá mun landskjörstjórn gefa hverjum frambjóðanda númer og að lokum birta listann með öllum gildum framboðum. Frestur til þess rennur út 3. nóvember. Það kemur síðan í hlut dómsmálaráðuneytisins að útbúa kynningarefni fyrir frambjóðendur. Hjalti Zóphóníasson skrifstofustjóri segir að þótt fjöldi frambjóðenda hafi komið flatt upp á fólk í ráðuneytinu eigi ekki að verða mikið vandamál að útbúa slíkt efni. Frambjóðendur hafi verið beðnir um að skila inn stuttri kynningu á sjálfum sér og erindi sínu á þingið, og bæklingurinn muni byggja á þeim kynningum. Bæklingurinn verður tilbúinn áður en utankjörstaðakosning hefst 10. nóvember, og verður þá dreift í takmörkuðu upplagi til sýslumanna og utanríkisþjónustunnar. Hann fer svo í almenna dreifingu á öll heimili þegar nær dregur kosningunni. „Það má ekki dreifa þessu of snemma, þá fer þetta bara í tunnuna," útskýrir Hjalti. Annað sem þarf að útskýra fyrir fólki er kosningakerfið og hvernig skal greiða atkvæði. Kerfið er nýtt fyrir Íslendingum, á ensku heitir það „single transferable vote", en íslensk þýðing er ekki til. Kerfið er hugsað til að atkvæði kjósenda fullnýtist sem allra best. Landskjörstjórn mun hafa umsjón með að kynna almenningi kerfið, og fer það kynningarátak af stað um eða eftir mánaðamót. „Það verður auðvitað að tryggja að fólk skilji þetta en það er ekki búið að ákveða í nákvæmum smáatriðum hvernig staðið verður að því," segir Ástráður Haraldsson, formaður landskjörstjórnar, en í dómsmálaráðuneytinu er í skoðun að útbúa sérstakt kynningarmyndband fyrir kerfið. Kosið verður til stjórnlagaþings 27. nóvember. Það mun síðan taka til starfa í síðasta lagi í febrúar á næsta ári.
Fréttir Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira