Fótbolti

David Moyes ósáttur við tímasetningu Sporting leiksins á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Moyes, stjóri Everton.
David Moyes, stjóri Everton. Mynd/AFP
David Moyes, stjóri Everton, er mjög óánægður með að Evrópuleiknum á móti portúgalska liðinu Sporting Lisbon í kvöld hafi verið færður fram til þess að leikurinn skarist ekki á við leiki Meistaradeildarinnar.

Leikurinn á Goodison Park hefst klukkan 17.45 í dag og David Moyes er hræddur um að þetta komi til með að hafa mikil áhrif á stemmninguna á vellinum.

„Ég veit ekki hvernig andrúmsloftið verður á vellinum. Við erum að byrja leikinn um kaffileytið og fólk er ennþá á leiðinni úr vinnu. Þarna hefur UEFA ekki staðið vel að málunum því þetta er keppni sem við viljum ná árangri," sagði David Moyes.

Leikur Everton og Sporting Lisbon var fyrst færður frá fimmtudegi yfir á þriðjudag svo að leikir Liverpool-liðanna færu ekki fram á sama degi en Liverpool mætir Unirea Urziceni á Anfield á fimmtudaginn. Sá leikur hefst klukkan 20.15.

„Rétta lausnin hefði bara verið að færa annaðhvort fyrir leikinn okkar eða fyrri leik Liverpool yfir á útivöll," bætti Moyes við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×