Körfubolti

Tony Parker framlengdi um fjögur ár við San Antonio Spurs

Óskar Ófeiur Jónsson skrifar
Tony Parker.
Tony Parker. Mynd/Nordic Photos/Getty

Franski bakvörðurinn Tony Parker er búinn að gera nýjan fjögurra ára samning við San Antiono Spurs í NBA-deildinni í körfubolta og mun fá um 50 milljónir dollara, eða rúmlega 5,5 milljarða íslenskra króna, fyrir þessi fjögur ár.

Hinn 28 ára gamli Parker hefur verið orðaður við önnur lið en sagðist alltaf ætla sér að framlengja við Spurs enda vildi kona hans, Eva Longoria Parker, búa áfram í San Antonio.

San Antiono Spurs er þar með búið að framlengja við þrjá lykilmenn, því Manu Ginobili skrifaði undir nýjan þriggja ára samning í apríl og Richard Jefferson framlengdi um fjögur ár í sumar.

Tony Parker kom til Spurs þegar hann var 19 ára en hann er að hefja sitt tíunda tímabil með félaginu. Parker er með 16,6 stig og 5,7 stoðsendingar að meðaltali á þessum tíma.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×