Erlent

The Stig rekinn frá Top Gear

Óli Tynes skrifar
The Stig: Rekinn.
The Stig: Rekinn.

Ökuþórinn sem kallaður er The Stig í bílaþáttunum Top Gear á BBC hefur verið rekinn. Jeremy Clarkson aðalstjórnandi þáttanna tilkynnti um þetta í dag.

Ástæðan er sú að The Stig sem í raun heitir Ben Collins skrifaði bók um sjálfan sig þar sem hann ljóstraði upp leyndarmálinu.

Stig er jafnan klæddur hvítum kappakstursgalla með hvítan hjálm með dökku sjóngleri sem ekki sést í gegnum.

Getgátur um hver hann í raun og veru er hefur verið stór hluti af persónu hans. Collins hefur verið í Top Gear síðan árið 1993.

Clarkson sagðist hafa orðið fyrir sárum vonbrigðum með að Collins hefði eyðilagt Stig með græðgi sinni, en hann mun hafa fengið drjúgan skilding fyrir bókina.

-Hann var tíður gestur á heimili mínu, sagði Clarkson. Hann vitnaði í kvikmyndina Wall Street þar sem Gordon Gekko sagði; Græðgi er góð, græðgi virkar.

-Hún virkar ekki, sagði Clarkson, ef þið eruð að hlusta á þetta börnin mín; Græðgi er vond.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×