Innlent

„Þetta er ekki loðmulla, háttvirtur þingmaður“

Atli Gíslason var ósáttur við gagnarýni Péturs Blöndal
Atli Gíslason var ósáttur við gagnarýni Péturs Blöndal
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er ekki hrifinn af skýrslu þingmannanefndar um rannsóknarskýrsluna. Pétur kallaði niðurstöðu nefndarinnar loðmullu og lét þannig í ljós að honum fyndist nefndin sýna linkind í afstöðu sinni.

Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, tók gagnrýnina nærri sér og svaraði Pétri með orðunum: „Þetta er ekki loðmulla, háttvirtur þingmaður!"

Tekist er á um niðurstöðu nefndarinnar á Alþingi og sýnist sitt hverjum. Sjálfstæðismenn hafa sérstaklega haft sig í frammi þennan morguninn þegar kemur að gagnrýni á skýrsluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×