Krugman: Kreppukraftaverk Íslands 1. júlí 2010 11:42 Paul Krugman. Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði segir Ísland hafa tekið út mikið vægari refsingu vegna kreppunnar en aðrar þjóðir, meðal annars vegna hruns krónunnar og gjaldeyrishafta. Bandaríski hagfræðingurinn Paul Krugman, sem hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði fyrir tveimur árum, skrifar um heimskreppuna og Ísland í dálki sínum á heimasíðu New York Times í gærkvöldi undir fyrirsögninni Kreppukraftaverkið á Íslandi. Hann segir einhverjar mestu efnahagslegu hamfarir sögunnar hafa dunið á landinu. Örfáir auðmenn hafi reist hér skammlíft fjármálaveldi með ógurlegri skuldsetningu, sem almenningur þurfi nú að greiða fyrir. Krugman segir að hagkerfið hafi orðið hugmyndafræði frjálshyggju og einkavinavæðingu að bráð. Krugman segir þessar ótrúlegu hamfarir hins vegar jafnframt vera gæfu landsins. Vegna þess hvað staða Íslands var þröng og skuldir landsins miklar hafi það neyðst til að beita óhefðbundnum meðulum í baráttunni við kreppuna. Gjaldmiðlinum hafi verið leyft að húrra og gjaldeyrishöftum hafi verið komið á. Það sem Krugman á hér við er að vegna hruns krónunnar hafi halli á utanríkisviðskiptum breyst í afgang, og höggið sem kom á hagkerfið vegna samdráttar í neyslu því orðið mun minna en ella. Og hér kemur það sem vekur athygli Krugmans; þrátt fyrir að Ísland hafi upplifað verstu fjármálakreppu sögunnar hefur það tekið út vægari refsingu en önnur Evrópulönd. Á heimasíðunni dregur hann upp graf þar sem sést að samdráttur í landsframleiðslu og atvinnu hér á landi er mun minni en í löndum sem urðu fyrir sambærilegum eða vægari áföllum en Ísland. Hann segir boðskap sögunnar vera þann að ef ríki lenda í kreppu, þá sé eins gott að hún sé reglulega djúp. Annars sé hætt við að ríkin þiggi ráðleggingar sem valdi enn verri lægð. Grein Krugman má lesa hér. Nóbelsverðlaun Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði segir Ísland hafa tekið út mikið vægari refsingu vegna kreppunnar en aðrar þjóðir, meðal annars vegna hruns krónunnar og gjaldeyrishafta. Bandaríski hagfræðingurinn Paul Krugman, sem hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði fyrir tveimur árum, skrifar um heimskreppuna og Ísland í dálki sínum á heimasíðu New York Times í gærkvöldi undir fyrirsögninni Kreppukraftaverkið á Íslandi. Hann segir einhverjar mestu efnahagslegu hamfarir sögunnar hafa dunið á landinu. Örfáir auðmenn hafi reist hér skammlíft fjármálaveldi með ógurlegri skuldsetningu, sem almenningur þurfi nú að greiða fyrir. Krugman segir að hagkerfið hafi orðið hugmyndafræði frjálshyggju og einkavinavæðingu að bráð. Krugman segir þessar ótrúlegu hamfarir hins vegar jafnframt vera gæfu landsins. Vegna þess hvað staða Íslands var þröng og skuldir landsins miklar hafi það neyðst til að beita óhefðbundnum meðulum í baráttunni við kreppuna. Gjaldmiðlinum hafi verið leyft að húrra og gjaldeyrishöftum hafi verið komið á. Það sem Krugman á hér við er að vegna hruns krónunnar hafi halli á utanríkisviðskiptum breyst í afgang, og höggið sem kom á hagkerfið vegna samdráttar í neyslu því orðið mun minna en ella. Og hér kemur það sem vekur athygli Krugmans; þrátt fyrir að Ísland hafi upplifað verstu fjármálakreppu sögunnar hefur það tekið út vægari refsingu en önnur Evrópulönd. Á heimasíðunni dregur hann upp graf þar sem sést að samdráttur í landsframleiðslu og atvinnu hér á landi er mun minni en í löndum sem urðu fyrir sambærilegum eða vægari áföllum en Ísland. Hann segir boðskap sögunnar vera þann að ef ríki lenda í kreppu, þá sé eins gott að hún sé reglulega djúp. Annars sé hætt við að ríkin þiggi ráðleggingar sem valdi enn verri lægð. Grein Krugman má lesa hér.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira