Körfubolti

Byron Scott að taka við Cleveland

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Byron Scott verður næsti þjálfari Cleveland Cavaliers samkvæmt áreiðanlegum heimildum ESPN. Viðræður hafa gengið vel og verið er að ganga frá lokaatriðum samningsins.

Brian Shaw, aðstoðarþjálfari Lakers, kom einnig til greina en forráðamenn Cleveland voru mjög hrifnir af honum.

Þetta verður þriðja aðalþjálfarastarfið hjá Scott en hann fór með New Jersey Nets í lokaúrslit NBA-deildarinnar árin 2002 og 2003.

Hann þjálfaði einnig New Orleans Hornets og var valinn besti þjálfari deildarinnar árið 2008.

Scott spilaði í NBA-deildinni í 14 ár og vann þrjá titla með LA Lakers.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×