Körfubolti

Eigandi Cleveland hraunar yfir LeBron

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Dan Gilbert, eigandi Cleveland Cavaliers, er sár og svekktur út í LeBron James fyrir að yfirgefa félagið. James ætlar til Miami þar sem hann fær gullið tækifæri til þess að verða NBA-meistari.

Gilbert skrifaði bréf til stuðningsmanna félagsins í nótt þar sem hann hraunar yfir ofurstjörnuna.

"James hefur fengið silkimeðferð allt of lengi og menn hafa breitt yfir allt honum tengt. Í nótt sáum við hvernig þessi maður raunverulega er," sagði Gilbert en hann sakar James um að hafa gefist upp í úrslitakeppninni á móti Boston.

"Hann hætti. Ekki bara í leik 5 heldur einnig í leikjum 2,4 og 6. Skoðið bara upptökurnar. Boston-leikirnir var eitthvað sem maður hefur aldrei áður séð hjá ofurstjörnu."

Gilbert sakar James einnig um að gefast upp í úrslitakeppninni árið 2009. Það er mikil reiði meðal fólks í Cleveland með þessa ákvörðun og fjölmiðlafárið í kringum James er hvergi nærri lokið.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×