Erlent

Skítur hvala nærir höfin

Vinna gegn hlýnun jarðar Hvalaskítur styrkir þörungagróður í höfunum.nordicphotos/AFP
Vinna gegn hlýnun jarðar Hvalaskítur styrkir þörungagróður í höfunum.nordicphotos/AFP

Hvalaskítur gerir heimshöfin járnríkari. Þessu hafa ástralskir vísindamenn komist að eftir að hafa stundað rannsóknir í Suðurhöfum.

Þetta þykir hagstætt, því þörungar dafna betur í hafinu er þau eru rík af járni. Þörungar draga í sig koltvísýring, þannig að samkvæmt því vinnur skítur úr hvölum á móti gróðurhúsaáhrifunum og hægir á hlýnun jarðar.

Allt þetta byggist reyndar á ljósátu, örlitlum krabbadýrum sem líkjast helst rækjum. Hvalir éta gjarnan ljósátu, en ljósátan er járnrík þannig að því meira sem hvalir éta af ljósátu því járnríkari verður úrgangur þeirra.- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×