Íslenski boltinn

Kristinn dæmir hjá FH-bönunum í Bate Borisov

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristinn Jakobsson.
Kristinn Jakobsson. Mynd/Vilhelm
Það verður íslenskur dómarakvartett að störfum í Evrópudeild UEFA á fimmtudag, á leik FC BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi og portúgalska liðsins CS Marítimo. Kristinn Jakobsson mun dæma leikinn hjá FH-bönunum í BATE Borisov.

Leikurinn fer fram á Gorodskoy leikvanginum í Borisov og er fyrri viðureign liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. FH-ingar töpuðu þar 5-1 á dögunum en Íslenginguunum á vellinum á fimmtudaginn gengur vonandi betur.

Dómari leiksins verður eins og áður sagði Kristinn Jakobsson, aðstoðardómarar þeir Sigurður Óli Þórleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson, og fjórði dómari verður Jóhannes Valgeirsson.

BATE Borisov liðið sló út FH í forkeppni Meistaradeildarinnar en tapaði síðan fyrir Sölva Geir Ottesen og félögum í FC Kaupmannahöfn sem þýddi að þeir duttu niður í forkeppni Evrópudeildarinar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×