Tónverk úr draumi Jónas Sen skrifar 19. desember 2010 10:00 Tónlist Heilagur draumur Verk eftir John Tavener. Kammerkór Suðurlands syngur undir stjórn Hilmars Arnars Agnarssonar. Geislaplata með verkum eftir John Tavener ber heitið Heilagur draumur. Platan heitir eftir einu verkinu á plötunni, en tónskáldið mun hafa dreymt það eftir messu í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Tavener gekk í rétttrúnaðarkirkjuna þegar hann var rúmlega þrítugur, og dulúðin og andaktin í kirkjunni hefur einkennt tónlist hans allar götur síðan. Einfaldleikinn er í fyrirrúmi í verkunum á geislaplötunni. Oft er einn undirliggjandi tónn út í gegn, og það gefur tónlistinni fókus, þjappar henni saman. Samt er músíkin ekki einfeldningsleg eða ódýr, það er merking í hverjum tóni. Hendingarnar eru sprottnar af íhugun og innri upplifun, og það er einfaldlega ekki hægt annað en að hrífast með. Kammerkór Suðurlands undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar syngur af mikilli tilfinningu og nákvæmni. Einsöngvararnir eiga líka góða spretti, sérstaklega Hrólfur Sæmundsson, sem ég held að hafi aldrei sungið eins vel. Hann er auðheyrilega vaxandi söngvari. Niðurstaða: Falleg, stundum hugleiðslukennd tónlist. Þetta er flott plata! Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónlist Heilagur draumur Verk eftir John Tavener. Kammerkór Suðurlands syngur undir stjórn Hilmars Arnars Agnarssonar. Geislaplata með verkum eftir John Tavener ber heitið Heilagur draumur. Platan heitir eftir einu verkinu á plötunni, en tónskáldið mun hafa dreymt það eftir messu í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Tavener gekk í rétttrúnaðarkirkjuna þegar hann var rúmlega þrítugur, og dulúðin og andaktin í kirkjunni hefur einkennt tónlist hans allar götur síðan. Einfaldleikinn er í fyrirrúmi í verkunum á geislaplötunni. Oft er einn undirliggjandi tónn út í gegn, og það gefur tónlistinni fókus, þjappar henni saman. Samt er músíkin ekki einfeldningsleg eða ódýr, það er merking í hverjum tóni. Hendingarnar eru sprottnar af íhugun og innri upplifun, og það er einfaldlega ekki hægt annað en að hrífast með. Kammerkór Suðurlands undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar syngur af mikilli tilfinningu og nákvæmni. Einsöngvararnir eiga líka góða spretti, sérstaklega Hrólfur Sæmundsson, sem ég held að hafi aldrei sungið eins vel. Hann er auðheyrilega vaxandi söngvari. Niðurstaða: Falleg, stundum hugleiðslukennd tónlist. Þetta er flott plata!
Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira