Innlent

Þrjú dómaraefni tilnefnd í Mannréttindadómstólinn

Davíð Þór Björgvinsson, núverandi dómari við Mannréttindadómstólinn, er meðal þeirra sem ríkisstjórnin tilefnir sem dómaraefni Íslands.
Davíð Þór Björgvinsson, núverandi dómari við Mannréttindadómstólinn, er meðal þeirra sem ríkisstjórnin tilefnir sem dómaraefni Íslands.

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu Rögnu Árnadóttur, dómsmála- og mannréttindaráðherra, um að tilnefna Davíð Þór Björgvinsson, núverandi dómara við Mannréttindadómstólinn, Hjördísi Björk Hákonardóttur hæstaréttardómara og Pál Hreinsson hæstaréttardómara og formann Rannsóknarnefndar Alþingis, sem dómaraefni af Íslands hálfu við Mannréttindadómstól Evrópu.

Mannréttindadómstóllinn er skipaður einum dómara frá hverju samningsríkja og er hver dómari skipaður til sex ára í senn. Kjörtímabil íslensks dómara við dómstólinn rennur út 31. október 2010 og fór Evrópuráðið því þess á leit við dómsmála- og mannréttindaráðuneytið að tilnefnd yrðu af Íslands hálfu þrjú dómaraefni.

Dómarar við Mannréttindadómstólinn eru kjörnir af þingi Evrópuráðsins, af lista með þremur mönnum sem samningsaðili tilnefnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×