Hvað er það sem seðlabankinn gerði rangt? Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 13. apríl 2010 19:28 Davíð Oddsson seðlabankastjóri lét vera að grípa til ráðstafana eftir að hann fékk upplýsingar frá innanbúðarmanni úr einum viðskiptabankanna um óeðlilegar risaskuldir tengdra aðila í bönkunum. Rannsóknarnefndin átelur Seðlabankann harðlega fyrir að hafa ekki brugðist við rökstuddum grun um kerfisáhættu. Vanræksla og ótæk vinnubrögð um Glitnishelgina er einkunn rannsóknarnefndarinnar um seðlabankastjórana. En nú ber þessi stofnun ríka skyldu, hún á að stuðla að stöðugu verðlagi - það mistókst - og hún á að tryggja fjármálastöðugleika. Það tókst ekki. En hvað er það nákvæmlega - að mati rannsóknarnefndar - sem Seðlabankinn gerði rangt? Til að tryggja stöðugleika á bankinn að hafa yfirsýn yfir fjármálakerfið. Nefndin telur - að verulega hafi skort á þessa yfirsýn. Í fyrsta lagi telur nefndin að bankinn hafi ekki brugðist við hugsanlegri kerfisáhættu vegna stórra áhættulána tengdra aðila í bönkunum. Meðal dæma í skýrslunni er að um mitt sumar 2008 kom ónefndur bankamaður til Davíðs - sem hefði teiknað upp mynd af tengslum stærstu skuldara bankanna - mynd sem nú er komið í ljós að var líklega verri en margan grunaði. Davíð segir í skýrslutöku: „Og ef það var svo þá sá ég fyrir mér að þessir bankar mundu fyrr eða síðar allir fara á hausinn." Hann bar þetta upp við FME - en upplýsingar ónefnda bankamannsins stemmdu ekki við upplýsingar forstjóra FME. Davíð var spurður við skýrslutöku til hvaða ráðstafana hann hefði gripið til að ganga úr skugga um hið rétta í málinu. Þar segir hann: „Ég gerði engar sérstakar ráðstafanir ... - ég reyndar held að ég hafi sagt mínum félögum frá því, að ég væri að fá upplýsingar sem væri verið að vinna sem virtust benda í þá átt að mínar áhyggjur í þessum efnum væru réttar en fullyrðingar Fjármálaeftirlitsins væru rangar." Nefndin telur að Seðlabankinn hafi haft rökstuddan grun um kerfisáhættu, því hefði bankinn átt að kalla eftir nauðsynlegum upplýsingum til að meta hana, en látið ógert. Það telur nefndin "afar gagnrýnisvert." Í öðru lagi átelur nefndin að athafnaleysi bankans við fjölmörgum hættumerkjum, jafnist á við vanrækslu. Þá vekur nefndin athygli á því að Seðlabankinn aflétti bindiskyldu á erlend útibú íslenskra banka, t.d. Icesave - og að ekki verði séð að hann hafi beitt valdheimildum eins og dagsektum til að kalla eftir upplýsingum - né hafi hann þrátt fyrir áhyggjur af ástandinu beint formlegum tillögum að nauðsynlegum aðgerðum við ríkisstjórnina. Ein af meginniðurstöðum nefndarinnar er að grípa hefði þurft til aðgerða strax árið 2006 til að hemja vöxt bankanna. Það ár sagði Seðlabankinn hins vegar í stöðugleikaskýrslu sinni: „Á liðnum árum hafa stjórnvöld byggt upp trausta umgjörð laga, reglna og eftirlits með fjármálastarfsemi sem stenst samanburð við það sem best gerist í nágrannaríkjum." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Davíð Oddsson seðlabankastjóri lét vera að grípa til ráðstafana eftir að hann fékk upplýsingar frá innanbúðarmanni úr einum viðskiptabankanna um óeðlilegar risaskuldir tengdra aðila í bönkunum. Rannsóknarnefndin átelur Seðlabankann harðlega fyrir að hafa ekki brugðist við rökstuddum grun um kerfisáhættu. Vanræksla og ótæk vinnubrögð um Glitnishelgina er einkunn rannsóknarnefndarinnar um seðlabankastjórana. En nú ber þessi stofnun ríka skyldu, hún á að stuðla að stöðugu verðlagi - það mistókst - og hún á að tryggja fjármálastöðugleika. Það tókst ekki. En hvað er það nákvæmlega - að mati rannsóknarnefndar - sem Seðlabankinn gerði rangt? Til að tryggja stöðugleika á bankinn að hafa yfirsýn yfir fjármálakerfið. Nefndin telur - að verulega hafi skort á þessa yfirsýn. Í fyrsta lagi telur nefndin að bankinn hafi ekki brugðist við hugsanlegri kerfisáhættu vegna stórra áhættulána tengdra aðila í bönkunum. Meðal dæma í skýrslunni er að um mitt sumar 2008 kom ónefndur bankamaður til Davíðs - sem hefði teiknað upp mynd af tengslum stærstu skuldara bankanna - mynd sem nú er komið í ljós að var líklega verri en margan grunaði. Davíð segir í skýrslutöku: „Og ef það var svo þá sá ég fyrir mér að þessir bankar mundu fyrr eða síðar allir fara á hausinn." Hann bar þetta upp við FME - en upplýsingar ónefnda bankamannsins stemmdu ekki við upplýsingar forstjóra FME. Davíð var spurður við skýrslutöku til hvaða ráðstafana hann hefði gripið til að ganga úr skugga um hið rétta í málinu. Þar segir hann: „Ég gerði engar sérstakar ráðstafanir ... - ég reyndar held að ég hafi sagt mínum félögum frá því, að ég væri að fá upplýsingar sem væri verið að vinna sem virtust benda í þá átt að mínar áhyggjur í þessum efnum væru réttar en fullyrðingar Fjármálaeftirlitsins væru rangar." Nefndin telur að Seðlabankinn hafi haft rökstuddan grun um kerfisáhættu, því hefði bankinn átt að kalla eftir nauðsynlegum upplýsingum til að meta hana, en látið ógert. Það telur nefndin "afar gagnrýnisvert." Í öðru lagi átelur nefndin að athafnaleysi bankans við fjölmörgum hættumerkjum, jafnist á við vanrækslu. Þá vekur nefndin athygli á því að Seðlabankinn aflétti bindiskyldu á erlend útibú íslenskra banka, t.d. Icesave - og að ekki verði séð að hann hafi beitt valdheimildum eins og dagsektum til að kalla eftir upplýsingum - né hafi hann þrátt fyrir áhyggjur af ástandinu beint formlegum tillögum að nauðsynlegum aðgerðum við ríkisstjórnina. Ein af meginniðurstöðum nefndarinnar er að grípa hefði þurft til aðgerða strax árið 2006 til að hemja vöxt bankanna. Það ár sagði Seðlabankinn hins vegar í stöðugleikaskýrslu sinni: „Á liðnum árum hafa stjórnvöld byggt upp trausta umgjörð laga, reglna og eftirlits með fjármálastarfsemi sem stenst samanburð við það sem best gerist í nágrannaríkjum."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira