Klink og banki Bergsteinn Sigurðsson skrifar 19. mars 2010 06:00 Hvaða samfélagshópur ætli noti mynttalningarvélar bankanna hvað mest? Hvaða samfélagshópur ætli sé hvað líklegastur til að vilja skipta myntinni sem hann lætur vélina telja beint í seðla? Ég hef ekki gengið úr skugga um það, en það kæmi mér ekki á óvart ef það reyndust vera krakkar með sparibauka. Sonur minn sparar. Sem er dyggð. Hann safnar klinki í rauðan bauk. Þegar baukurinn fyllist af smámynt förum við í bankann, teljum klinkið og leysum það út í seðlum. Þrátt fyrir brýningar mínar um ágæti vaxtatryggðra innlánsreikninga, treystir sonur minn ekki bankastofnunum og kýs að geyma peninginn sinn heima. Lái honum hver sem vill. Allavega. Í vikunni fylltist baukurinn. Með fulla vasa af klinki örkuðum við feðgar sem leið lá í bankann. Þar sturtuðum við góssinu í forframaða mynttalningarvél og skáluðum í heitu kakói meðan vélin flokkaði og lagði saman klinkið. Að lokinni talningu prentaði vélin út kvittun. Heildarupphæðin reyndist rúmlega 3.500 krónur, sem er dágóð fúlga þegar maður er níu ára. Á kvittuninni stóð að ef peningurinn væri lagður beint inn á reikning fengi maður alla upphæðina. Ef maður vildi fá peninginn útgreiddan þyrfti að borga sérstakt gjald fyrir talninguna, þrjú prósent, sem í þessu tilviki nam 108 krónum. Skemmst er frá því að segja að óánægjan sem fylgir því að horfa á sparifé sitt rýrna virðir ekki kynslóðabil. Sá stutti var ekki hress. Gjaldkerinn var hins vegar svo elskulegur að benda á nokkuð sem hafði ekki hvarflað að okkur: við gætum lagt peninginn inn á reikninginn minn og tekið hann strax aftur út. Þá þyrftum við ekki að borga gjaldið fyrir mynttalninguna. Sem við þáðum auðvitað; ég þuldi upp kennitöluna mína og reikningsnúmer, renndi debetkorti í gegnum posa, kvittaði fyrir á rafskjá og fékk útprentaða kvittun. Við vorum eins og útrásarvíkingar þar sem við röltum heim; 108 krónum ríkari eftir að hafa hagnýtt okkur kerfisgloppu og stundað sýndarviðskipti til að styrkja eiginfjárstöðu okkar. Á leiðinni bað drengurinn mig að rifja upp hvað ég sagði þegar ég var að hvetja hann til að leggja peningana sem hann safnaði inn á reikning; eitthvað um að bankar væru sanngjarnar og skilvirkar stofnanir fyrir fólk að ávaxta fé sitt. Ég greikkaði sporið, glápti upp í loft og tautaði eitthvað um að nú væri vorið ábyggilega á næsta leiti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór
Hvaða samfélagshópur ætli noti mynttalningarvélar bankanna hvað mest? Hvaða samfélagshópur ætli sé hvað líklegastur til að vilja skipta myntinni sem hann lætur vélina telja beint í seðla? Ég hef ekki gengið úr skugga um það, en það kæmi mér ekki á óvart ef það reyndust vera krakkar með sparibauka. Sonur minn sparar. Sem er dyggð. Hann safnar klinki í rauðan bauk. Þegar baukurinn fyllist af smámynt förum við í bankann, teljum klinkið og leysum það út í seðlum. Þrátt fyrir brýningar mínar um ágæti vaxtatryggðra innlánsreikninga, treystir sonur minn ekki bankastofnunum og kýs að geyma peninginn sinn heima. Lái honum hver sem vill. Allavega. Í vikunni fylltist baukurinn. Með fulla vasa af klinki örkuðum við feðgar sem leið lá í bankann. Þar sturtuðum við góssinu í forframaða mynttalningarvél og skáluðum í heitu kakói meðan vélin flokkaði og lagði saman klinkið. Að lokinni talningu prentaði vélin út kvittun. Heildarupphæðin reyndist rúmlega 3.500 krónur, sem er dágóð fúlga þegar maður er níu ára. Á kvittuninni stóð að ef peningurinn væri lagður beint inn á reikning fengi maður alla upphæðina. Ef maður vildi fá peninginn útgreiddan þyrfti að borga sérstakt gjald fyrir talninguna, þrjú prósent, sem í þessu tilviki nam 108 krónum. Skemmst er frá því að segja að óánægjan sem fylgir því að horfa á sparifé sitt rýrna virðir ekki kynslóðabil. Sá stutti var ekki hress. Gjaldkerinn var hins vegar svo elskulegur að benda á nokkuð sem hafði ekki hvarflað að okkur: við gætum lagt peninginn inn á reikninginn minn og tekið hann strax aftur út. Þá þyrftum við ekki að borga gjaldið fyrir mynttalninguna. Sem við þáðum auðvitað; ég þuldi upp kennitöluna mína og reikningsnúmer, renndi debetkorti í gegnum posa, kvittaði fyrir á rafskjá og fékk útprentaða kvittun. Við vorum eins og útrásarvíkingar þar sem við röltum heim; 108 krónum ríkari eftir að hafa hagnýtt okkur kerfisgloppu og stundað sýndarviðskipti til að styrkja eiginfjárstöðu okkar. Á leiðinni bað drengurinn mig að rifja upp hvað ég sagði þegar ég var að hvetja hann til að leggja peningana sem hann safnaði inn á reikning; eitthvað um að bankar væru sanngjarnar og skilvirkar stofnanir fyrir fólk að ávaxta fé sitt. Ég greikkaði sporið, glápti upp í loft og tautaði eitthvað um að nú væri vorið ábyggilega á næsta leiti.
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun