Kom að manninum sofandi og margstakk með eggvopni 17. ágúst 2010 06:00 Vettvangur Mikið rannsóknarstarf hefur verið unnið á vettvangi morðsins í einbýlishúsinu við Háaberg í Hafnarfirði, þar sem tæknideild lögreglunnar hefur fínkembt húsið og nágrenni þess. Karlmaður á fertugsaldri sem ráðinn var bani á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði um helgina fannst liggjandi á gangi að svefnherbergi sínu í einbýlishúsinu sem hann bjó í, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Maðurinn var stunginn margoft með hnífi eða öðru eggvopni með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af. Nokkurt rót var í svefnherberginu, sem bendir til þess að til einhverra stympinga eða jafnvel átaka hafi komið. Mikið blóð var á vettvangi. Grunur leikur á að ódæðismaðurinn hafi farið inn í húsið í gegnum inngang sem var ólæstur að jafnaði. Það var laust fyrir hádegi á sunnudag sem tilkynnt var um látinn mann í heimahúsi í Hafnarfirði. Unnusta mannsins kom að honum látnum í húsinu. Lögregla hóf þegar umfangsmikla rannsókn. Tæknilið hóf að fínkemba húsið þar sem maðurinn fannst svo og næsta nágrenni. Þá hófust fljótlega yfirheyrslur yfir fólki sem talið var geta gefið upplýsingar sem að gagni mættu koma til að handsama árásarmanninn. Lögregla hélt áfram yfirheyrslum í allan gærdag og höfðu þá fjölmargir verið yfirheyrðir, auk þess sem unnið var úr gögnum sem aflað hafði verið með tæknirannsóknum á vettvangi. Í gærkvöldi stóðu yfirheyrslur enn yfir. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst var ekki búið að finna morðvopnið, sem talið er hafa orðið manninum að bana, síðdegis í gær. Talið er líklegt að ráðist hafi verið á manninn þar sem hann lá í rúmi sínu, að líkindum sofandi, en hann var einn heima þessa nótt. Gögn benda til þess að ráðist hafi verið á hann nokkrum klukkustundum áður en unnusta hans kom að honum látnum. Maðurinn sem ráðinn var bani hét Hannes Þór Helgason. Hann var fæddur árið 1973. Hann var framkvæmdastjóri sælgætisgerðarinnar Góu. Lögreglan biður þá sem upplýsingar geta gefið í tengslum við rannsókn málsins um að hafa samband í síma 444 1104. - jss Fréttir Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri sem ráðinn var bani á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði um helgina fannst liggjandi á gangi að svefnherbergi sínu í einbýlishúsinu sem hann bjó í, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Maðurinn var stunginn margoft með hnífi eða öðru eggvopni með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af. Nokkurt rót var í svefnherberginu, sem bendir til þess að til einhverra stympinga eða jafnvel átaka hafi komið. Mikið blóð var á vettvangi. Grunur leikur á að ódæðismaðurinn hafi farið inn í húsið í gegnum inngang sem var ólæstur að jafnaði. Það var laust fyrir hádegi á sunnudag sem tilkynnt var um látinn mann í heimahúsi í Hafnarfirði. Unnusta mannsins kom að honum látnum í húsinu. Lögregla hóf þegar umfangsmikla rannsókn. Tæknilið hóf að fínkemba húsið þar sem maðurinn fannst svo og næsta nágrenni. Þá hófust fljótlega yfirheyrslur yfir fólki sem talið var geta gefið upplýsingar sem að gagni mættu koma til að handsama árásarmanninn. Lögregla hélt áfram yfirheyrslum í allan gærdag og höfðu þá fjölmargir verið yfirheyrðir, auk þess sem unnið var úr gögnum sem aflað hafði verið með tæknirannsóknum á vettvangi. Í gærkvöldi stóðu yfirheyrslur enn yfir. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst var ekki búið að finna morðvopnið, sem talið er hafa orðið manninum að bana, síðdegis í gær. Talið er líklegt að ráðist hafi verið á manninn þar sem hann lá í rúmi sínu, að líkindum sofandi, en hann var einn heima þessa nótt. Gögn benda til þess að ráðist hafi verið á hann nokkrum klukkustundum áður en unnusta hans kom að honum látnum. Maðurinn sem ráðinn var bani hét Hannes Þór Helgason. Hann var fæddur árið 1973. Hann var framkvæmdastjóri sælgætisgerðarinnar Góu. Lögreglan biður þá sem upplýsingar geta gefið í tengslum við rannsókn málsins um að hafa samband í síma 444 1104. - jss
Fréttir Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira