Þúsund hafa látið vita um grunsamlegar mannaferðir 3. desember 2010 04:30 innbrotsþjófar Ábendingum borgara til lögreglu vegna grunsamlegra mannaferða hefur fjölgað verulega og þær hafa borið góðan árangur. Lögregla metur nágrannavörslu mikils. „Nágrannavarslan hefur komið sér afar vel og það er mikill áhugi hjá fólki," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, spurður um árangur nágrannavörslu, sem lögregla hefur lagt áherslu á í baráttunni gegn innbrotum. Geir Jón kveður ábendingar fólks hafa leitt til þess að innbrotsþjófar hafi verið teknir, sumir hverjir við iðju sína og þýfi hafi náðst. Hann segir borgara sýna mikla árvekni þegar grunsamlegar mannaferðir og athæfi séu annars vegar. Það sem af er árinu hafa lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu borist 987 ábendingar um grunsamlegar mannaferðir. „Ég get nefnt sem dæmi um fólk sem tók myndir út um gluggann heima hjá sér og fylgdist með tveimur einstaklingum sem fóru út úr bíl og brutust inn í hús.Þegar þeir voru búnir að athafna sig drifu þeir sig á brott. Fólkið kom myndunum og upplýsingum til okkar og málið var auðleyst. Í öðru tilviki benti bílnúmer á bíræfna innbrotsþjófa um miðjan dag í íbúðarhverfi. Fólk tók eftir því að verið var að bera muni út úr nágrannahúsi, en vissi ekki til þess að neinn væri að flytja. Það tók niður númerið á bílnum og kom því til lögreglu. Þegar farið var að athuga málið reyndist númerið vera á sendibíl sem var á ferðinni með mikið af þýfi úr íbúðarhúsinu." Þá segir Geir Jón almenning hafa miðlað lýsingum á fólki sem hægt hafi verið að tengja við ákveðin atvik. Það hafi auðveldað eftirfylgni mála þar sem fyrir hafi legið sterkur vitnisburður um að viðkomandi hafi verið á þeim stað þar sem brotist hafði verið inn. „Það eru vísbendingar af þessu tagi sem lögreglan er að kalla eftir, því þær geta auðveldað úrlausn mála," undirstrikar Geir Jón. „Þetta upplýsingastreymi frá fólki til lögreglu er alltaf að aukast. Við viljum fá allar ábendingar sem kunna að vera fyrir hendi og vinnum síðan úr þeim. Við sjáum að almenningur getur hjálpað okkur mjög mikið og höfum bent á það." Geir Jón segir að lögreglan greini frá þeim góða árangri sem nágrannavarslan hefur þegar skilað. Fólk sé því upplýst um að varslan beri árangur og umræðan smiti út frá sér, þannig að sífellt fleiri borgarar séu á varðbergi. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
„Nágrannavarslan hefur komið sér afar vel og það er mikill áhugi hjá fólki," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, spurður um árangur nágrannavörslu, sem lögregla hefur lagt áherslu á í baráttunni gegn innbrotum. Geir Jón kveður ábendingar fólks hafa leitt til þess að innbrotsþjófar hafi verið teknir, sumir hverjir við iðju sína og þýfi hafi náðst. Hann segir borgara sýna mikla árvekni þegar grunsamlegar mannaferðir og athæfi séu annars vegar. Það sem af er árinu hafa lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu borist 987 ábendingar um grunsamlegar mannaferðir. „Ég get nefnt sem dæmi um fólk sem tók myndir út um gluggann heima hjá sér og fylgdist með tveimur einstaklingum sem fóru út úr bíl og brutust inn í hús.Þegar þeir voru búnir að athafna sig drifu þeir sig á brott. Fólkið kom myndunum og upplýsingum til okkar og málið var auðleyst. Í öðru tilviki benti bílnúmer á bíræfna innbrotsþjófa um miðjan dag í íbúðarhverfi. Fólk tók eftir því að verið var að bera muni út úr nágrannahúsi, en vissi ekki til þess að neinn væri að flytja. Það tók niður númerið á bílnum og kom því til lögreglu. Þegar farið var að athuga málið reyndist númerið vera á sendibíl sem var á ferðinni með mikið af þýfi úr íbúðarhúsinu." Þá segir Geir Jón almenning hafa miðlað lýsingum á fólki sem hægt hafi verið að tengja við ákveðin atvik. Það hafi auðveldað eftirfylgni mála þar sem fyrir hafi legið sterkur vitnisburður um að viðkomandi hafi verið á þeim stað þar sem brotist hafði verið inn. „Það eru vísbendingar af þessu tagi sem lögreglan er að kalla eftir, því þær geta auðveldað úrlausn mála," undirstrikar Geir Jón. „Þetta upplýsingastreymi frá fólki til lögreglu er alltaf að aukast. Við viljum fá allar ábendingar sem kunna að vera fyrir hendi og vinnum síðan úr þeim. Við sjáum að almenningur getur hjálpað okkur mjög mikið og höfum bent á það." Geir Jón segir að lögreglan greini frá þeim góða árangri sem nágrannavarslan hefur þegar skilað. Fólk sé því upplýst um að varslan beri árangur og umræðan smiti út frá sér, þannig að sífellt fleiri borgarar séu á varðbergi. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira