Þolinmæði stjórnarandstöðunnar gagnvart ríkisstjórninni um að ná samstöðu um lausn Icesave málsins er að bresta, eftir fund þeirra í dag, sem lauk rétt fyrir fréttir. Fjármálaráðherra telur þó að samningaviðræður við Breta og Hollendinga vegna Icesave gætu hafist innan hálfs mánaðar og tekið stuttan tíma.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mun eiga fund með Jose manuel Borraso forseta framkvæmdastjórnar Everópusambandsins á fimmtudag en ekki hefur verið uppgefið um hvað sá fundur er. Sennilega mun þó Icesave bera þar á góma. Fjármálaráðherra segir einfalt hver eigi að vera markmið Íslendinga í viðræðum við Breta og Hollendinga.
Steingrímur segir að margar viðkvæmar upplýsingar í bakgrunni bankahrunsins hafi ekki verið hægt að nota í opinberri umræðu vegna þess að þær gætu skaðað hagsmuni landsins. Hendur stjórnvalda hafi því að hluta til verið bundnar í vörnum málsins.
En fjármálaráðherra treystir því að ýmsar þessar upplýsingar komi upp á yfirborðið í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Hann telur að viðræður við Breta og Hollendinga ættu að geta hafist innan hálfs mánaðar og staðið stutt.
En það var greinilegt á fulltrúa stjórnarandstöðunnar eftir fund með fjármálaráðherra og utanríkisráðherra síðdegis að þar á bæ eru menn ekki eins bjartsýnir á gang mála og segja enga lausn í sjónmáli.