NBA: Artest skoraði flautukörfu og var hetja Lakers Hjalti Þór Hreinsson skrifar 28. maí 2010 09:00 Anthony Kiedis, söngvari Red Hot Chili Peppers ærðist af fögnuði í nótt eins og leikmenn Lakers. AP Ron Artest, af öllum mönnum, tryggði Los Angeles Lakers sigur á Phoenix Suns í fimmta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Lakers leiðir nú einvígið 3-2. Það trúir því varla nokkur maður að Artest hafi bjargað leiknum, og hugsanlega tímabilinu fyrir Lakers. Þessi skrautlegi leikmaður skoraði sigurkörfuna um leið og leiktíminn rann út, eftir eitt versta skot Kobe Bryant á ferlinum. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Lakers var þremur stigum yfir og í sókn en hitti ekki. Phoenix fór í síðustu sókn sína og átti þrjú þriggja stiga skot í sömu sókninni, freistuðu þess að jafna metin. Það þriðja fór loksins ofan í körfuna. Þar var að verki Jason Richardson. Klukkan sýndi 3,5 sekúndur þegar Lakers tók leiklé og fór í sókn. Það vissu allir hvað myndi gerast, boltinn færi á Kobe Bryant sem myndi skjóta. Það var og, boltinn barst á Bryant sem var aðþrengdur af tveimur mönnum og í fáránlegri stöðu. Skot hans var enda lélegt, alltof stutt og í sekúndubrot sáu stuðningsmenn Phoenix fyrir sér framlengingu. En, hver birtist þá nema Artest, fljúgandi undan körfunni og hendir boltanum upp þegar 0,6 sekúndubrot eru eftir. Boltinn skoppaði á körfunni og var varla kominn ofan í þegar leiktíminn var liðinn. 103-101 sigur Lakers niðurstaðan eftir magnaðar lokamínútur. "Ég veit eiginlega ekki af hverju ég hélt honum inn á fyrir lokasóknina, ég efaðist um það sjálfur," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers. "En þarna var hann, og kláraði leikinn." Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers, tók 11 fráköst og sendi 9 stoðsendingar. Ekki langt í þrefalda tvennu þar. Derek Fisher skoraði 22 stig, og Pau Gasol 21 auk 9 frákasta. Hjá Phoenix var Steve Nash stigahæstur með 29 stig og 11 stoðsendingar, Amare Stoudemire var með 19 stig. NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Ron Artest, af öllum mönnum, tryggði Los Angeles Lakers sigur á Phoenix Suns í fimmta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Lakers leiðir nú einvígið 3-2. Það trúir því varla nokkur maður að Artest hafi bjargað leiknum, og hugsanlega tímabilinu fyrir Lakers. Þessi skrautlegi leikmaður skoraði sigurkörfuna um leið og leiktíminn rann út, eftir eitt versta skot Kobe Bryant á ferlinum. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Lakers var þremur stigum yfir og í sókn en hitti ekki. Phoenix fór í síðustu sókn sína og átti þrjú þriggja stiga skot í sömu sókninni, freistuðu þess að jafna metin. Það þriðja fór loksins ofan í körfuna. Þar var að verki Jason Richardson. Klukkan sýndi 3,5 sekúndur þegar Lakers tók leiklé og fór í sókn. Það vissu allir hvað myndi gerast, boltinn færi á Kobe Bryant sem myndi skjóta. Það var og, boltinn barst á Bryant sem var aðþrengdur af tveimur mönnum og í fáránlegri stöðu. Skot hans var enda lélegt, alltof stutt og í sekúndubrot sáu stuðningsmenn Phoenix fyrir sér framlengingu. En, hver birtist þá nema Artest, fljúgandi undan körfunni og hendir boltanum upp þegar 0,6 sekúndubrot eru eftir. Boltinn skoppaði á körfunni og var varla kominn ofan í þegar leiktíminn var liðinn. 103-101 sigur Lakers niðurstaðan eftir magnaðar lokamínútur. "Ég veit eiginlega ekki af hverju ég hélt honum inn á fyrir lokasóknina, ég efaðist um það sjálfur," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers. "En þarna var hann, og kláraði leikinn." Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers, tók 11 fráköst og sendi 9 stoðsendingar. Ekki langt í þrefalda tvennu þar. Derek Fisher skoraði 22 stig, og Pau Gasol 21 auk 9 frákasta. Hjá Phoenix var Steve Nash stigahæstur með 29 stig og 11 stoðsendingar, Amare Stoudemire var með 19 stig.
NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira