Loksins sigurleikur hjá Chelsea Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. desember 2010 21:45 Tveimur leikjum af þremur er lokið í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea vann loksins sigur en Arsenal missti af tækifæri til að komast upp að hlið toppliðanna í deildinni. Chelsea vann Bolton, 1-0, með marki Florent Malouda á 61. mínútu. Chelsea hafði ekki unnið leik í deildinni síðan 10. nóvember og komst liðið þar með aftur upp í fjórða sæti deildarinnar. Fyrri hálfleikurinn var reyndar afar tíðindalítill og Jussi Jaaskeleinen hafði afar lítið að gera í marki Bolton - enda áttu heimamenn ekki skot að marki. Það breyttist þó í síðari hálfleik. Didier Drogba átti skot í stöng snemma í hálfleiknum en það var Malouda sem náði að skora skömmu síðar. Michael Essien átti góða sendingu á Drogba sem var sloppinn einn inn fyrir vörn Wolves. Hann gaf á Malouda sem skoraði í autt markið. Chelsea sótti nokkuð stíft undir lokin en dugði þó eina markið til að tryggja sér öll stigin þrjú sem í boði voru. Nicklas Bendtner fagnar í kvöld.Nordic Photos / Getty ImagesWigan og Arsenal gerðu jafntefli, 2-2, í viðburðarríkum leik. Arsene Wenger gerði átta breytingar á byrjunarliði Arsenal og það virtist hafa sitt að segja í upphafi leiksins. Wigan komst yfir með marki Ben Watson úr vítaspyrnu á 18. mínútu. Dómurinn var umdeildur en dómara leiksins þótti brotið á Charles N'Zogbia. Leikmenn Arsenal svöruðu þó fyrir sig og það með tveimur mörkum undir lok fyrri hálfleiks. Fyrst skoraði Andrei Arshavin með laglegri spyrnu eftir að skot Nicklas Bendtner var varið af Ali Al-Habsi í marki Wigan. Stuttu síðar skoraði Bendtner eftir stungusendingu frá Arshavin. Það benti fátt til þess að Wigan myndi jafna metin þegar að N'Zogbia fékk að líta beint rautt spjald á 77. mínútu fyrir að skalla Jack Wilshere. En aðeins fjórum mínútum voru heimamenn búnir að skora þökk sé sjálfsmarki Sebastien Squillaci sem skallaði knöttinn í eigið net af stuttu færi. Þar við sat og það voru skiljanlega svekktir leikmenn Arsenal sem gengu til búningsklefa. Skroll-Íþróttir Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Fleiri fréttir Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Sjá meira
Tveimur leikjum af þremur er lokið í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea vann loksins sigur en Arsenal missti af tækifæri til að komast upp að hlið toppliðanna í deildinni. Chelsea vann Bolton, 1-0, með marki Florent Malouda á 61. mínútu. Chelsea hafði ekki unnið leik í deildinni síðan 10. nóvember og komst liðið þar með aftur upp í fjórða sæti deildarinnar. Fyrri hálfleikurinn var reyndar afar tíðindalítill og Jussi Jaaskeleinen hafði afar lítið að gera í marki Bolton - enda áttu heimamenn ekki skot að marki. Það breyttist þó í síðari hálfleik. Didier Drogba átti skot í stöng snemma í hálfleiknum en það var Malouda sem náði að skora skömmu síðar. Michael Essien átti góða sendingu á Drogba sem var sloppinn einn inn fyrir vörn Wolves. Hann gaf á Malouda sem skoraði í autt markið. Chelsea sótti nokkuð stíft undir lokin en dugði þó eina markið til að tryggja sér öll stigin þrjú sem í boði voru. Nicklas Bendtner fagnar í kvöld.Nordic Photos / Getty ImagesWigan og Arsenal gerðu jafntefli, 2-2, í viðburðarríkum leik. Arsene Wenger gerði átta breytingar á byrjunarliði Arsenal og það virtist hafa sitt að segja í upphafi leiksins. Wigan komst yfir með marki Ben Watson úr vítaspyrnu á 18. mínútu. Dómurinn var umdeildur en dómara leiksins þótti brotið á Charles N'Zogbia. Leikmenn Arsenal svöruðu þó fyrir sig og það með tveimur mörkum undir lok fyrri hálfleiks. Fyrst skoraði Andrei Arshavin með laglegri spyrnu eftir að skot Nicklas Bendtner var varið af Ali Al-Habsi í marki Wigan. Stuttu síðar skoraði Bendtner eftir stungusendingu frá Arshavin. Það benti fátt til þess að Wigan myndi jafna metin þegar að N'Zogbia fékk að líta beint rautt spjald á 77. mínútu fyrir að skalla Jack Wilshere. En aðeins fjórum mínútum voru heimamenn búnir að skora þökk sé sjálfsmarki Sebastien Squillaci sem skallaði knöttinn í eigið net af stuttu færi. Þar við sat og það voru skiljanlega svekktir leikmenn Arsenal sem gengu til búningsklefa.
Skroll-Íþróttir Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Fleiri fréttir Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Sjá meira