Sjö lið komust áfram í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2010 22:45 Það var kalt á mörgum leikjum í kvöld. Hér fagna leikmenn Gent sigurmarki sínu. Mynd/AP Manchester City og Lech Poznan voru ekki einu liðin sem tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. PSV Eindhoven, Metalist Kharkiv, Young Boys, Sporting og Bayer Leverkusen eru einnig komin áfram. Manchester City og Lech Poznan eru bæði komin áfram upp úr A-riðli en ítalska stórliðið Juventus er úr leik eftir aðeins 1-1 jafntefli á móti Lech Poznan i Póllandi. Bayer Leverkusen er komið áfram upp úr B-riðli eftir 1-0 sigur á Rosenborg í frostinu í Þrándheimi en norska liðið er úr leik. Aris vann 3-2 sigur á Atlético Madrid eftir að hafa lent 1-2 undir og eru liðin því jöfn að stigum fyrir lokaumferðina. Aris mætir þá Rosenborg á heimavelli en Atlético Madrid heimsækir Bayern Leverkusen.Aris Thessaloniki vann dramatískan sigur á Atletico Madrid.Mynd/APSporting Lissabon tryggði sér sæti í 32 liða úrslitunum með 1-0 sigri á Lille en franska liðið keppir við Gent um hitt sætið í lokaumferðinni í C-riðli. Gent er með tveggja stiga forskot á Lille eftir 1-0 sigur á Levski Sofia í kvöld. Metalist Kharkiv og PSv Eindhoven tryggðu sér tvö efstu sætin í I-riðli, Metalist vann 2-1 sigur á Debreceni en PSV kom til baka og vann 2-1 sigur á Sampdoria á Ítalíu. Liðin mætast í úrslitaleik um sigur í riðlinum í síðustu umferðinni en ítalska liðið er úr leik. Zenit St Petersburg vann sinn fimmta leik í röð og er fyrir löngu búið að tryggja sér sigurinn í G-riðlinum. AEK Aþena og Anderlecht keppa um hitt sætið í lokaumferðinni en gríska liðinu nægir þar jafntefli. Stuttgart er búið að tryggja sér sigur í H-riðli. Þýska liðið virtist ætla að tryggja sér sinn fimmta sigur í röð á útivelli á móti Young Boys en Svisslendingarnir skoruðu þrjú mörk á síðustu átta mínútunum og tryggðu sér með því sæti í 32 liða úrslitunum. Úrslitin í Evrópudeildinni í kvöld:Adam Johnson fagnar marki sínu í kvöld.Mynd/APG-riðillZenit-Anderlecht 3-1 1-0 Aleksey Ionov (12.), 2-0 Aleksandr Bukharov (65.), 2-1 Kanu (87.), 3-1 Szabolcs Huszti (88.)Hajduk Split-AEK Aþena 1-3 0-1 Ignacio Scocco (50.), 0-2 Konstantinos Manolas (61.), 0-3 Ismael Blanco (84.), 1-3 Jurica Buljat (90.)B-riðillAtletico Madrid-Aris Thessaloniki 2-3 0-1 Koke (3.), 1-1 Diego Forlan (11.), 2-1 Sergio Agüero (16.), 2-2 Koke (51.), 2-3 Nikolaos Lazaridis (81.) Rosenborg-Bayer Leverkusen 0-1 0-1 Sidney Sam (35.)H-riðillYoung Boys-Stuttgart 4-2 1-0 David Degen (39.), 1-1 Pavel Pogrebnyak (48.), 1-2 Sven Schipplock (68.), 2-2 Scott Lee Sutter (82.), 3-2 Emmanuel Mayuka (85.), 4-2 Emmanuel Mayuka (86.)Odense-Getafe 1-1 0-1 Pedro Ríos (17.), 1-1 Hans Henrik Andreasen (90.).A-riðillManchester City-Salzburg 3-0 1-0 Mario Balotelli (18.), 2-0 Mario Balotelli (65.), 3-0 Adam Johnson (78.)Lech Poznan-Juventus 1-1 1-0 Artjoms Rudnevs (12.), 1-1 Vincenzo Iaquinta (84.)I-riðillMetalist Kharkiv-Debreceni 2-1 0-1 Péter Czvitkovics (48.), 1-1 Sjálfsmark (52.), 2-1 Denis Oleynik (88.).Sampdoria-PSv Eindhoven 1-2 1-0 Giampaolo Pazzini (45.), 1-1 Ola Toivonen (51.), 1-2 Ola Toivonen (90.).C-riðillSporting Lisbon-Lille 1-0 1-0 Anderson Polga (28.)Gent-Levski Sofia 1-0 1-0 Wallace (77.) Evrópudeild UEFA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira
Manchester City og Lech Poznan voru ekki einu liðin sem tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. PSV Eindhoven, Metalist Kharkiv, Young Boys, Sporting og Bayer Leverkusen eru einnig komin áfram. Manchester City og Lech Poznan eru bæði komin áfram upp úr A-riðli en ítalska stórliðið Juventus er úr leik eftir aðeins 1-1 jafntefli á móti Lech Poznan i Póllandi. Bayer Leverkusen er komið áfram upp úr B-riðli eftir 1-0 sigur á Rosenborg í frostinu í Þrándheimi en norska liðið er úr leik. Aris vann 3-2 sigur á Atlético Madrid eftir að hafa lent 1-2 undir og eru liðin því jöfn að stigum fyrir lokaumferðina. Aris mætir þá Rosenborg á heimavelli en Atlético Madrid heimsækir Bayern Leverkusen.Aris Thessaloniki vann dramatískan sigur á Atletico Madrid.Mynd/APSporting Lissabon tryggði sér sæti í 32 liða úrslitunum með 1-0 sigri á Lille en franska liðið keppir við Gent um hitt sætið í lokaumferðinni í C-riðli. Gent er með tveggja stiga forskot á Lille eftir 1-0 sigur á Levski Sofia í kvöld. Metalist Kharkiv og PSv Eindhoven tryggðu sér tvö efstu sætin í I-riðli, Metalist vann 2-1 sigur á Debreceni en PSV kom til baka og vann 2-1 sigur á Sampdoria á Ítalíu. Liðin mætast í úrslitaleik um sigur í riðlinum í síðustu umferðinni en ítalska liðið er úr leik. Zenit St Petersburg vann sinn fimmta leik í röð og er fyrir löngu búið að tryggja sér sigurinn í G-riðlinum. AEK Aþena og Anderlecht keppa um hitt sætið í lokaumferðinni en gríska liðinu nægir þar jafntefli. Stuttgart er búið að tryggja sér sigur í H-riðli. Þýska liðið virtist ætla að tryggja sér sinn fimmta sigur í röð á útivelli á móti Young Boys en Svisslendingarnir skoruðu þrjú mörk á síðustu átta mínútunum og tryggðu sér með því sæti í 32 liða úrslitunum. Úrslitin í Evrópudeildinni í kvöld:Adam Johnson fagnar marki sínu í kvöld.Mynd/APG-riðillZenit-Anderlecht 3-1 1-0 Aleksey Ionov (12.), 2-0 Aleksandr Bukharov (65.), 2-1 Kanu (87.), 3-1 Szabolcs Huszti (88.)Hajduk Split-AEK Aþena 1-3 0-1 Ignacio Scocco (50.), 0-2 Konstantinos Manolas (61.), 0-3 Ismael Blanco (84.), 1-3 Jurica Buljat (90.)B-riðillAtletico Madrid-Aris Thessaloniki 2-3 0-1 Koke (3.), 1-1 Diego Forlan (11.), 2-1 Sergio Agüero (16.), 2-2 Koke (51.), 2-3 Nikolaos Lazaridis (81.) Rosenborg-Bayer Leverkusen 0-1 0-1 Sidney Sam (35.)H-riðillYoung Boys-Stuttgart 4-2 1-0 David Degen (39.), 1-1 Pavel Pogrebnyak (48.), 1-2 Sven Schipplock (68.), 2-2 Scott Lee Sutter (82.), 3-2 Emmanuel Mayuka (85.), 4-2 Emmanuel Mayuka (86.)Odense-Getafe 1-1 0-1 Pedro Ríos (17.), 1-1 Hans Henrik Andreasen (90.).A-riðillManchester City-Salzburg 3-0 1-0 Mario Balotelli (18.), 2-0 Mario Balotelli (65.), 3-0 Adam Johnson (78.)Lech Poznan-Juventus 1-1 1-0 Artjoms Rudnevs (12.), 1-1 Vincenzo Iaquinta (84.)I-riðillMetalist Kharkiv-Debreceni 2-1 0-1 Péter Czvitkovics (48.), 1-1 Sjálfsmark (52.), 2-1 Denis Oleynik (88.).Sampdoria-PSv Eindhoven 1-2 1-0 Giampaolo Pazzini (45.), 1-1 Ola Toivonen (51.), 1-2 Ola Toivonen (90.).C-riðillSporting Lisbon-Lille 1-0 1-0 Anderson Polga (28.)Gent-Levski Sofia 1-0 1-0 Wallace (77.)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira