Nýr dagskrárstjóri tjáir sig ekki um Spaugstofuna 28. apríl 2010 09:30 Erna Kettler er nýr dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins. Hún segir allt velta á því hversu miklir fjármunir séu fyrir hendi. „Mér líst vel á starfið og ætla að taka mér tíma fram yfir helgi til að átta mig aðeins hlutunum,“ segir Erna Kettler, nýráðinn dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins. Erna verður yfir sameinaðri deild innlenda og erlenda sjónvarpsefnisins hjá RÚV en hún var áður á erlendu deildinni. Þá var hún einnig dagskrárstjóri erlendu deildarinnar á Stöð 2 en Erna sleit barnsskónum í dagskrárdeild Stöðvar 2 og hefur því víðtæka reynslu í bæði erlendum og innlendum dagskrárdeildum. Töluverður styr hefur staðið um Ríkissjónvarpið, ekki síst meðal íslenskra kvikmyndagerðarmanna eftir ummæli útvarpsstjórans Páls Magnússonar um að RÚV hygðist ekki fjárfesta í innlendu efni. Erna segist ekki vera í aðstöðu til þess að tjá sig um það mál, hún sé ekki einu sinni komin með lyklavöldin. „Við erum að sjálfsögðu öll af vilja gerð,“ segir Erna, sem var heldur ekki tilbúin til að tjá sig um framtíð Spaugstofunnar sem hefur legið í lausu lofti. Þegar Erna er spurð hvort áhorfendur eigi von á byltingu á dagskrá RÚV segist hún vissulega hafa myndað sér skoðun á því hvernig hlutirnir eigi að vera. Það séu hins vegar nýir tímar og fólk verði að velta hverri einustu krónu fyrir sér nokkrum sinnum. „Auðvitað viljum við vera með meira af íslensku efni, við höfum verið með mikið af heimildarmyndum en ekki eins mikið af leiknu efni og við höfum viljað,“ segir Erna. „En þetta snýst auðvitað allt um það hverju við höfum efni á.“ - fgg Lífið Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Mér líst vel á starfið og ætla að taka mér tíma fram yfir helgi til að átta mig aðeins hlutunum,“ segir Erna Kettler, nýráðinn dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins. Erna verður yfir sameinaðri deild innlenda og erlenda sjónvarpsefnisins hjá RÚV en hún var áður á erlendu deildinni. Þá var hún einnig dagskrárstjóri erlendu deildarinnar á Stöð 2 en Erna sleit barnsskónum í dagskrárdeild Stöðvar 2 og hefur því víðtæka reynslu í bæði erlendum og innlendum dagskrárdeildum. Töluverður styr hefur staðið um Ríkissjónvarpið, ekki síst meðal íslenskra kvikmyndagerðarmanna eftir ummæli útvarpsstjórans Páls Magnússonar um að RÚV hygðist ekki fjárfesta í innlendu efni. Erna segist ekki vera í aðstöðu til þess að tjá sig um það mál, hún sé ekki einu sinni komin með lyklavöldin. „Við erum að sjálfsögðu öll af vilja gerð,“ segir Erna, sem var heldur ekki tilbúin til að tjá sig um framtíð Spaugstofunnar sem hefur legið í lausu lofti. Þegar Erna er spurð hvort áhorfendur eigi von á byltingu á dagskrá RÚV segist hún vissulega hafa myndað sér skoðun á því hvernig hlutirnir eigi að vera. Það séu hins vegar nýir tímar og fólk verði að velta hverri einustu krónu fyrir sér nokkrum sinnum. „Auðvitað viljum við vera með meira af íslensku efni, við höfum verið með mikið af heimildarmyndum en ekki eins mikið af leiknu efni og við höfum viljað,“ segir Erna. „En þetta snýst auðvitað allt um það hverju við höfum efni á.“ - fgg
Lífið Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein