Körfubolti

Carmelo Anthony missti systur sína

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carmelo Anthony.
Carmelo Anthony. Mynd/AP
Carmelo Anthony, aðalstjarna NBA-körfuboltaliðsins Denver Nuggets, var ekki með liðinu á móti San Antonio Spurs í nótt. Hann fékk leyfi til að fara heim til fjölskyldu sinnar eftir að systir hans dó.

Systir Carmelo var búin að vera berjast við veikindi í langan tíma en hún er fjögurrra barna móðir. Carmelo flaug til fjölskyldu sinnar í Baltimore og það er óvíst hversu marga leiki hann mun missa af vegna þessa áfalls. Hann á líka tvo bræður.

George Karl, þjálfari Denver Nuggets, sagði að atburður sem þessi kæmi sínum mönnum niður á jörðina og það sé öllum nú ljóst að körfuboltinn er ekki það mikilvægasta í lífinu. Karl hefur eins og kunnugt er glímt sjálfur við krabbamein í hálsi.

Carmelo Anthony hefur ekki viljað skrifað undir nýjan samning við Denver og það hefur verið mikið skrifað um að hann sé á förum frá liðinu. Síðasta sumar hafnaði hann 65 milljón dollara tilboði frá Denver fyrir þriggja ára samning.

Anthony er 26 ára gamall og er búinn að skora 24 stig og taka 8,3 fráköst að meðaltali með Denver-liðinu á þessu tímabili. Hann hefur leikið með Nuggets allan sinn feril og er nú á sínu áttunda tímabili með liðinu.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×