Fyrri heimsstyrjöldinni lýkur á morgun 2. október 2010 03:00 Skotgrafahernaður Stríðið stóð frá 1914 til 1918. Mestallan tímann einkenndust átökin af skotgrafahernaði á austur- og vesturvígstöðvunum. Margir vilja meina að stríðinu ljúki fyrst á morgun þegar skuld Þjóðverja verður að fullu greidd. saga Þjóðverjar ljúka við að greiða stríðsskaðabætur eftir heimsstyrjöldina fyrri á morgun, 92 árum eftir að ófriðnum lauk. Lokagreiðslan er 60 milljónir punda en upphaflega voru Þjóðverjar neyddir til að skrifa upp á að greiða 226 milljarða ríkismarka; upphæð sem í dag er talin jafngilda 70 til 80 þúsund tonnum af gulli. Sú upphæð var lækkuð í 132 milljarða ríkismarka sem er talið vera 700 milljarðar evra að núvirði. Stríðskaðabæturnar voru hluti af Versalasamningnum frá 1919, en samningurinn var dreginn upp af leiðtogum Breta, Frakka og Bandríkjanna að stærstum hluta. Þjóðverjar fengu ekki að sjá samninginn fyrr en við undirritun hans. Með samningnum þurftu Þýskaland og bandamenn þess að gangast undir að þeir bæru alla ábyrgð á ófriðnum í Evrópu og þar með mannfalli og efnahagslegum skaða heillrar heimsálfu. Talið er að tíu milljón hermenn og sjö milljónir óbreyttra borgara hafi fallið. Fyrir því eru færð sterk rök að stríðsskaðabæturnar hafi fyrst og síðast grafið undan stjórnmálalegum stöðugleika Þýskalands og Evrópu. Hagfræðingurinn John Maynard Keynes spáði því að samningurinn myndi reka Evrópu út í annað stríð, sem auðvitað rættist. Eftir að Kreppan mikla skall á 1929 hélt Þýskaland áfram að borga skaðabæturnar með því einfaldlega að prenta peninga. Weimar-lýðveldið sökk í skuldir og í óðaverðbólgu kreppuáranna þurfti tíu milljónir marka til að kaupa brauðhleif. Á þessu nærðist Adolf Hitler og boðaði að snúa við óréttlætinu sem fólst í Versalasamningnum. Fyrir boðskap hans var frjór jarðvegur sem varð til þess að hann náði völdum 1933. Þjóðverjar ættu að vera löngu búnir að gera upp skuld sína. Hitler neitaði hins vegar að greiða bæturnar og endurgreiðslur hófust ekki að nýju fyrr en 1954. Þá hafði Vestur-Þýskaland gengist í ábyrgðir fyrir skuldinni sem var að mestu greidd árið 1983. Hins vegar sátu eftir há lán í breskum og bandarískum bönkum. Weimar-lýðveldið tók til að greiða stríðsskaðabæturnar á árunum 1921 til 1923. Í London-skuldasamningnum frá 1953 var ákveðið að lánin skyldu endurgreidd ef Þýskaland sameinaðist að nýju. Greiðslur þessarar skuldar hófust árið 1996 og verður hún fyrst nú þurrkuð út úr bókum þýska ríkisins. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
saga Þjóðverjar ljúka við að greiða stríðsskaðabætur eftir heimsstyrjöldina fyrri á morgun, 92 árum eftir að ófriðnum lauk. Lokagreiðslan er 60 milljónir punda en upphaflega voru Þjóðverjar neyddir til að skrifa upp á að greiða 226 milljarða ríkismarka; upphæð sem í dag er talin jafngilda 70 til 80 þúsund tonnum af gulli. Sú upphæð var lækkuð í 132 milljarða ríkismarka sem er talið vera 700 milljarðar evra að núvirði. Stríðskaðabæturnar voru hluti af Versalasamningnum frá 1919, en samningurinn var dreginn upp af leiðtogum Breta, Frakka og Bandríkjanna að stærstum hluta. Þjóðverjar fengu ekki að sjá samninginn fyrr en við undirritun hans. Með samningnum þurftu Þýskaland og bandamenn þess að gangast undir að þeir bæru alla ábyrgð á ófriðnum í Evrópu og þar með mannfalli og efnahagslegum skaða heillrar heimsálfu. Talið er að tíu milljón hermenn og sjö milljónir óbreyttra borgara hafi fallið. Fyrir því eru færð sterk rök að stríðsskaðabæturnar hafi fyrst og síðast grafið undan stjórnmálalegum stöðugleika Þýskalands og Evrópu. Hagfræðingurinn John Maynard Keynes spáði því að samningurinn myndi reka Evrópu út í annað stríð, sem auðvitað rættist. Eftir að Kreppan mikla skall á 1929 hélt Þýskaland áfram að borga skaðabæturnar með því einfaldlega að prenta peninga. Weimar-lýðveldið sökk í skuldir og í óðaverðbólgu kreppuáranna þurfti tíu milljónir marka til að kaupa brauðhleif. Á þessu nærðist Adolf Hitler og boðaði að snúa við óréttlætinu sem fólst í Versalasamningnum. Fyrir boðskap hans var frjór jarðvegur sem varð til þess að hann náði völdum 1933. Þjóðverjar ættu að vera löngu búnir að gera upp skuld sína. Hitler neitaði hins vegar að greiða bæturnar og endurgreiðslur hófust ekki að nýju fyrr en 1954. Þá hafði Vestur-Þýskaland gengist í ábyrgðir fyrir skuldinni sem var að mestu greidd árið 1983. Hins vegar sátu eftir há lán í breskum og bandarískum bönkum. Weimar-lýðveldið tók til að greiða stríðsskaðabæturnar á árunum 1921 til 1923. Í London-skuldasamningnum frá 1953 var ákveðið að lánin skyldu endurgreidd ef Þýskaland sameinaðist að nýju. Greiðslur þessarar skuldar hófust árið 1996 og verður hún fyrst nú þurrkuð út úr bókum þýska ríkisins. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira