Erlent

Demókratar bjartsýnir

Barack Obama forseti Bandaríkjanna
Barack Obama forseti Bandaríkjanna

 Rúmur helmingur Bandaríkjamanna segist hafa fundið fyrir áhrifum kreppunnar með einum eða öðrum hætti síðastliðna þrjátíu mánuði.

Á meðal áhrifanna eru launalækkun, fækkun vinnustunda eða atvinnuleysi. Þetta eru niðurstöður könnunar Pew Research Center sem birtar voru í gær.

Niðurstöðurnar benda til að neyslumynstur Bandaríkjamanna hefur breyst og væntingar þeirra minni en áður. Þá er athyglisvert að tæpur helmingur þátttakenda segir hagkerfið á leið út úr kreppunni. Demókratar eru í meirihluta þeirra en Repúblikanar í hinum hópnum. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×