Hópur vísindamanna undir forystu sérfræðinga frá MIT-háskólanum í Bandaríkjunum hefur hannað farþegaþotu sem eyðir um 70 prósentum minna eldsneyti en þær þotur sem nú eru í notkun.
Vélar voru hannaðar í tveimur stærðum. Sú minni líkist hefðbundnum þotum í útliti, en sú stærri er óvenjulegri í útliti, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Eflaust er enn nokkuð í að slíkar þotur leysi eldri vélar af hólmi. Vísindamennirnir hönnuðu því einnig einfaldari útgáfu sem ætti að vera auðveldari í framleiðslu, sem notar helmingi minna af eldsneyti en farþegaþotur í dag. - bj