Sjö lið komust áfram í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2010 22:45 Það var kalt á mörgum leikjum í kvöld. Hér fagna leikmenn Gent sigurmarki sínu. Mynd/AP Manchester City og Lech Poznan voru ekki einu liðin sem tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. PSV Eindhoven, Metalist Kharkiv, Young Boys, Sporting og Bayer Leverkusen eru einnig komin áfram. Manchester City og Lech Poznan eru bæði komin áfram upp úr A-riðli en ítalska stórliðið Juventus er úr leik eftir aðeins 1-1 jafntefli á móti Lech Poznan i Póllandi. Bayer Leverkusen er komið áfram upp úr B-riðli eftir 1-0 sigur á Rosenborg í frostinu í Þrándheimi en norska liðið er úr leik. Aris vann 3-2 sigur á Atlético Madrid eftir að hafa lent 1-2 undir og eru liðin því jöfn að stigum fyrir lokaumferðina. Aris mætir þá Rosenborg á heimavelli en Atlético Madrid heimsækir Bayern Leverkusen.Aris Thessaloniki vann dramatískan sigur á Atletico Madrid.Mynd/APSporting Lissabon tryggði sér sæti í 32 liða úrslitunum með 1-0 sigri á Lille en franska liðið keppir við Gent um hitt sætið í lokaumferðinni í C-riðli. Gent er með tveggja stiga forskot á Lille eftir 1-0 sigur á Levski Sofia í kvöld. Metalist Kharkiv og PSv Eindhoven tryggðu sér tvö efstu sætin í I-riðli, Metalist vann 2-1 sigur á Debreceni en PSV kom til baka og vann 2-1 sigur á Sampdoria á Ítalíu. Liðin mætast í úrslitaleik um sigur í riðlinum í síðustu umferðinni en ítalska liðið er úr leik. Zenit St Petersburg vann sinn fimmta leik í röð og er fyrir löngu búið að tryggja sér sigurinn í G-riðlinum. AEK Aþena og Anderlecht keppa um hitt sætið í lokaumferðinni en gríska liðinu nægir þar jafntefli. Stuttgart er búið að tryggja sér sigur í H-riðli. Þýska liðið virtist ætla að tryggja sér sinn fimmta sigur í röð á útivelli á móti Young Boys en Svisslendingarnir skoruðu þrjú mörk á síðustu átta mínútunum og tryggðu sér með því sæti í 32 liða úrslitunum. Úrslitin í Evrópudeildinni í kvöld:Adam Johnson fagnar marki sínu í kvöld.Mynd/APG-riðillZenit-Anderlecht 3-1 1-0 Aleksey Ionov (12.), 2-0 Aleksandr Bukharov (65.), 2-1 Kanu (87.), 3-1 Szabolcs Huszti (88.)Hajduk Split-AEK Aþena 1-3 0-1 Ignacio Scocco (50.), 0-2 Konstantinos Manolas (61.), 0-3 Ismael Blanco (84.), 1-3 Jurica Buljat (90.)B-riðillAtletico Madrid-Aris Thessaloniki 2-3 0-1 Koke (3.), 1-1 Diego Forlan (11.), 2-1 Sergio Agüero (16.), 2-2 Koke (51.), 2-3 Nikolaos Lazaridis (81.) Rosenborg-Bayer Leverkusen 0-1 0-1 Sidney Sam (35.)H-riðillYoung Boys-Stuttgart 4-2 1-0 David Degen (39.), 1-1 Pavel Pogrebnyak (48.), 1-2 Sven Schipplock (68.), 2-2 Scott Lee Sutter (82.), 3-2 Emmanuel Mayuka (85.), 4-2 Emmanuel Mayuka (86.)Odense-Getafe 1-1 0-1 Pedro Ríos (17.), 1-1 Hans Henrik Andreasen (90.).A-riðillManchester City-Salzburg 3-0 1-0 Mario Balotelli (18.), 2-0 Mario Balotelli (65.), 3-0 Adam Johnson (78.)Lech Poznan-Juventus 1-1 1-0 Artjoms Rudnevs (12.), 1-1 Vincenzo Iaquinta (84.)I-riðillMetalist Kharkiv-Debreceni 2-1 0-1 Péter Czvitkovics (48.), 1-1 Sjálfsmark (52.), 2-1 Denis Oleynik (88.).Sampdoria-PSv Eindhoven 1-2 1-0 Giampaolo Pazzini (45.), 1-1 Ola Toivonen (51.), 1-2 Ola Toivonen (90.).C-riðillSporting Lisbon-Lille 1-0 1-0 Anderson Polga (28.)Gent-Levski Sofia 1-0 1-0 Wallace (77.) Evrópudeild UEFA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
Manchester City og Lech Poznan voru ekki einu liðin sem tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. PSV Eindhoven, Metalist Kharkiv, Young Boys, Sporting og Bayer Leverkusen eru einnig komin áfram. Manchester City og Lech Poznan eru bæði komin áfram upp úr A-riðli en ítalska stórliðið Juventus er úr leik eftir aðeins 1-1 jafntefli á móti Lech Poznan i Póllandi. Bayer Leverkusen er komið áfram upp úr B-riðli eftir 1-0 sigur á Rosenborg í frostinu í Þrándheimi en norska liðið er úr leik. Aris vann 3-2 sigur á Atlético Madrid eftir að hafa lent 1-2 undir og eru liðin því jöfn að stigum fyrir lokaumferðina. Aris mætir þá Rosenborg á heimavelli en Atlético Madrid heimsækir Bayern Leverkusen.Aris Thessaloniki vann dramatískan sigur á Atletico Madrid.Mynd/APSporting Lissabon tryggði sér sæti í 32 liða úrslitunum með 1-0 sigri á Lille en franska liðið keppir við Gent um hitt sætið í lokaumferðinni í C-riðli. Gent er með tveggja stiga forskot á Lille eftir 1-0 sigur á Levski Sofia í kvöld. Metalist Kharkiv og PSv Eindhoven tryggðu sér tvö efstu sætin í I-riðli, Metalist vann 2-1 sigur á Debreceni en PSV kom til baka og vann 2-1 sigur á Sampdoria á Ítalíu. Liðin mætast í úrslitaleik um sigur í riðlinum í síðustu umferðinni en ítalska liðið er úr leik. Zenit St Petersburg vann sinn fimmta leik í röð og er fyrir löngu búið að tryggja sér sigurinn í G-riðlinum. AEK Aþena og Anderlecht keppa um hitt sætið í lokaumferðinni en gríska liðinu nægir þar jafntefli. Stuttgart er búið að tryggja sér sigur í H-riðli. Þýska liðið virtist ætla að tryggja sér sinn fimmta sigur í röð á útivelli á móti Young Boys en Svisslendingarnir skoruðu þrjú mörk á síðustu átta mínútunum og tryggðu sér með því sæti í 32 liða úrslitunum. Úrslitin í Evrópudeildinni í kvöld:Adam Johnson fagnar marki sínu í kvöld.Mynd/APG-riðillZenit-Anderlecht 3-1 1-0 Aleksey Ionov (12.), 2-0 Aleksandr Bukharov (65.), 2-1 Kanu (87.), 3-1 Szabolcs Huszti (88.)Hajduk Split-AEK Aþena 1-3 0-1 Ignacio Scocco (50.), 0-2 Konstantinos Manolas (61.), 0-3 Ismael Blanco (84.), 1-3 Jurica Buljat (90.)B-riðillAtletico Madrid-Aris Thessaloniki 2-3 0-1 Koke (3.), 1-1 Diego Forlan (11.), 2-1 Sergio Agüero (16.), 2-2 Koke (51.), 2-3 Nikolaos Lazaridis (81.) Rosenborg-Bayer Leverkusen 0-1 0-1 Sidney Sam (35.)H-riðillYoung Boys-Stuttgart 4-2 1-0 David Degen (39.), 1-1 Pavel Pogrebnyak (48.), 1-2 Sven Schipplock (68.), 2-2 Scott Lee Sutter (82.), 3-2 Emmanuel Mayuka (85.), 4-2 Emmanuel Mayuka (86.)Odense-Getafe 1-1 0-1 Pedro Ríos (17.), 1-1 Hans Henrik Andreasen (90.).A-riðillManchester City-Salzburg 3-0 1-0 Mario Balotelli (18.), 2-0 Mario Balotelli (65.), 3-0 Adam Johnson (78.)Lech Poznan-Juventus 1-1 1-0 Artjoms Rudnevs (12.), 1-1 Vincenzo Iaquinta (84.)I-riðillMetalist Kharkiv-Debreceni 2-1 0-1 Péter Czvitkovics (48.), 1-1 Sjálfsmark (52.), 2-1 Denis Oleynik (88.).Sampdoria-PSv Eindhoven 1-2 1-0 Giampaolo Pazzini (45.), 1-1 Ola Toivonen (51.), 1-2 Ola Toivonen (90.).C-riðillSporting Lisbon-Lille 1-0 1-0 Anderson Polga (28.)Gent-Levski Sofia 1-0 1-0 Wallace (77.)
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira