Krefjast skýringa á ummælum lögreglu 17. ágúst 2010 06:00 Ummæli Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, sem hann lét falla í samtali við DV í gær, hafa sætt mikilli gagnrýni. Segir Björgvin um fjölda nauðgana í landinu að „fólk ætti kannski að líta oftar í eigin barm og bera ábyrgð á sjálfu sér". Lætur hann þessi ummæli falla um tengsl nauðgana og vímuefnaneyslu. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segist vona innilega að ekki sé haft rétt eftir Björgvini í DV, en ef svo sé hafi hann afhjúpað afstöðu sem sé óásættanleg og Stígamót muni strax lýsa yfir vantrausti á hann. Stígamót hafi krafið Stefán Eiríksson lögreglustjóra skýringa á málinu. „Það er bannað með lögum að nauðga konum í hvaða ástandi sem þær eru," segir Guðrún. „Á bak við hverja nauðgun er að minnsta kosti einn nauðgari og í viðtalinu segir Björgvin að konur geti sjálfum sér um kennt sé þeim nauðgað þegar þær eru drukknar. Með því hlýtur hann óbeint að vera að lýsa yfir sakleysi nauðgara sem nauðga konum í annarlegu ástandi." Guðrún segir að Stígamót geti ekki hvatt konur til að kæra ef vitað sé að móttakandinn líti svo á að nauðgunin geti verið henni að kenna. „Við skorum á yfirmann kynferðisbrotadeildar að skýra þetta mál." Starfsfólk Stígamóta hefur haft áhyggjur af þeim litla fjölda dóma sem fallið hafa í nauðgunarmálum á síðustu áratugum. „Ég vona að skýringarnar liggi ekki í svona viðhorfum," segir Guðrún. Halla Gunnarsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands, lýsir yfir mikilli furðu með ummæli Björgvins. „Ef rétt er eftir honum haft er hann ekki hæfur til að sinna sínu starfi," segir Halla. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir fráleitt að leggja ábyrgð nauðgana á brotaþola. Þó sé mikilvægt í þessu tilliti að Björgvin fái tækifæri til að skýra mál sitt í þessu samhengi. Hún hefur beðið Stefán Eiríksson, lögreglustjóra í Reykjavík, um útskýringar. Stefán vildi í gær ekki tjá sig um ummæli Björgvins, en sagðist vera búinn að kalla eftir skýringum frá honum og næstu yfirmönnum hans. Björgvin vildi heldur ekki tjá sig við Fréttablaðið. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Ummæli Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, sem hann lét falla í samtali við DV í gær, hafa sætt mikilli gagnrýni. Segir Björgvin um fjölda nauðgana í landinu að „fólk ætti kannski að líta oftar í eigin barm og bera ábyrgð á sjálfu sér". Lætur hann þessi ummæli falla um tengsl nauðgana og vímuefnaneyslu. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segist vona innilega að ekki sé haft rétt eftir Björgvini í DV, en ef svo sé hafi hann afhjúpað afstöðu sem sé óásættanleg og Stígamót muni strax lýsa yfir vantrausti á hann. Stígamót hafi krafið Stefán Eiríksson lögreglustjóra skýringa á málinu. „Það er bannað með lögum að nauðga konum í hvaða ástandi sem þær eru," segir Guðrún. „Á bak við hverja nauðgun er að minnsta kosti einn nauðgari og í viðtalinu segir Björgvin að konur geti sjálfum sér um kennt sé þeim nauðgað þegar þær eru drukknar. Með því hlýtur hann óbeint að vera að lýsa yfir sakleysi nauðgara sem nauðga konum í annarlegu ástandi." Guðrún segir að Stígamót geti ekki hvatt konur til að kæra ef vitað sé að móttakandinn líti svo á að nauðgunin geti verið henni að kenna. „Við skorum á yfirmann kynferðisbrotadeildar að skýra þetta mál." Starfsfólk Stígamóta hefur haft áhyggjur af þeim litla fjölda dóma sem fallið hafa í nauðgunarmálum á síðustu áratugum. „Ég vona að skýringarnar liggi ekki í svona viðhorfum," segir Guðrún. Halla Gunnarsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands, lýsir yfir mikilli furðu með ummæli Björgvins. „Ef rétt er eftir honum haft er hann ekki hæfur til að sinna sínu starfi," segir Halla. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir fráleitt að leggja ábyrgð nauðgana á brotaþola. Þó sé mikilvægt í þessu tilliti að Björgvin fái tækifæri til að skýra mál sitt í þessu samhengi. Hún hefur beðið Stefán Eiríksson, lögreglustjóra í Reykjavík, um útskýringar. Stefán vildi í gær ekki tjá sig um ummæli Björgvins, en sagðist vera búinn að kalla eftir skýringum frá honum og næstu yfirmönnum hans. Björgvin vildi heldur ekki tjá sig við Fréttablaðið. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira