Hrunsrannsóknin nái til einkavæðingar bankanna 24. febrúar 2010 05:00 Tryggvi Gunnarsson og Páll Hreinsson sitja fyrir svörum fjölmiðla í janúar eftir að í ljós kom að útgáfa skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið kæmi til með að frestast. Fréttablaðið/stefán Í minnisblaði til rannsóknarnefndar Alþingis mælist Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, til þess að rannsóknin nái allt til einkavæðingar bankanna. Minnisblaðið er frá í janúar í fyrra. Þá kallaði nefndin fyrir sig hópa hagfræðinga til ráðgjafar. Í erindinu segir Ólafur að kanna þurfi hver hafi verið tildrög þess að bankarnir voru seldir svokölluðum kjölfestufjárfestum en ekki með dreifða aðild fyrir augum eins og boðað hafði verið. „Tilefni sýnist til að kanna þá fullyrðingu í ljósi vals á kaupendum, sem engir höfðu getið sér orð fyrir þekkingu á bankastarfsemi, að bankarnir hafi verið seldir eftir svonefndri helmingaskiptareglu stjórnarflokkanna tveggja,“ segir í minnisblaðinu. „Um leið sýnist ástæða til að skoða sölu VÍS út úr Landsbankanum í þessu samhengi.“ Þá segir Ólafur að kanna þurfi fullyrðingu fyrrum bankamálaráðherra að Ríkisendurskoðun hafi lagt faglega blessun yfir einkavæðingu bankanna í ljósi alvarlegra athugasemda sem stofnunin hafi gert við hana. Um leið segir hann ástæðu til að kanna hvort forsætisráðuneytið hafi hlutast til um efni skýrslu Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu bankanna í árslok 2003. „Benda má á að skýrslan hefði þurft að taka til sölu Búnaðarbankans úr hendi þeirra sem keyptu ráðandi hlut af ríkissjóði, en hann var í þeirra eigu aðeins skamma hríð þar til þeir seldu eignarhlutinn með umtalsverðum hagnaði.“ Þá segir hann virðast sem Ríkisendurskoðun hafi látið undir höfuð leggjast að afla gagna frá þýskum eftirlitsstofnunum vegna þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers sem við einkavæðinguna eignaðist fjórðungshlut í bankanum. Ólafur tiltekur í erindi sínu til nefndarinnar fjölda þátta sem til athugunar við rannsókn á aðdraganda og orsökum á falli íslensku bankanna 2008 og tengdum atburðum. Auk einkavæðingar bankanna taldi hann að kanna þyrfti hvernig eftirliti Seðlabankans með fjármálastöðugleikanum og með gjaldeyrisstöðu bankanna hafi verið háttað, tilraunir Seðlabankans til að efla gjaldeyrisvarasjóðinn, samband Seðlabankans við aðra banka og við ríkisstjórn, eftirlit Fjármálaeftirlitsins (FME), ákvörðunina um að þjóðnýta Glitni, Icesave-reikninga Landsbankans, Kastljósviðtal Davíðs Oddssonar, þá seðlabankastjóra, og fleiri þætti. Stefnt er að því að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis komi út fyrir mánaðamótin. Frestur sem tólf embættismönnum var gefinn til að skila andmælum við efni hennar rennur út í dag. olikr@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Í minnisblaði til rannsóknarnefndar Alþingis mælist Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, til þess að rannsóknin nái allt til einkavæðingar bankanna. Minnisblaðið er frá í janúar í fyrra. Þá kallaði nefndin fyrir sig hópa hagfræðinga til ráðgjafar. Í erindinu segir Ólafur að kanna þurfi hver hafi verið tildrög þess að bankarnir voru seldir svokölluðum kjölfestufjárfestum en ekki með dreifða aðild fyrir augum eins og boðað hafði verið. „Tilefni sýnist til að kanna þá fullyrðingu í ljósi vals á kaupendum, sem engir höfðu getið sér orð fyrir þekkingu á bankastarfsemi, að bankarnir hafi verið seldir eftir svonefndri helmingaskiptareglu stjórnarflokkanna tveggja,“ segir í minnisblaðinu. „Um leið sýnist ástæða til að skoða sölu VÍS út úr Landsbankanum í þessu samhengi.“ Þá segir Ólafur að kanna þurfi fullyrðingu fyrrum bankamálaráðherra að Ríkisendurskoðun hafi lagt faglega blessun yfir einkavæðingu bankanna í ljósi alvarlegra athugasemda sem stofnunin hafi gert við hana. Um leið segir hann ástæðu til að kanna hvort forsætisráðuneytið hafi hlutast til um efni skýrslu Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu bankanna í árslok 2003. „Benda má á að skýrslan hefði þurft að taka til sölu Búnaðarbankans úr hendi þeirra sem keyptu ráðandi hlut af ríkissjóði, en hann var í þeirra eigu aðeins skamma hríð þar til þeir seldu eignarhlutinn með umtalsverðum hagnaði.“ Þá segir hann virðast sem Ríkisendurskoðun hafi látið undir höfuð leggjast að afla gagna frá þýskum eftirlitsstofnunum vegna þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers sem við einkavæðinguna eignaðist fjórðungshlut í bankanum. Ólafur tiltekur í erindi sínu til nefndarinnar fjölda þátta sem til athugunar við rannsókn á aðdraganda og orsökum á falli íslensku bankanna 2008 og tengdum atburðum. Auk einkavæðingar bankanna taldi hann að kanna þyrfti hvernig eftirliti Seðlabankans með fjármálastöðugleikanum og með gjaldeyrisstöðu bankanna hafi verið háttað, tilraunir Seðlabankans til að efla gjaldeyrisvarasjóðinn, samband Seðlabankans við aðra banka og við ríkisstjórn, eftirlit Fjármálaeftirlitsins (FME), ákvörðunina um að þjóðnýta Glitni, Icesave-reikninga Landsbankans, Kastljósviðtal Davíðs Oddssonar, þá seðlabankastjóra, og fleiri þætti. Stefnt er að því að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis komi út fyrir mánaðamótin. Frestur sem tólf embættismönnum var gefinn til að skila andmælum við efni hennar rennur út í dag. olikr@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira